Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 15
kringlóttu borðunum. Mig minnir, að ég hafi ætlað að lesa efnafræði og hófst þegar handa. Éf man að hinztu geislar kvöldsólarinnar féllu inn um stóra gluggann og mynduðu ljóst, stærðfræði- legt form á gólfið. Það var fyrst, þegar ég var byrjaður á lexíunum eftir að hafa setið stundarkorn og horft á sólina, að ég tók eftir blekbyttunni. Án þess að hugsa um það hafði ég sett hana pent á borðið milli bókanna, reglustik- unnar og annarra hluta. Þér skiljið — ég hafði alls ekki ætlað mér að fara inn í bókasafnið, -—■ það var aðeins vegna leikæfingarinnar og af því að þeir þurftu ekki á mér að halda strax. Það var heimskulegt að ganga um og hafa ekkert fyrir stafni. Ég hugsaði mig um andartak. Ég hafði gerzt brotlegur við lög skólans, en ég var einn í bókasafninu og ég hafði ekki í hyggju að opna byttuna. Lindarpenn- inn minn var fullur. Hvað gerði þetta þá til? Ég held að ég hafi lesið efnafræðina í um það bil hálftíma, áður en sólin var hnigin til viðar og gólfið aftur orðið gullið og gljáandi. Þá uppgötvaði ég, að ég þurfti að hafa hraðann á. Þeir voru áreiðanlega byrjaðir á síðasta þættinum og ég fór að taka saman dót mitt. Ég vissi ekki hvað það var, sem ég hnaut um. Ef til vill var það borðlöpp- in, ef til vill stóllinn. Ég datt ekki, en allt dótið rann út úr höndunum á mér. Bækurnar mínar, blýantarnir, reglustik- an, — allt, sem ég hafði haft í töskunni minni. Ég sá það ekki allt saman. Ég mundi ekki geta sagt nákvæmlega hvað það var. Það eina, sem ég tók eftir var dökkblátt vatn, sem breiddi úr sér á gólfinu, — gólfinu okkar. Það var eins og ég dæi. Mér fannst hjarta mitt hafa hætt að slá af eintómri angist. Mig hafði aldrei grunað, að svona mik- ið blek gæti leynzt í einni blekbyttu. Ég var með dálítið af þerripappír, en hann var þegar orðinn gegnblautur og hel- blár. Ég notaði vasaklútinn minn og nokkrar arkir úr stílabók. Hendur mínar sögðu til um afbrot mitt. Ég mætti eng- um á leiðinni til salernisins við fata- geymsluna. Mér hugkvæmdist að taka rúlluhandklæðið af, rennvæta það undir vatnshananum og síðan þaut ég inn i bókasafnið og þurrkaði það af blekinu, sem ekki var þegar sigið niður í gólfið. Ég faldi handklæðið og stílabókarblöð- in í miðstöðvarherberginu. Innan úr salnum heyrði ég að Johnson kallaði, að þriðji þáttur væri hafinn. Ég sneri aft- ur til orsakar afbrots míns. Það var sigið inn í tréð og hafði mynd- að bláa og ljóta klessu á gljáandi yfir- borðið. Herfilegur dökkur blettur í allri þessari gullnu dýrð. Og af níu hundruð Frh. á bls. 31 ROBERT TIBBER bókasafnið, gengum við varlega og reyndum að gera okkur léttari. Svörtu leðurstígvélin okkar virtust svo gróf og ljót á þessum ljósa og gullna fleti. Þetta var parketgólf og það virtist mjög stórt og gljáandi í samanburði við ójafna gólfið, sem við höfðum áður trampað hugsunarlaust á. Við töluðum og glödd- umst yfir þessu og í nokkrar vikur höfð- um við nægilegt efni til þess að skrifa bréf heim. Síðan fengum við annað að hugsa um, stærðfræði, mannkynssögu og krik- kett, sem er mikilvægast af öllu. Það var þetta sumar, sem við áttum að leika við Lakeside. Við hugsuðum vart um annað en þessa keppni og sitt- hvað annað, sem strákar hafa áhuga á, og smátt og smátt gleymdum við nýja gólfinu í bókasafninu. Kannski fundum við til örlítillar gleði, þegar við opnuð- um stóru glerdyrnar, en annars var eins og gólfið hefði alltaf verið þarna. Þar til plaggið var hengt upp. Það minnti okkur stöðugt á gólfið. Þér höfð- uð samið það, undirskrifað það og fest því upp á dyrnar: „Blek má ekki undir neinum kringumstæðum hafa meðferðis í safnið.“ Ég sé enn þá fyrir mér undirskrifl yðar: „V. S. Heatherington". Hún fyllti heila línu á plagginu og við urðum allir hræddir, þegar við sáum hana. Ég hafði alls ekki hugsað út í neitt af þessu, þegar óhappið gerðist. Við vor- um að æfa leikrit, sem átti að færa upp á lokahátíðinni. Ég átti að segja fram tvær línur í lok síðasta þáttar. Þeir höfðu sagt, að þeir þyrftu ekki á mér að halda enn þá, svo að ég hugsaði með mér, að bezt væri að nota tímann_og líta í eitthvað af lexíunum. Ég var einn í þessum hluta skólans. Það voru reyndar engir í skólanum,, nema þeir, sem voru að æfa leikinn. Allir hinir voru farnir í te. Það var graf- kyrrt í húsinu. Ég bar skóladótið mitt inn í bókasafn- ið og lagði það allt saman á eitt af SMÁSAGA EFTIR FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.