Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 34

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 34
— Nú veiztu þá um tilfinningar mínar, Kata, sagði hann. Hún kinkaði kolli. — Vertu sæll, Bern. Hún flýtti sér svo mikið írá hon- um, að það var líkast því að hún væri að flýja. Og hana langaði til að flýja — hún vildi vera ein. Það var svo margt, sem hún þurfti að hugsa um. Nú var hún viss um að Frank væri á lífi, og það var dásam- legt — svo dásamlegt að það lá við að hún dansaði um sjúkrahúsgarðinn. En það var svo margt, sem hún ekki vissi. Hvernig og hvers vegna hafði hann horfið? Hafði hann gert það sjálfviljugur? Mundi hann hafa gert það án þess að láta sir Alex- ander vita? Sir Alexander, sem taldi hann vera einn af duglegustu og hollustu mönnum öryggislögreglunn- ar. Það var ótrúlegt að Frank gerði slíkt án þess að láta sir Alexander vita. Og ef sir Alexander hefði vitað eitthvað, mundi hann hafa sagt henni það áður en hún fór. Og nú ráku áhyggjurnar gleðina á burt. Ef Frank var lifandi — og það þóttist hún viss um — var hann kannske í stórhættuog þurfti á hjálp að halda. En hvernig gat hún hjálpað honum — þegar hún vissi ekki meira? Hvað gat hún gert? Helga vissi eitt- hvað, miklu meira en hún vildi segja. En hvernig gat hún fengið út úr Helgu það sem hún vissi, allra sízt núna, er hún var veik, og auk þess hrædd við eitthvað? Kata gekk framhjá tennisbrautun- um og stóra gistihúsinu. Og svo þvert yfir aðalgötuna og beygði nið- ur í hliðargötuna að Dennisonshús- inu. Opni Jaguarbíllinn hans Adrians stóð fyrir utan hliðið. Hún staðnæmd- ist snögglega. Adrian var þama. Til að hitta Fredu? Það hlaut að vera ástæðan, því að á þessum tíma dags var Dodney jafnan á flugvellinum, og báðar stúlkumar voru farnar í dag. Var hugsanlegt að Freda og Adrian hefðu stefnumót á laun? Þau gerðu vitanlega ráð fyrir að Kata væri í skrifstoíunni. Kata hugsaði sig um augnablik, svo gekk hún hiklaust upp dyraþrep- in. Hún hafði enga ástæðu til að vera nærgætin gagnvart Adrian og Fredu. Hún átti bágt með að þola þá til- hugsun, að eitthvað væri milli þeirra, en hún var staðráðin 1 að komast að hvað þau vissu um Frank, þó að hún stofnaði lífi sinu I voða með því. Hún gekk inn í anddyrið, læddist og gægðist inn um hálfopnar dyrnar að dagstofunni. Hún hrökk við. Adri- an stóð hálfboginn við skrifborð Fredu úti í horninu. Hann hafði dregið út sumar skúffurnar og var að gramsa i skjölunum, sem þar voru. — Hvað ertu að gera, Adrian? spurði hún hvasst. Hann leit snöggt við, en virtist ekkert skömmustulegur. — Halló, Kata! Nú stóðstu mig að óleyfilegu athæfi! sagði hann og brosti. Henni þótti þetta kynlegt. — Já, hvaða erindi átt þú eiginlega í skrif- borð frú Dennison? spurði hún. — Ég er að leita að leyniskjölum — kannske ástarbréfum — kannske er ég afbrýðisamur gagnvart Fredu og gruna hana um að fá ástarbréf frá öðrum aðdáanda. Það ætti að vera auðskilið mál, finnst þér það ekki? Hann brosti og það var glampi í augunum. — Og ef ég segi frú Dennison að þú hafir verið að gramsa í skrif- borðsskúffunum hennar? Hann kinkaði kolli hugsandi og hnyklaði brúnirnar. — Ja, það væri vitanlega ekki heppilegt. En ég mundi geta fundið einhverja nýtilega skýringu. Og lík- lega mundi hún trúa því, sem ég segði. Ástfangnar konur trúa oftast- nær því, sem maður segir þeim. Hún vissi að hann var að gantast að henni, en orðin hittu samt við- kvæman blett á henni. — Þú heldur að þú kunnir tökin á kvenfólkinu, Adrian. Og þú heldur auðsjáanlega, að þú sért ómótstæði- legur! — Geri ég það? Magurt andlitiö varð allt í einu alvarlegt. — Nei, það held ég ekki. Ég var bara að erta þig, Kata. Hér fyrr meir erti ég þig tals- vert oft, en þú styggðist aldrei við það. Manstu það ekki? Hún mundi það vei. En henni fannst hundrað ár siðan þau hjálp- uðust að því að breyta kránni í Surr- ey í mannabústað. Þá gerðu þau oft að gamni sínu og hlógu og ertu hvert annað, öll þrjú. Hún og Frank og Adrian. — Þú hefur ekki sagt mér enn hvað þú ert að vilja í skrifborðs- skúffu Fredu, sagði hún kuldalega. -— Og hvað þú ætlar að segja, ef ég segi henni frá að ég hafi komið að þér. — Þú segir henni það ekki, sagði hann. — Þú ert ekki sérlega hrifin af Fredu, held ég. Kannske ertu af- brýðisöm gagnvart henni? Hann leit til hennar og ertnin skein úr augun- um og hann brosti. Kata sagði gröm: — Vertu ekki að gera þig að athlægi, Adrian. Hvers vegna ætti ég að vera afbrýðisöm. — Nei, hvers vegna ættir þú að vera afbrýðisöm? sagði hann ertandi. — En hvernig stendur á að þú ert heima á þessum tíma dags? — Bern fannst ég hefði þörf á hvíld eftir það sem skeði í nótt. — Hvað skeði í nótt? Ég var ekki heima — ég var í Adelaide í erind- um fyrir Rod. (Framh.) HriAtjáh (juílauqAAcw hæstaréttarlögmaður. Hafnarstræti 11. — Sími 13400. Reykjavík. NEO tip hafa öðlast miklar vinsældir hjá dömum sem hafa reynt þau. Þau leyfa óþvingaðar hreyfingar, eru fyrirferðar- lítil og þola steypiböð. — Einnig hafa hentugar um- búðir orðið vinsælar i með- ferð. 3 NEO SKILAR HVITASTA ÞVOTTI I HEIMI X-OMO 1Þ0/EN-244S 34 FÁLKLNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.