Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 29

Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 29
F Á L Ií I N N 23 Rödd Önnu var hörS og köld. „Hæfian, hægan, Anna“. FriSa frænka leit fast á hana og augna- ráðið var dapurt. „Hann hefði getað sparað sjer að giftast þessari kotungsstelpu, henni Elsu! Hann liefði getað fengið hana Katrinu kaupmannsins! Það segir Vilhjálmur líka, þegar við minn- umst á Davíð. Hún var alveg vitlaus eftir honum! Og þar voru pemngar, máltu vita!“ „Menn verða ekki altaf farsælir af peningum!" sagði Fríða frænka. „Honum þótti vænt um Elsu. Og hann breytti rjett, að hiýða rödd ástarinnar —■ jafiivel þó hann verði að berjasl við fátæktina alta sína æfi. En annars er ckki víst, að hann þurfi þess!“ Friða frænka hrosti laumulega. „Hvað segirðu, frænka?“ Það kom angistarsvipur á Önnu. „Þjer dettur þó varla í hug .... að ....“ Hún þagnaði. Betty spyrnti i hana undir borðinu, til þess að minna hana á að vara sig. „Hvað ætlarðu að segja?“ spurði Fríða frænka. Anna var svo heppin að losna við að svara, því að í þessu var bjöll- unni Iiringt. Fríða frænka fór fram til að opna. Rjett á eftir lieyrðist málrómur Davíðs: „Komdu sæl, frænka. Jeg óska þjer innilega til hamingu!“ „Þakka þjer fyrir drengur minn,“ svaraði Fríða frænka. „Hann sagði til hanvingju!“ hvísl- aði Anna að Betty. „Hvað skyldi það eiga að þýða? Það skyldi, þó aldrei vera ....?“ Hún komt ekki lengra, því að nú opnuðust dyrnar og Fríða kom með Davíð inn i stofuna. „Nei, sjáum tit! Komið þið sælar!“ sagði hann brosandi.Davíð var hár maður og þrekinn, með dökt hár, of- urlítið hrokkið, og róleg og vinsam- leg augu. „Þetta kom mjer sannar- lega á óvart!“ Hann sneri sjer að Fríðu frænku: „Þú færð fleiri af- mælisóskir í dag en þú er vön!“ „Afmælis. . . glopraðist út úr Önnu. Davið leit á hana: „Já, þessvegna eruð þið víst hjerna?“ „Já .... já ....“ stamaði Anna og stokkroðnaði. Betty beit á vörina. Þelta var ljóti grikkurinn, að það skyldi vera afmælisdagur Fríðu, ein- mitt í dag. Hvorug þeirra hafði mun- að það. Þær höfðu ekki óskað henni til hamingju. Hvernig áttu þær nú að snúa sjer út úr því?“ „Jæja, frænka,“ sagði Davíð glett- inn. „Hvað ertu nú gömul í dag? Fimtíu?“ „Sjötíu og tveggja, flónið' þitt!“ sagði Fríða frænka hlæjandi, og hló ekki síður að vandræðasvip systranna en að spurningunni. Þegar hún var farin fram í eldhús að hita nýtt kaffi, sneru systurnar sjer að Davíð með hatursfullu augna- ráði. „Hvað ert þú að vilja hingað i dag?“ spurði Anna. „Hvað jeg er að vilja?“ svaraði Davíð rólega og þótti flónskulega spurt. „Vitanlega það sama og þið — að óska frænku til hamingju.“ „Fyrirsláttur!“ urraði Anna. „Við vitum vel hversvegna þú komst. En vara þú þig. Ef þú gerir nokkra tilraun til að hafa peningana út úr frænku, þá .... þá ... .“ Anna vissi ekki hverju hún átti að hóta honum með. „Peningana .... hafa út úr frænku ....“ Davið horfði spyrjandi á frænkur sínar. „Nei, nú skil jeg ekkert hvað þið eruð að fara! Hvaða peninga eruð þið að hlaðra um?“ „Æ, vertu ekki að þessari upp- gerð?“ sagði Anna. „Við þekkjum þig og þína nóta! Undir eins og feitur biti er í færi þá komið þið. En þú skalt bara reyna að eyði- leggja ....‘ Betty spyrnti í hana svo að hún þagnaði. „Lest þú ekki blöðin?“ spurði Betty. „Jú, svo mikið óhóf leyfi jeg mjer allajafnan." „En þá hefirðu sjeð, að Fríða frænka liefir unnið í happdrættinu. En þú liefir kanske gleymt númer- inu, sem hún hefir liaft i öll þessi ár — með þremur sjö i endanum?“ „Jeg les aldrei vinningalistann. Hefir frænka unnið?“ Betty sá eftir, að hún hafði sagt honum frá þessu. Það gat vel verið, að hann segði satt. En nú var of seint að iðrast. „Já,“ sagði Betty. „Hæsta vinn- inginn!" Davíð sperti upp augun og horfði á systurnar, hálf tortrygginn og i vafa. „Ha, ha!“ Hann hló. „Þá skil jeg liversvegna ])ið liafið komið hing- að í dag, aldrei þessu vant.“ „Heldur þú, að við sjeum þess- konar fólk,“ sagði Anna. „Þó að þú sjálfur . ...“ Eldhúsdyrnar opnuðust og Fríða frænka kom inn með kaffið. „Er það satt, sem þær segja, hún Anna og Betty?“ spurði hann. „Þegi þú!“ hvíslaði Anna. En Davið hjelt áfram: „Hefirðu unnið stóra vinninginn i happdrættinu?“ „Unnið i happdrættinu ■— stóra vinninginn?" endurtók Fríða ósjálf- rált. „Já, frænka. Líttu á lijerna." Betty tók blaðið og fletti því upp. „32777 — það er númerið þitt.“ Fríða frænka hristi höfuðið: „Það var númerið mitt.“ „Er það svo að skilja að ....?“ Betty stóð upp. „Að jeg Ijet seðilinn fara. Já! það eru tvö ár síðan. Jeg liafði ekki efni á að spila lengur. Annað varð að sitja fyrir. Það hefði verið gaman núna, ef jeg hefði getað haldið á- fram, en um það er ekki að fást. Peningarnir koma sjer vonandi vel, hvar sem þeir lenda.“ Betty seltist aftur. Það var dauða- þögn í stofunni í heila mínútu. En Davíð hrosti í kampinn. „Getur það verið satt, að þú eigir ekki seðilinn lengur?“ sagði Anna, þegar þögnin fór að verða óvið- feldin. „Já, barnið gott. Hvað gengi rnjer til að ljúga?“ Skömmu síðar stóð Anna upp. „Jeg verð víst að fara,“ sagði hún. „Jeg þarf að fara i ýms erindi fyrir miðdegið.“ „Jeg verð samferða.“ Betty var líka staðinn upp. „Þakka þjer kær- lega fyrir í dag, frænka mín.“ „Var það á sunnudaginn, sem þið ætluðnð að sækja mig?“ spurði Friða frænka og sneri sjer að Önnu. „Já — það — það er að segja — Vilhjálmur var eitthvað að tala um, að hann þyrfti að láta gera við bílinn — svo að jeg veit ekki upp á víst —i kanske við látum það bíða þangað til seinna. Jeg skal koma og láta þig vita daginn áður, frænka.“ Þegar hurðin lokaðist eftir Önnu og Betly og fótatakið heyrðist niður stigann, fór Fríða frænka að skelli- hlæja. „Þetta var dálítið skrítin afmælis- heimsókn. Þær liöfðu ekki hugmynd um, að það er afmælisdagurinn minn í dag. Og þær voru svo ljúfar, að jeg þekti þær ekki fyrir söniu manneskjur. En þegar þær fóru að tala um happdrættismiðann skildi jeg hvernig í öllu lá. Þú hefðir átt að heyra hvernig þær mösuðu áður en þú komst — um bifreið og hús og hlutabrjef og jeg veit ekki hvað.“ „Og hvað þær urðu reiðar þegar þær sáu mig,“ sagði Davíð. „Þær lijeldu víst, að jeg væri líka kom- inn til að sækja vinninginn. Það verður víst langt þangað til þær heimsækja þig næst.“ „Nei, en jeg hefi nú ekki svo miklu að venjast, hvað það snertir. Annars hefi jeg frjettir handa þjer, drengur minn. Jeg var að tala við hann Matthías garðyrkjustjóra í gær. Jeg sagði honum af þjer. Og það vill svo til, að hann vantar einmitt mann. Þig liefir altaf langað mest i útivinnu. Jeg hlakkaði til að þú kæmir, því að jeg lofaði Matthíasi að þú skyldir koma til hans í dag.“ „Þú er besta frænka í heimi!" hrópaði hann glaður. „Jafnvel þó að ])ú hafir ekki unnið í happdrættinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.