Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 26

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 26
Framhaldssaga eftir Patricia Fenwick STJÖRNUHRAP DÁSAMLEGUR DAGUR. Eftir hádegisverðinn fóru þau aftur til Lissabon og gengu þar um göturnar. Brian gerði sitt ítrasta til þess að skemmta henni. Hún hlustað á allt, sem hann sagði um staðina, sem þau sáu, en furðaði sig á hve mikið hann vissi, hafandi aðeins verið þarna einu sinni áður. — Hvenig farið þér að vita þetta allt, Brian? spurði hún. — Hafið þér lært leiðsögubókina utan að? — Ég hef gluggað i hana, játaði hann. — Mér þótti vissara að vera við þvi búinn að geta fylgt yður um borgina. — En ég sagði yður, að Hugh ætlaði með mér í land. —- Ég vissi það, en .... mér hefur alltaf þótt vissara að hafa baðið fyrir neðan mig, sagði hann og flýtti sér svo að bæta við, eins og hann hefði sagt of mikið: — Hvað viljið þér gera næst? Hún horfði á röðina af búðargluggum, fullum af alls- konar varningi, sem henni þótti nýstárlegur. — Mig langar til að skoða búðargluggana um stund, sagði hún. —• Ef yður leiðist það ekki mjög mikið. — Mér leiðist aldrei með yður, sagði hann. — Ef þér þurfið eitthvað til heimilisins, veit ég af ágætri verzlun hérna skammt frá. Það eru aðallega vörur frá Mad- eira þar. — Dásamleg handavinna er þetta! hrópaði Irena. Hún stóð við lítinn búðarglugga og var hugfangin af dúkun- um, sem hún sá. Og allt í einu langaði hana til að kaupa eitthvað í búið. Hún benti á dúk og sagði: — Þennan vil ég kaupa! Viljið þér koma með mér inn og hjálpa mér til að gera mig skiljanlega? — Ég skal vera túlkur yðar, sagði hann, en hún hristi höfuðið. — Nei, ég verð að læra málið sjálf. Hún leitaði í töskunni sinni og tók upp lítið kver. — Brytinn á skip- inu lánaði mér þetta orðakver, og mig langar til að reyna að bjarga mér sjálf. Brian gægðist yfir öxlina á henni meðan hún var að blaða í kverinu og finna setningarnar, sem hún þurfti að nota. — Hve mikið kostar hann? Quanto custa .... Hún þagnaði þykkjufull, þegar Brian fór að hlæja. — Ekki að segja það svona. ,,Qua“ er borið fram sem ,,kwa“ og „Custa“ hér um bil eins og „kostar". Reynið þér aftur. Þarna við búðargluggann varð fyrsta kennslustundin hennar í portúgölsku, og hún hirti ekki um þó þeir sem fram hjá gengu góndu á hana. Hún endurtók setning- arnar eftir Brian þangað til hann taldi þær skiljanlegar og lét hana fara inn I búðina. Eftir fyrstu spurninguna kom óstöðvandi orðaflaumur upp úr afgreiðslustúlkunni og hún breiddi fjölda af dúkum á búðardiskinn. Brian varð að hjálpa henni, og flýtti það mikið fyrir, og Irena keypti dúkinn, sem hún hafði séð i glugganum. Hún var hróðug, þegar hún fór út úr búðinni með bögguul- inn undir hendinni. Þetta var það fyrsta, sem hún hafði FORSAGA: Irena er ung, munaðarlaus stúlka og býr í London. Hún rœðst sem einkaritari hjá Hugh Congreve, sem hefur aðalbœkistöð sína í Rio, en þarf að dvelja um Þriggja mánaða skeáð í London. Hún verð- ur hrifin af Hugh og hann biður hana að koma með sér til Rio, sem eiginkonu sína. Þau gifta sig með leynd daginn sem þau leggja af stað sjóleiðis til Rio. Á skipinu hitta þau vini Hughs, Valerie og Bill Wilson, og virðist gifting Hughs koma mjög flatt upp á þau, en þau eru mjög vingjarnleg við Irenu. Irana kynnist einnig ungum manni, Brian Fairburn, sem henni fellur mjög vel við. 26 keypt handa nýja heimilinu, og hún hlakkaði til að sýna Hugh dúkinn. — Það fer að verða mál að komast um borð, sagði Brian. Dúkskaupin höfðu tekið lengri tíma en áætlað var. — Já, við skulum fara, sagði hún og bætti við: — Þetta hefur verið dásamlegur dagur, Brian, og ég hef haft ánægju af hverri mínútu, en samt er nú ekki vert að verða strandaglópur. Það létti yfir honum, er hann sá hve hrifin hún vra. — Jæja, hafið þér haft dálítið gaman af þessu? Ég vildi óska að við hefðum getað verið hérna lengur. Það er svo margt hérna, sem ég hefði haft gaman af að sýna yður. Hann hélt áfram að tala um margt, sem vert væri að sjá í Lissabon, en hana langaði ekki að sjá meira. Hún þráði að komast til Hugh aftur og segja honum frá ferð- inni í land — segja honum hve mikið hún hefði saknað hans allan tímann, og að það eina, sem vaknaði, hefði verið það, að Hugh hefði verið með henni, en ekki Brian. Þegar þau voru komin um borð aftur þakkaði hún Brian fyrir samfylgdina og bætti við hlæjandi: — Þegar við komum heim verðið þér að borða miðdegisverð hjá okkur og vígja dúkinn. — Það langar mig, sagði hann. Þetta var viðfeldinn maður, hugsaði hún með sér á leiðinni niður i klefann. Þegar hann gleymdi að vera feiminn var hann viðfelldinn og skemmtilegur. Hugh var í klefanum og hún gleymdi öllu öðru, þegar hún sá andlitið á honum. Hann var þreytulegur og áhyggjufullur, og hún minntist þess allt í einu, að hann hafði átt erfiðan og leiðinlegan dag við að rýna í skýrsl- ur, meðan hún var að skemmta sér í sólskininu i Estoril. — Halló, elskan mín, sagði hún. — Þú hefur sjálfsagt átt leiðinlegan dag i dag. Hann leit á hana og virtist forviða. — Leiðinlegan? Nei, alls ekki, sagði hann önugur. — Þvert á móti. Við gátum komið miklu verki af. Rodrigues er bezti maður, og mér þótti vænt um að fá tækifæri til að ræða málin við hann. Áður en hún gat sagt nokkuð bætti hann við, rólega: — Ég var í þann veginn að fara upp til að tala við Bill. Við sjáumst í miðdegisverðinum! Og svo var hann farinn. EINS OG ÓKUNNUR MAÐUR . . . Irena stóð lengi og horfði á lokaða hurðina. Hugh hafði ekki þótt neitt vænt um að sjá hana. Hann hafði ekki spurt hana hvernig henni hefði gengið i ferðinni. Það var auðséð, að hann gilti alveg einu að hann hafði ekki haft ástæðu til að fara með henni, eins og ráðgert hafði verið. Hann gat alveg eins verið einhver gerókunnugur maður, sem engan veg og vanda hafði af henni. Var hann ergilegur út af því, að hún hafði farið í land án hans? Út af því að hún hafði tekið boði Brians? Það komu rauðir blettir í kinnar henni við þessa tilhugsun. Ilafði hann ætlazt til að hún kúrði um borð í allan dag og biði þolinmóð þangað til honum þóknaðist að muna eftir að hún væri til — ætlaðist hann til að hún hætti við þessa ferð, sem hún hafði hlakkað svo mikið til, úr því að hann gat ekki farið með henni? — Hann nennti ekki að fara með mér, sagði hún upphátt við sjálfa sig. — Ef hann hefði langað til að fara með mér, hefði hann haft einhver ráð með að losna einn—tvo klukkutíma. En hann nennti þvi ekki. Það var hryggilegt að hugsa til þess, og nú byggði sorgin reiðinni út. Hún fleygði bögglinum ofan i skúffu án þess að opna hann. Dagurinn var eyðilagður. Hvað gat hafa komið fyrir, úr þvi að Hugh var orðinn svona breyttur? Hvers vegna var hann svona? Því betur sem hún hugsaði um þetta því sannfærðari varð hún um að breytingin hefði byrjað á því augnabliki, sem hann sá Valerie og Bill um borð —• þá hafði hann komizt í annað andrúmsloft, sem Irena þekkti ekki. Þetta er fráleit vitleysa, hugsaði hún með sér meðan hún var að skipta um kjól. En þó — Hugh haföi breyzt, og hún hafði ekki hugmynd um ástæðuna til þess. Hún var að farða andlitið er drepið vra á dyrnar. — Kom inn! sagði Irena og Valerie kom inn í klefann. — Karlarnir okkar hafa steingleymt okkur, sagði hún glettnislega. — Mig langaði til að sjá þig. Var gaman í landi? FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.