Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 4
VDK-FÚAVERJANDI LÖGUR
Grænn — Dökkbrúnn.
1 lítra, 2 lítra, 3 lítra brúsar.
Heildsölubirgðir:
fyrir hendumar:
það er gott að bera NIVEA-smyrsl á hendurnar
að loknum þvotti eða uppþvotti, en þó er enn
betra að nota þau áður en verkið er hafið. það
er þyðingarmest að veita höndunum vernd gegn
sápu og þvottaefni. Með því móti verða þær jafnan
fallegar. þá má með sanni segja:
PIPAR
„Ég hef rekið mig á það
hvað eftir annað, þegar ég
hef svipazt um í þessari
blessuðu veröld,“ sagði Errol
Flynn eitt sinn í blaðavið-
tali, „að það er reginmunur
á viðhorfi karls og konu til
þess mikilvæga kapítula i
lífssögunni, sem heitir hjóna-
band. Sérhver kona er á-
hyggjufull út af framtíðinni,
þar til hún hefur náð sér í mann, og ef hún
skilur við hann, endurtekur þetta sig. En
karlmaður hefur ekki minnstu áhyggjur af
framtíðinni, fyrr en hann hefur eignazt konu.“
Judy Garland, sem ekki
hefur leikið í kvikmyndum
um fimm ára skeið, hefur
nú í hyggju að gera kvik-
mynd um eigin ævi. Dóttir
hennar, Liza, á að leika hina
ungu Judy, en Judy leikur
sjálfa sig sem fullvaxta. Það
er aðeins einn hængur á þess-
ari ráðagerð. Til þess að geta
leikið aftur, þarf Judy Gar-
land að megra sig meira en hollt er fyrir
heilbrigði einnar manneskju.
Gárungarnir í París eru
farnir að gera gys að de
Gaulle vegna þess, að hann
hefur fitnað í seinni tíð og
er kominn með myndarlega
ístru. Blöðin hafa í gaman-
dálkum sínum gert góðlát-
legt grín að þessu, en eitt
blaðanna gekk feti lengra:
Þaðsagðisthafa hleraðáskot-
spónum, að forsetinn fengi
fötin sín saumuð hjá einum af þessum fyrir-
tækjum, sem framleiða föt fyrir verðandi
mæður!
Þegar þetta er ritað, hefur
fyrsta kvikmynd Rodgers
Vadims með Annette Ströy-
berg, enn ekki verið leyfð
til útflutnings af frönskum
stjórnarvöldum. Myndin
nefnist „Hættuleg sambönd
1960“, og var frumsýnd þeg-
ar á síðastliðnu ári. Vonandi
verða ekki sömu erfiðleik-
arnir með aðra kvikmynd
Vadims, þar sem hin fagra og umtalaða
kona hans leikur aðalhlutverk. Töku henn-
ar er nú lokið. Hún heitir á frönsku „Et
mourier de plaisir“ (Og dey úr gleði). Va-
dim hefur sjálfur gert handritið, sem byggt
er á sögu eftir Sheridan le Fanu.