Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 29

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 29
eyjarnar horfnar niður fyrir sjóndeild- arhring. Um kvöldið sat ég á barnum og hitti þar mann, sem ég kannaðist við. Hann var ekki forvitinn og spurði einskis um ferð mína, en sagði: „Fréttuð þér um slysið?“, „Hvaða slys?“ „Áætlunarbílinn! Hann fór út af veg- inum og veltist niður í sjó. Rúmlega tuttugu manns fórust.“ „Hvaða bíll?“ sagði ég. En ég þurfti ekki að bíða eftir svari. Ég vissi hvað hafði gerzt. Það kólnaði með kvöldinu og ég fór í frakkann. Ég stakk höndunum í vasann til að hann sæi ekki hve þær titruðu. — Þá greip ég um það .. . Ég fór upp þilfarið og þegar ég hafði gengið úr skugga um, að enginn sæi til mín, tók ég „það“ upp. Þetta var svolítil leirmynd af manni og ég vissi, að hún var af mér. Um háls hennar var hengd festi, nákvæm eftirlíking minnar, og litlu viðarkubbarnir voru allir útkrot- aðir. Og í gegnum brjóst þessa leirkarls var stungið nál.“ ÉG hitti Hardy aftur nokkrum dögum seinna. Hann hafði fengið stöðu á skrif- stofu í Mombasa og bjó á hótelinu. Við fengum okkur drykk saman og eftir nokkra stund spurði ég hann um festina, sem Zatte hafði gefið honum. „Eigið þér hana ennþá?“ spurði ég. „Já,“ svaraði hann hikandi, — og það leið svo langur tími áður en hann svar- aði, að ég hélt að hann vildi ekkert meira um þetta tala. „Jú,“ sagði hann. „Ég á hana ennþá. Ég lét gera við hana hér í Mombasa, hún er í öskju í herberginu mínu, ég hefi ekki sett hana á mig síðan ég fór frá eynni.“ „Mætti ég kannske fá að sjá hana?“ sagði ég. „Ég hefi áhuga á þess háttar gripum.“ „Já, auðvitað,“ svaraði ann. „Ég skal sækja hana.“ Hann kom aftur með festina og leir- karlinn eins og ég hafði beðið hann um. Nálin var enn í karlinum, stungið í lúartastað. „Trúðuð þér á þessa hluti meðan þér voruð á eyjunum?“ „Já, — meðan ég var þar, en ekki hérna. Hér eru þeir bara ...“ hann veif- aði hendinni óþolinmóður eins og hann vildi reka eitthvað burt. „Hér eru þeir — ekkert.“ Að svo mæltu tók hann festina og brá henni um háls sér, — ég athugaði leir- myndina. Ég gat ekki haft augun af henni. Hún var mjög frumstæð að allri gerð, merkin eftir fingurna, sem mót- uðu hana, sáust enn. Það var augljóst, að myndin var af Hardy. Enda þótt and- litið væri ómótað, þá var allur vöxtur- inn sláandi líkur. Og um hálsinn var festin, mjög nákvæm eftirlíking af hinni festinni, aðeins margfalt minni. Ég leit á Hardy til að bera þær saman. Hann sat hreyfingarlaus og horfði út á hafið. En þá sá ég, að augu hans voru lokuð. Þegar ég snart handlegg hans, féll hann fram yfir sig og lá máttlaus á gólfinu. Þegar ég reyndi að lyfta hon- um upp, hristi hann höfuðið, með tóm- látu vonleysi í svipnum, — ég hristi hann og kallaði til hans æstur í skapi. Hann svaraði aðeins með því að bera hendina upp að hálsinum, en hún féll strax máttlaus niður aftur. Ég var alltaf með leirkarlinn í höndunum. Mér fannst hann hreyfa sig í hendi mér og ég minnt- ist þess, sem Hardy hafði sagt mér um óveðursnóttina, er Zatte kom til hans og sagði: „Ef þú yfirgefur mig nokkurn tíma, mun ég deyja“, — og ég minntist þess, sem hún hafði bætt við. Mér fannst ég skilja allt núna. Ég þreif festina af hálsi Hardys og henti henni eins langt og ég gat út í myrkrið, vindur stóð af hafi og þeytti festinni eitthvað út í buskann. Hardy kom snöggvast til meðvitund- ar. Hann opnaði augun og leit á mig. Varir hans bærðust eins og hann væri að reyna að segja mér eitthvað, en hann gat ekkert sagt, hné saman, augun stirðnuðu og — hann var dáinn. Hjartaslag, — sagði læknirinn. Og ætti ég að efast um það, að hann hefði rétt fyrir sér, — eða . .. Fallegri hendur - Framh. af bls. 23. í nál. 5 mínútur. Notið uppþvottabursta með löngu skafti, svo að hendurnar þurfi sem minnst að koma í snertingu við uppþvottavatnið. Einnig er gott að nota gúmmíhanzka, þó ekki of mik- ið, og alls ekki sé verið með húðkvilla, nema læknir gefi samþykki sitt. Stökkar neglur. Mörgum konum er mikill ami að stökkum nöglum, þær brotna upp við kviku fyrirvaralaust. Styrkja má negl- urnar með Því að baða þær 5—7 mín. í volgri salatolíu, áður en háttað er. Sé um kalkskort að ræða, má bæta úr honum með réttu mataræði, mjólk, ostur, skyr og/eða kartöflur, auk lýsis eða D-fjörefnis. Verði þér fyrir því óláni, að nögl brotni þegar verst lætur, má lagfæra hana til bráðabirgða með því að líma hana saman með glæru límbandi og lakka svo yfir. Ágætt er að nota mörg, þunn lög af naglalakki, en þess skal gætt, að hvert lag sé þurrt, áður en það næsta er borið á. Rennið þumal- fingrinum eftir naglarröndinni; það varnar því að lakkið flagni. Notið ætíð naglalakkseyði með olíu og skiptið um lakk vikulega. Notið aldrei litað naglalakk, ef þér hafið ekki tíma til að halda því gallalausu. Sverfið helzt neglurnar með sand- pappírsþjöl, síður málmþjöl, en klipp- ið þær ekki. Sverfið ætíð frá nöglinni. Harmleikurinn - Framh. af bls. 17. sést til fleira fólks, og varð að ráði, að þeir Þorsteinn og Ólafur riðu í veg fyrir það, því að einhvern veginn var eins og fólkið fyndi á sér, að tryggast væri, að sem flestir væru vitni að þvi, með hvaða ummerkjum líkið fannst. Bættust brátt fimm í hópinn, er stóð agndofa um- hverfis líkið — Jón bóndi Helgason í Hólsgerði og Helga Björnsdóttir, kona hans, Jón Jónsson á Halldórsstöðum og feðgar frá Tjörnum, Árni Einarsson og Bjarni, sonur hans. Loks var lík Guðrúnar tekið upp. — Veitti fólkið því athygli, að ekki rann neitt vatn úr vitum þess, og öll voru fötin blaut. Skórnir voru líka traðkaðii' niður af hælunum, en sátu fastir á tán- um. Andlitið var rautt og þrútið og aug- un lukt. Eftir nokkur umsvif var líkið borið heim að Hólum og látið þar í kirkju. Fimm bændur og tvær vinnukonur frá Hólum drógu af því flíkurnar, og veitti þetta fólk því athygli, að hálsinn var þrútinn. Það hugði þó, að þrotinn gæti verið því að kenna, hve skyrtan var þröng. Ekki sá neitt á líkinu umfram það, er nú hefur verið nefnt. Það varð að ráði, að sóknarprestur- inn, séra Þorsteinn Ólafsson, jarðaði stúlkuna þá þegar, svo að sem minnst umstang og fyrirhöfn hlytizt af hinum óvænta dauða hennar. Vinnukonan frá Hólum, Sigríður Einarsdóttir, saumaði að líkinu, áður en því var sökkt í gröf- ina. Þeirrar varúðar gætti séra Þorsteinn þó,að hann lét fjóra af bændunum hand- sala sér munnlega vitnisburð þess efnis, að þeir teldu, að stúlkan hefði ekki sjálf- viljug fargað sér, heldur dáið hastar- lega að öðrum hætti. Meira var ekki gert að sinni. En ekki hefur messufólkið skort umræðuefni, þegar það kom heim frá kirkjunni. * BRUÐKAUPSFERÐ. Lestarvörðurinn gekk milli klef- anna til að klippa farmiða farþeg- anna og rak þá augun í gamlan mann, sem lá í hnipri undir einum bekknum. — Góði lestarvörður, kjökraði gamli maðurinn, ég skal vera graf- kyrr og ekki ónáða nokkurn mann. Ég er fátækur, og nú ætlar hún dótt- ir mín að gifta sig og ég er að fara i brúðkaupið. Lestarvörðurinn var góðmenni, yppti öxlum og lét þetta gott heita. En undir næsta bekk sá hann aðra mannpísl i felum. — Hvað er nú þetta? Eruð þér líka að fara i brúðkaup dóttur yðar? spurði lestarvörðurinn. — Nei, tisti maðurinn. — Ég er brúðguminn! FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.