Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 10

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 10
„Ef t>ú yfirgefur mig, dey ég" sagði hún, en bætti síðan við: „Og þá deyrð þú líka" SMÁSAGA EFTIR DARREL BATES Lestin lagði af stað frá Sevenoaks á venjulegum tíma, þennan fimmtudags- morgun í nóvember. Sama fólkið sat bak við rykugar rúðurnar og venjulega. Sömu blöðunum var flett og venjulega: Mail, Express, Mirror, Sketch. Sömu hendurnar og venjulega flettu þeim, brutu þau saman og lásu allt, sem þar var að lesa, kauphallarfréttirnar, í- þróttirnar og skoðuðu teiknimyndirnar. Hardy sat, eins og venjulega, klemmd- ur á miðjum bekk. Hann var ekki sú manntegund, sem hefur þrek í sér til þess að troðast á betra sæti. Hann sat alla leiðina með blaðið sitt samanbrotið í höndunum og starði fram fyrir sig án þess að sjá nokkum hlut, ekki einu sinni þann, sem sat beint á móti honum. Hardy var hógvær og rólyndur maður og dálítið feiminn. Hann var farinn að grána við gagnaugun, mótlæti og von- brigði höfðu valdið mörgum, djúpum hrukkum á hinum háa og kræklótta líkama hans. Augu hans voru stór og grá, og magrar hendurnar voru sterklegar en órólegar. Hann var 39 ára. Á hverjum morgni fór hann til Lon- don með sömu lestinni, — á hverjum degi lá dagblaðið hans samanbrotið á hnjám hans, á hverjum degi starði hann á sama fólkið án þess að sjá það, allt yar eins og venjulega þennan ákveðna fimmtudagsmorgun í nóvember, — allt með einni undantekningu! Enginn annar hafði minnsta grun um, hver þessi undateking var, — nema Hardy, — og svo auðvitað skrifstofu- maðurinn hjá skipafélaginu, sem hafði tekið peningana hans og látið hann hafa farmiðann í staðinn. Þegar pósturinn afhenti bréfið heima hjá honum um kvöldið, var skipið kom- ið langt niður eftir Tames, og kona Hardys varð að lesa bréfið hvað eftir annað, áður en henni varð ljóst, að hann var farinn og mundi aldrei koma aftur. Ég sá Hardy fyrst á barnum á hóteli skammt frá Mombasa. Ég sat þar á há- um stól, með eldlausa sígarettu og hugs- aði eiginlega ekki neitt sérstakt. Hann rétti mér eldspýtu, og við fórum að rabba saman. Ósköp venjuleg spurning, — ákaflega óvenjulegt svar. „Já,“ sagði hann, „ég hefi reyndar komið hér áður.“ Það leið löng stund áður en hann bætti við: „Það eru tvö ár síðan, en mér finnst það vera tuttugu ár.“ Hann hikaði um hríð, en hélt svo áfram: )rÉg kom hingað með skipi frá Englandi og ætlaði að komast héðan til Seychelle-eyjanna. Kannist þér við þær?“ „Ég strauk eiginlega að heiman,“ sagði hann án nokkurra svipbreytinga. Ég tók eftir, að hann sagði oft „eigin- lega“, ekki til þess að vera trúverðugri, heldur miklu frekar til þess, að draga úr hinni óvenjulegu frásögn sinni, — þetta var eins konar hógværð. Hann minntist ekki á af hverju hann stakk af að heiman eða frá hverju, ég vissi ekkert um það fyrr en löngu síðar. Hann hafði komizt til Seychelle-eyj- anna, en til að byrja með leið honum ekki alltof vel á þessari paradís á jörðu. Málsháttur þar á eyjunum er á þessa leið: „10 fiskar kosta penny, en 10 kon- ur kosta einn fisk.“ En smám saman fór hann að kunna við sig. Hann leigði sér strákofa með tveim herbergjum og innfædd kona gerði hreint fyrir hann og eldaði matinn. Hann klæddist bláum bómullarbuxum, hafði á höfðinu geysimikinn stráhatt en að öðru leyti var hann fáklæddur, — hið eina, sem minnti á hans fyrra líf var ritvélin. „Sjáðu til,“ sagði hann. „Fyrir nokkr- um árum byrjaði ég að skrifa sögur í barnablöð. Slíkar skriftir virtust liggja vel fyrir mér. Það, sem ég vann mér inn á þennan hátt, setti ég á sérstakan reikn- ing. Ég veit eiginlega ekki, hvernig mér datt það í hug, eða hvers vegna ég sagði konu minni ekkert frá þessu. Fyrir þessa peninga keypti ég mér farmiða og stakk af.“ „Stakk af?“ spurði ég. „Já, með 8.20 lestinni, — burt frá tómleika hversdagsins." Hann vandist á að skrifa á morgn- ana af því, að seinni part dagsins varð alltof heitt. Þá fór hann á veiðar, synti í sjónum, blundaði í sólinni eða rabb- aði við nágrannana. Sögurnar, sem hann skrifaði, sendi hann gegnum bank- ann í Mombasa til útgefanda síns í Lon- don. Hann hafði vandlega þurrkað út öll spor, sem rekja mætti til hans, og enginn af nágrönnum hans lét sér til hugar koma að segja til hans. Á kvöldin baðaði hann sig, jafnan á sama stað. Kofinn hann var á kletta- snös við sjóinn, þar beint fyrir framan var vík, sem ekki sást frá veginum. Þangað kom aldrei nokkur maður, — hann hafði aldrei séð fótspor þar síðan hann kom til eyjarinnar. „Eitt kvöld lá ég í sandinum,“ sagði hann. „Ég hafði verið lengi á sundi og var þreyttur. Þótt ég væri með lokuð augun og heyrði ekki annað en sog öld- unnar og þytinn í pálmagreinunum, fann ég allt í einu, að ég var ekki einn, — mér kólnaði skyndilega eins og skuggi hefði lagzt yfir mig. . . Ég opnaði aug- un. Örskammt frá mér, — við pálma- tréð, sá ég fjórar tær. Þaðan, sem ég var, sást ekki annað. Ég bærði ekki á mér og hafði ekki augun af tánum. Það leit eiginlega ekki út fyrir, að það vant- aði tá, en þær voru aðeins fjórar.“ Þegar hann hreyfði sig, stóð stúlkan á fætur og ætlaði að fara, en er hann 10 FÁLKiNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.