Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 5
SALT
Daily Mirror skýrði frá
því fyrir skemmstu, að veit-
ingamaður í grennd við
Swansea hefði á einfaldan
hátt vanið gesti sína af því
að hirða herðatré hótelsins.
Hann lét letra skýrum stöf-
um á þau öll: ,,Ef þú í raun
og veru þarfnast þessa herða-
trés, þá er þér það guðvel-
komið.“
Vélmenningin hefur að
sjálfsögðu haft sitthvað gotí
í för með sér. En heilagur
sannleikur er það engu að
síður, að á miðöldum þurfti
karlmaðurinn ekki annað en
gifta sig til þess að eignast
þvottavél og hrærivél.
ik
í bandaríska tímaritinu
Coronet segir, að hnappagöt-
in á jakkahornumkarlmanna
eigi rót sína að rekja til þess,
er Viktoría drottning gaf
mannsefni sínu blómvönd
við komu hans til Englands.
Sagan segir, að Albert, sem
var kavaler af fyrstu gráðu,
hafi tekið blóm úr vendin-
um og skorið gat á kragann
sinn og stungið því þar i.
Þar með var þetta orðin tízka
— og tízka er það enn í dag.
Það var sögð saga um einn
pilsvarg, sem skyndilega
varð gripin mannlegri til-
finningu eitt andartak og
keypti þá tvö hálsbindi
handa bónda sínum í afmæl-
isgjöf. Hann setti annað
þeirra samstundis upp og fór
fram til þess að þakka fyrir
sig. En hún tók honum með
orðunum: „Átti ég kannski
ekki von á því! Hitt er auð-
vitað ekki nógu fínt á þig!“
Þær konur eru hreint ekki
svo fáar, sem leyfa mönnun-
um sínum að halda, að þeir
stjórni fjölskyldunni, þótt
það sé sönnu nær, að þeir
stjórni nákvæmlega engu
nema fjársöfnun hennar.
★
HUGUR: — Dularfullt fyr-
irbrigði, sem falið er í heil-
anum. Hugurinn fæst eink-
um við að gera sér grein
fyrir sínu eigin eðli, og geng-
ur þetta að sjálfsögðu illa,
þar sem hann hefur ekkert
nema sjálfan sig til að skilja
sjálfan sig með.
k
Sir Samúel Harvey, sem sál-
aðist fyrir nokkru, hafði
mælt svo fyrir í erfðaskrá
sinni, að ættingjar hans
mættu ekki taka ofan, þeg-
ar þeir stæðu yfir moldum
hans. Ekkjan hans gaf Þessa
skýringu á fyrirmælum
hans: „Samúel veslingurinn
varð oft að vera við jarðar-
farir og alltaf kvartaði hann
undan því, að sér yrði svo
kalt á höfðinu.“
Adam og Eva nutu margs
konar hlunninda, en öfunds-
verðust voru þau af því að
losna við að taka tennur. —
Mark Twain.
Shiega Pokoyama, verka-
maður í Tókíó, var tekinn
fastur eftir að hann hafði
lamið fjórar konur til óbóta.
í réttinum hafði hann ekki
annað sér til afsökunar en
það, að þær hefðu allar verið
svo nauðalíkar konunni
sinni, að hann hefði ekki get-
að stillt sig um að berja þær,
þegar hann sá þær.
304 árum gcrðist heimssögulegur
viðburður í París. Lúðvík XIV. var
skorinn upp við gyllinæð. Hann
var kominn aftur á fætur 11. jan-
úar næsta ár, og var bað meira
en læknarnir höfðu þorað að vona.
Hann borgaði lækninguna vel, —
skurðlæknarnir og aðstoðarmenn
þeirra og lyfsalinn, fengu óðul og
hallir. Eftir þetta varð bað tízka
að láta skera sig upp við gyllinæð
og ýmsir hirðmenn létu gera það,
þótt þeir hefðu aldrei fundið til
þess kvilla.
289 árum svifti Vatel, yfirmat-
sveinn Lúðvíks 14., sig lífi, vegna
þess að honum hafði láðst að út-
vega nægilega mikið af fiski í
veizlu, sem halda skyldi í Versöl-
um fyrir 300 gesti. Vatel taldi sig
ekki geta lifað eftir svona voða-
legt hneyksli, fór upp í herbergi
sitt og rak sverð í gegnum sig.
En rétt í sömu svifum kom st.ór
sending af fiski í eldhúsið. Þetta
athæfi Vatels þótti sýna svo mikla
samvizkusemi, að Vatel varð á-
trúnaðargoð matsveina og hefur
hann síðan verið kallaður Vatel
hinn mikli.
%LUÓ Jjuf ?
mmmmm ie
að grimmasti fiskur veraldar cr
brasilíski fiskurinn piranha?
Piranha-fiskurinn er mjög lítili
fiskur, en þegar kýrnar koma til
þess að fá sér að drekka, býtur
hann múlana af þeim með sínum
egghvössu tönnum. Ef reka skai
kýr yfir vatn, verður fyrst að
fórna einni kú. Hana rekur með
straumnum og hinir grimmu pir-
anahar ráðast þegar í stað á hana.
Á meðan er hægt að reka hiriar
kýrnar yfir vatnið. — Nú er í
ráði að útrýma piranha-fiskinum.
Það verður gert með því að strú
eitruðum plönturótum í vötnin.
Ræturnar eru óskaðlegar mönnum,
en ránsfiskurinn er sólginn í þær.
að samkvæmt. gömlum spádómum
átti öll olía jarðarinnar að vera
uppurin fyrir fimm árum.
Árið 1935 lýstu sérfræðingar því
opinberlega yfir,að olíulindir jarð-
arinnar þrytu á næstu tuttugu ár-
um. Þetta var um það leyti, sem
bíllinn var orðinn aðalleikfang
mannsins og þörfin aldrei meiri
fyrir hinn dýrmæta vökva. — Þaö^,
hefur komið í ljós, að olíulindir
heimsins eru miklu meiri en menn
hugðu, og þar að auki hafa nýj-
ar lindir fundizt í seinni t.íö. Enda
þótt við not.um nú olíu í ríkara
mæli en nokkru sinni fyrr, er
framleiðslan komin upp í eitt mili-
jarð tonn á ári.