Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 17

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 17
virðist hún hafa orðið sér úti um brenni- vín til þess að gefa honum. Að sönnu virðast brennivínsaðdrættir hafa verið allmiklir á Hólum, en þarfirnar voru miklar, og Guðrún hefur glöggt vitað, hvað Magnúsi Benediktssyni kom bezt. Hinn náni kunningsskapur Magnúsar og Guðrúnar lét sig ekki án vitnisburð- ar. Þetta sumar tók að sjá þykkt á Guð- rúnu, og furðaði þá ekki á því, sem til þekktu, enda sagði stúlkan þeim það sjálf, er hún ræddi við í trúnaði, að „hann“ ætti þungann. III. Fimmtudaginn 11. september 1704 kom Jón Hálfdánarson ríðandi að Úlfá á bleikum hesti, búnum reiðtygjum Magnúsar sjálfs. Hann átti erindi við Guðrúnu Jónsdóttur og kallaði hana á eintal. Fór hið bezta á með þeim, og virtist Guðrúnu Þykja gesturinn góður, því að hún gaf honum brennivín af hressingu þeirri, sem hún hafði viðað að sér handa húsbónda hans. Þegar hann hafði rekið erindi sín, steig hann á bak og kvaddi. Áður heyrði Þuríður húsfreyja á Úlfá þó, að hann spurði Guðrúnu: „Ætlar þú lengi að liggja hérna í dyr- unum?“ Engum þótti tiltökumál, þótt sendi- maður frá Hólum vildi vita skil á því. Síðan leið fram á föstudagskvöld, án þess að neitt bæri til tíðinda á Úlfá, er í frásögur væri fært. Það kvöld röbb- uðu þær dálítið saman, húsfreyja og Guðrún, bæði um jarðlífið og hina himn- esku von. Guðrún mælti: „Guð gefi mér eilíft líf. Guð gefi, að ég sé sátt og kvitt, fyrst við guð og svo alla menn, hvenær sem ég dey.“ Dálítillar jarðneskrar upplyftingar vænti hún sér samt, áður en kallið kæmi. Þegar gengið var til náða, bað hún húsfeyju að loka ekki bænum þessa nóttina. Úlfárfólk fór nærri um, hvað það merkti. Svo breiddi nóttin dökkan væng yfir byggðir Eyjafjarðar, og þeir, sem þreytt- ir voru eftir önn dagsins, sofnuðu skjótt. IV. Þegar heimilisfólkið á Úlfá vaknaði að morgni, var Guðrún horfin úr bæjar- dyrunum. Það var að sönnu ekki ný- lunda, en hitt þótti einkennilegra, að hún hafði skilið við hvílu sína í mestu óreiðu. Þegar hún hvarf brott um næt- ur, hafði hún jafnan gengið snyrtilega frá rúmfötum sínum. Það þótti því sýnt, að hún hefði brugðið sér frá mjög skyndilega og ætlað að koma fljótt aftur. Þorsteinn bóndi fór að svipast um eftir stúlkunni, þegar hún skilaði sér ekki sjálfkrafa. Um dagmálabilið riðu hjá garði menn í lambaleit, og gaf Þor- steinn sig á tal við þá og spurði eftir Guðrúnu. En þeir höfðu hvergi orðið hennar varir á sinni ferð. Um hádegisbilið þennan sama dag var Þorsteinn á gangi úti á túni. Sá hann þá flík liggja á vellinum utan við fjárhúsið. Hann tók flíkina upp og sá, myndskreyting: G UNNAR EYRDRSSDN að þetta var síðhempa þeirrar gerðar, er menn notuðu sér til skjóls, þegar þeir voru á ferðalagi í kalsaveðri. Undr- aðist Þorsteinn það nokkuð að hann skyldi finna þessa hempu þarna, því að kvöldið áður hafði hann verið þarna við annan mann að gera upp hey og varð þá ekki var við, að neitt lægi í nánd við fjárhúsið. Einsetukarl frá Geldingagerði, Bjarni Hallgrímsson að nafni, kom að Úlfá um daginn eða hitti Þorstein að máli 1 grennd við bæinn. Sagði hann karli frá hempunni og virðist þá hafa grunað, að Þorlákur í Litlu-Hólum ætti hana, því að Þorsteinn spurði einnig, hvort hann hefði rekizt á Guðrúnu eða hitt nokkurn að máli frá Litlu-Hólum eða bæjum þar í kring. Um kvöldið fór Bjarni að Litlu- Hólum og færði hempuna í tal við Þor- lák, er kannaðist við, að þetta gæti verið sín hempa. En Guðrún kom ekki í leitirnar. Á sunnudagsmorguninn kom Jón Pálsson í Leyningi að Úlfá. Riðu þeir saman nið- ur að Eyjafjarðará, ásamt Þuríði hús- freyju, sennilega á leið til kirkju á Hólum. Þegar þau voru komin niður á eyrarnar, sáu þau einhverja þúst fast við ána, og er þau nálguðust, urðu þau þess áskynja, að þetta var konulík: Þarna lá stúlkan horfna á grúfu með andlit, brjóst og hægri handlegg, sem krepptur var undir bringuna, niðri í vatni, en á þurru að öðru leyti. Hún var alklædd, en svunta hennar lá þar skammt frá á eyrinni og í öðrum stað potttunnu með brennivínslögg í. Þeim Þorsteini varð allhverft við þetta, þótt tvær grímur væru farnar að renna á fólkið á Úlfá, hvort Gunna myndi skila sér heil á húfi. Kölluðu þau til tveggja manna, Þorláks í Litlu-Hól- um og Ólafs Jónssonar í Leyningi, er voru á ferð þarna skammt undan. Fjær Framh. á bls. 29.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.