Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 53
FÁLKINN
47
GRÍMUDANSLEIIÍURINN.
Frh. af bls. 45.
„FarSu nú að hátta, Maria litla.
Breiddu ullarábreiðuna yfir þig,
þangað til jeg fer. Jeg er viss um,
að jeg skemti mjer vel.“
Svo kyssast þœr og mamma fer út.
Hún s’tendur kyr nokkur augnablik
fyrir utan dyrnar, heldur niðri í sjer
andanum og hlustar. En hún heyrir
ekki neitt — alt er kyrt og rólegt
inni í herberginu.
Mamma gengur upp stigann, upp á
háalofáð. Hún opnar hljóðlega dyrn-
ar, með lyklinum, sem hún hefir
laumast til að taka með sjer og læðisl
varlega eins og köttur inn á svarta
loftið. Vott lak, sem hangir á snúru,
sletlist framan í hana og hmist við
hálsinn.
Með lampaskerminn á höfðinu og
rauðu ullarábreiðuna á herðunum
stendur hún þarna i myrkrinu innan
um votan þvottinn og þorir ekki að
stíga eit’t skref á gullskónum, svo að
María skuli ekki lieyra til hennar.
Og í huganum úlmálar hún fyrir
sjer grímudansleikinn hjá barónessu
von Staal. Tyrki með hjúgsverð úr
pappa kemur inn og gengur á móti
henni. Hann fer alveg að henni.
Hann hneigir sig djúpt og segir í
hljóði:
„Hvi grætur þú, fagra 'tataramær?
Þú mátt ekki gráta, heyrir þú það?
Jeg vissi, að þú mundir koma hing-
að. Þessvegna kom jeg.“
MóSIrin bítur í vota lakið, sem
liggur við andlitið á henni, svo að
María skuli ekki heyra kjökrið i
henni. Það kemur hragð af votum
þvotti í munninn á henni.
En María liggur í rúminu sínu,
vafinn í ullarleppið hennar móður
pi •■---.-rJM n
Frá Belgíu hefir verið flult mikið
af fólki til Þýskalands í sumar, bæði
konum og körlum. Þýsku blöðin
sögðu frá því, að i ágúst í sumar,
að þá væri um ein miljón atvinnu-
leysingja (8. liver íbúi) og að 23.000
Belgar hefðu verið sendir í vinnu til
Þýskalands.
sinnar og talar við svæfilinn sinn.
„Góða, besta mamma. Jeg veit of-
urvel, að þú ert uppi á háalofti í
myrkrinu. Þú þorir ekki að lireyfa
þig, svo að jeg skuli ekki heyra til
þín. Mjer þól’ti vænt um, að þú skyld-
ir vilja liafa ullarábreiðuna mína.
Þvi að þá er þjer heitt, mannna.
Elsku góða mamma.“
María kreppir hnefana. Svo reynir
liún að sofa eða láta sem hún sofi.
Hún veit að mamma kemur ofan af
loftinu eftir hálfiíma eða svo, skjálf-
andi af kulda og innibældum grát.
Og þá lítur mamma á andlitið á
Maríu, klappar henni mjúkt og háttar
svo við hliðina á henni.
Og snemma í fyrramálið segir hún
lienni, hve það hafi verið gaman og
fjörugt á grímudansleiknum hjá bar-
ónessu von Staal.
í síðasta mánuði varð járnbrautar-
slys skamt frá London og fórust þar
24, en 59 særðust, þar af 20 mjög
alvarlega. Er þetta mesta járnbraut-
arslys í Englandi á síðastliðnum
þremur árum.
Nú hefir Petain-stjórnin í Vicliy
fengið leyfi til að hafa sendiherra i
höfuðborginni, París! Fyrir valinu
varð Fernand de Brinon, sem er
mikill vinur Lavals og Þjóðverja.
í ávarpi, sem hirlist frá Lundúna-
biskupi i byrjun nóvember, Ijet hann
þess getið, að 32 kirkjur i borginni
liefðu verið gereyddar eða gerðar
ónothæfar í flugárásunum, en 47
hefðu skemst lilfinnanlega. Síðan
hefir m. a. ein af frægustu kirkjum
borgarinnar, St. Clement Dane skemst
mjög mikið við loftárás.
Lengsti bifreiðakappakstur í heimi
fór fram i Suður-Ameríku í haust.
Leiðin lá frá Buenos Aires, um La
Pas í Bolivíu, til Lima í Peru og til
baka til Luján við Buenos Aires og
er 5.870 mílna löng. Argentínu-,
Bolívíu- Peru- og Urugúaymenn
tóku þátt í kappmótinu, alls 92, en
af þeim komust aðeins 32 að marki.
Einn ekillinn heið bana. Leiðin lá í
14000 feta liæð þar sem hún var
hæst. Sigurvegarinn heitir Juan
Manuel Fangio, og er frá Argentínu.
Var hann 109 stundir og 30 mínútur
á leiðinni.
Meðal bygginga þeirra er stór-
skemst liafa í London er hollenska
kirkjan í Auslin Friars, en elstu lilut-
ar hennar voru frá árinu 1250. Dýr-
mætir gripir og skjöl, sem geymt
liafa verið i kirkjunni, hafði verið
flutt þaðan áður, svo sem brjef frá
Erasmusi frá Rotterdam, Jolin Knox,
Vilhjálmi þögla og Alhrecht Diirer.
ísvatn var uppáhaldsdrykkur auð-
ugra Rómverja um miðja 1. öld eftir
Krists fæðing. Þeir reistu stór hyrgi
til þess að geyma ísinn í.
Fyrsta gulrótin kom til Englands
árið 1531. Sjómaður hafði hana með
sjer frá Hollandi og lijelt að hún
væri tú I i npanálaukur.
A tímum Lúðvíks XVI. var smjöi
notað sem gjaldmiðill í París. Verka-
menn þar fengu smjörpundið í dag-
kaup.
(V/VfVA/lV
Fyrsti maðurinn, sem vann sykur
úr rófum, var franskur og hjet
Benjamin Delessert. Átti liann lieima
i París. Napoleon mikli smakkaði á
sykrinum og varð svo hrifinn, að
hann sæmdi manninn hárri orðu.
Sykurreyrinn fanst fyrst á strönd-
um Rauðahafsins árið 100 e. Kr. Hjet
sá Flavius Arrianus, sem fann reyr-
inn og kallaði hann „rautt hunang“.
Roquefortosturinn uppgiitvaðist
með þeim atvikum árið 1138, að
franskur smali gleymdi brauði og
osti í helli einum. Löngu síðar kom
hann að vitja um nesti sitt og liafði
Gslurinn þá breyst á þann hátt, sem
roquefort á að gera.
BcirðstDfiistúIar - Hægindastálar - Dtto-
manar - Lltuarpsbnrð - TEbnrð - Mat-
bDrð - Lampar - Faíasnagar - SuEÍn-
hErbErgishúsgDgn
SkriísíDfuhúsgögn
húsgögn fgrir: Biðsiufur - RakarastDfur - Sngrti-
stofur - Uorzlanir - Sjúkrahús - Skúla «• 5am-
kumuhús - SkEmmiigarða □. s. frv.
HUSGOGN
LaugauEgi 45 - íjörutíu ug íimm - Sími 45S7
NÝTÍZKU FÓLK NOTAR
SMEKKLEG -- ÞÆGILEG
r jr
íT- B ■
NYTIZKU HUSGOGN