Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 33

Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 33
FÁLKINN 27 Hún hafði fengið að vita það, sem hún vildi og fór nú út úr kirkjunni, og kirkjuvörðurinn kom á eftir henni Jg hneigði sig í sífellu. Jú, svo sann- arlega fór hún veginn upp að höll- inni. Hugur hans fór í sömu átt og stöðvarstjórans. Hún átti ekki heima þar, nei, ónei. Og þó reynd- ar að nokkru leyti. Hann þuklaði á peningunum í lófanum. Rausnar- leg var hún að minsta kosti.... , Lizzie fann ekki til kviða nje einstæðingsháttar lengur. Það var einhver með henni, sem að vísu var ósýnilegur, og talaði við liana, þó að hann þegði. Þó að undarlegt mætti virðast, þá átti hún heima þarna — hafði skyldu að gegna. Bara að hún fengi nú að reyna. En til vonar og vara hafði hún athugað lestaráætlunina og sjeð, að næsta lest fór frá Cranby til London eftir tvo tíma. Ef þau vildu ekki hlusta á hana, þá stæði veröldin henni opin ennþá — hin fagra veröld. Hún þrýsti á bjölluhnappinn og eftir hálfa mínútu stóð hún augliti til auglitis við fálátan þjón, sem hneigði sig. „Gæti jeg fengið að tala við lafði Victoria Falcon?" Maðurinn, sem opnaði, hafði þeg- ar gert sjer ljóst, hverskonar gestur þetta væri. Sennilega leikhúsbrúða. Einhver, sem hafði heyrt getið um, hve lafði Victoria væri góðgerðasöm. Einhver, sem ætlaði sjer að njóta verndar hennar við einhverja sýn- ingu. Ekki venjulegur betlari. Ó- neitanlega skrambi löguleg stúlka. Nú.. . . „Lafði Victoria er ekki heima.“ Unga stúlkan smokraði sjer inn fyrir og litaðist um í anddyrinu. „Þá ætla jeg að bíða.“ Hún sagði þetta þannig, að þjónn- inn snerist alveg út af laginu, ef til vill í fyrsta skiftið á æfinni. Hann hneigði sig ofur lítið kurteislegar. „Jeg segi yður það alveg satt, frú að það verður ekki hægt að hitta húsbændurna fyr en eftir hátíð. Ekki einu sinni bestu vinir þeirra. . . .“ Hún brosti og hann tapaði sjer enn meir, er hann sá brosið. „Jeg hugsa nú samt, að þau taki á móti mjer.“ Hún rjetti honum nafnspjald. „Viljið þjer gera svo vel og kynna, að jeg sje komin.“ Hann leit eklci á nafnspjaldið. Og brytinn, sem nú kom að í allri sinni dýrð, ljet sem hann sæi ekki annað en loftið. „Hjónin taka ekki á móti neinum. Við höfum okkar fyrirskipanir.“ Hún mældi hann frá hvirfli til ilja, eins og hún hefði gaman af að virða hann fyrir sjer. Svo sagði liún: „Viljið þjer gera svo vel að til- • kynna hjónunum, að lafði Falcon langi til að tala við þau — lafði Robert Edward Falcon!“ Yngri þjónninn, sem enn var ekki t forhertur i starfinu, gerði lirapalega skyssu: liann ljet á sjer sjá, að liann yrði forviða! Hann tók spjaldið og þaut inn, eins og bátur mað raf- mótor. En brytinn stóð grafkyr í varnarstöðu. Hann hafði heyrt um fólk, sem laug til nafns. Hann beið dómsins, beið til þess að fá að opna stóru dyrnar út að þrepunum og fá þá ánægju að segja: „Hjerna eru dyrnar, frökenl“ En hann varð alveg af þessari á- nægju. Hinar dyrnar opnuðust, þjónninn kom tifandi fram, og sagði mjög kurteislega: „Gerið þjer svo vel, frú. Þessa leiðina, gerið þjer svo vel.“ En nú kom frumsýningarókyrðin yfir hana aftur — og meira en það. Þetta var ganga hins dauðadæmda á aftökustaðinn. .Tæia, ef til viú ekki það, en að minsta kosti þyrnibraut. Hvað áfti hún að seaja? Hún vissi það ekki. Það var svo hl'ótt kring- um hana — svo hræðilesa hliótt! Hún lieyrði aðeins eitt hljóð: Við- inn. sem snarkaði í arninum. Hún andvarpaði um leið og hún kom inn í stofuna. Fullorðinn mað- ur stóð upp úr stól, fullorðinn mað- ur, gráhærður. Hann var hár, en lot- inn. „Gerið þjer svo vel að fá yður sæti!“ Röddin var vingjarnleg eins og augun. En hún stóð. Við stól mannsins, rjett hjá arn- inum, stóð móðir Robert Edwards. Augu hennar voru rannsakandi, ekki laus við kvíða, en eltki óvingjarn- leg. ífún andvarpaði líka, en það var enginn þungi í því andvarpi. Lizzie opnaði handtösku sína og tók upp blað, sem hún braut sund- ur. Og svo heyrði hún sjálfa sig segja: „Fyrirgefið þið, en jeg kem ekki til þess að troða mjer upp á ykkur. Jeg kem ekki til að krefjast neins. Jeg kem aðeins af þvi að. .. .“ Hún rjetti lafði Victoríu skjalið. „Við giftumst í ágúst, 5. ' ágúst, sonur yðar og jeg. Þetta er lijúskap- arvottorðið. Við bjuggum i Ports- mouth allan þann mánuð, við vorum svo sæl, og svo, í september....“ Lafði Victoría hafði staðið upp. „Viljið þjer eklci setjast, góða mín. Viljið þjer ekki setjast?“ Lizzie tók andköf; en tókst að bæla niðri í sjer grátinn. Lafði Victoria tók uin hendina á henni. „Svona, segið þjer okkur nú frá öllu saman.“ Þau sátu við arininn, öll þrjú, og Lizzie hjelt áfram: „Jeg er ekki nema óperettusöng- mær og jeg skil vel, að jeg hefði ekki átt að giftast syni ykkar. En við elskuðum hvort annað. Jeg átti ekkert heimili. Faðir minn fjell i striðinu, þegar jeg var í bernsku og móðir mín dó fyrir þremur árum. Mjer er nær að halda, að hún hafi gengið sjer til húðar mín vegna. Svo hittumst við Robert. Við gift- umst. Hann sagðist ekki vilja segja foreldrum sinum frá þvi, ekki fyr en hann hefði lokið herþjónustunni í desember, þá ætlaði hann heim og þá ætluðum við að halda jólin hjerna.“ í september og október ætluðum við, leikfjelagið, að ferðast um í Frakklandi. En það var aftalað, að jeg hætti að leika. Áður en jeg fór sagði Robert við mig .... þó að liann grunaði vitanlega ekki neitt þá: „Mundu, Lissie, að livað sem fyrir kann að koma, þá heldurðu jólin heima lijá mjer.“ Og svo þenn- an dag .... þennan hörmungadag í október, var jeg i Frakklandi, sá aldrei enskt blað og skildi ekki frönsku. Jeg fjekk ekki að vita um slysið fyr en viku eftir á. Jeg varð að starfa, varð að gleyma, og jeg starfaði eins og jeg gat. Fyrst datt mjer i hug að láta aldrei nokkurn niann vita, að jeg væri konan hans, en með hverjum degi, sem jólin færðust nær, skildi jeg betur, að jeg varð að fara hingað. Fyrirgefið mjer, að jeg kom. . . .“ Lafði Victoría hafði þrýst á raf- magnsbjöllu og brytinn kom inn. Griman á honum var jafu ógagnsæ ennþá. „Jenkins, viljið þjer gera svo vel að biðja ráðskonuna að gera her- bergin hans Roberts í stand. Öll þrjú. Lafði Falcon verður hjerna.“ Brytinn dró sig í hlje. Það var eins og hakan á honum linaðist, það eitt sýndi, að hann var ekki algerð mannvjel. Lafði Victoría færði stólinn sinn nær Lizzie og tók aftur um hend- urnar á henni. „Þakka yður fyrir, að lrjer komuð, Lizzie. Þetta kom svo óvænt. Okkur grunaði ekki neitt um þetta, mann- inn minn og mig. En okkur finst það unaðsleg tilhugsun, að vita kon- una hans sonar okkar lijá okkur — um aldur og æfi, vona jeg.“ Og sir Herbert lagði hendina á kollinn á henni: „Hjartanlega vel- komin.“ Þetta voru eins og blessunarorð og Lizzie, sem hafði sigið neðar i stólinn fór að gráta. Þreytan og eftirvæntingin höfðu yfirbugað hana. Nú var eftirvæntingin liðin lijá, en þessi umskifti höfðu orðið svo snögg. Heimilið, heimilið, þar sem þúsund hlutir og atvik mintu hana á Robert. Hún álti íramvegis að lifa innan um það, sem einu sinni hafði verið lifandi fyrir liann. Lafði Victoría talaði við liana eins og hún væri að tala við barn. „Gráttu ekki. Gráttu ekki. Þú ert lireytt, blessað barnið, þú hefir ver- ið svo einmana, ekki haft neinn, sem þú gast talað við um harma þina. Við gömlu hjónin gátum tal- að saman um þá. Nú skaltu hvíla þig. Og á eftir skulum við tala um Robert og um allar björtu endur- minningarnar.“ Skömmu síðar fóru þær báðar inn í litlu íbúðina, sem Robert hafði átt forðum, — þrú lítil herbergi, með skemtilegum húsgögnum og háum frönskum gluggum ut að garðinum. Nú voru dimmir skuggar þarna úti yfir gömlu eikunum og desember- kaldinn var enn að leika sjer að visnum laufblöðunum. En liitinn frá arninum bauð þær velkomnar í stof- una. Lafði Victoría tók í hendina á Lizzie. „Þetta var vinnustofan hans, bæk- urnar liggja eins og hann skildi við þær, og þarna er gamla fiðlan, sem hann var að spila á stundum og allar pípurnar hans. Hann reykti svoddan skelfing, fanst þjer það ekki, Lizzie? Og þarna,- á stöku hill- unni er alt um flug. Já, við erum ekki þau einu, sem höfum orðið að jiola svona sorg. Já, og hjerna er svefnherebrgið hans. Nú verður það svefnherbergið þitt. Það er sólríkt herbergi, bæði vetur og sumar. Og á sumrin, þá getur þú sjeð allar rósirnar þarna niðri. Já, bíddu bara hæg. Og þetta, Lizzie, þetta er það allra helgasta." Hún lauk upp hurðinni að her- bergi, sem einu sinni hafði verið barnaherbergi á Falcon Hall. Þær stóðu þarna eins og tvö börn, sem leiddust og horfðu inn í æfintýra- landið: rugguhest, eimreið og vagna — sumt í ágætu standi, en sumt brotið. Lafði Victoría hvíslaði: „Þetta er viðkvæmni gamallar móðúr. Þegar hörmungin varð, safn- aði jeg saman öllu, sem var komið upp á skranloftið, bar það hingað niður og liefi raðað því sjálf. Eng- inn annar má hreyfa við því, enginn má snerta á því .... nema þú. ...“ Lizzie studdist við rugguliestinn. En 'alt í einu rjetti lnin úr sjer og tók hendinni fyrir bringspalirnar. „Það var líka þessvegna, sem jeg kom,“ sagði hún, „það var þess- vegna, sem jeg kom til móður Ro- berts. Hann — kirkjuvörðurinn — sagði, að Robert væri sá síðasti af ættinni .... en það er .... ekki svo. Erfinginn hans er hjerna hjá mjer .... undir hjarta mjer. .. .“ Og konurnar tvær fjellust í faðma. GÖRING SKOÐAR KORTIÐ. Hermann Göring, sem nú ræður meiru um innri stjórn Þýskalands en Hitler sjálfur, hefir haft nóg að hugsa síðan í fyrra liaust. Iljer er liann i heimsókn hjá gömlum flug- fjelaga sínum úr stríðinu, Loerser liershöfðingja. BAK VIÐ HERLÍNUNA. Enskur hermaður hefir verið að leggja jarðsima og jafnar nú yfir vegsummerkin á eftir með „brú- leggjarajómfrú", sem rekin er með rafmagni. VALAMO, ni&url. af bls. 21. okkur. Hann keypti sjer farmiða hingað. Skyldi hann iðrast eftir að liann keypti sjer ekki far til haka um leið? „Farðu ekki til Valamo, það er ekki Finnland,“ sögðu finnsk- ir kunningjar mínir við mig. Nei, Valamo er eldci Finnland. En það er svo langt frá að vera Finn- land, að maður skilur betur fjar- lægðina milli Finnlands og Rúss- lands er maður hefir komið til Valamo. Þar fer maður yfir landamæri tveggja heima. Svona var þetta haustið 1939. En núna eru engir rússneskir munkar á Valamo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.