Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 11
kallaði til hennar, sneri hún sér að hon
um.
Hún var hávaxnari en flestar konur
á eynni. Kjóllinn hennar var hvítur,
óhreinn og rifinn. Flestar aðrar stúlkur
þarna voru svartar eða brúnar, margar
súkkulaðibrúnar, en þessi var ljós á
hörund og freknótt.
„Hver ert þú?“ spurði hann.
„Ég heiti Zatte,“ svaraði hún dræmt,
næstum ókurteislega, — en þegar hann
brosti til hennar, brosti hún á móti. . .
„Þaðan í frá,“ sagði Hardy, „kom hún
svo til mín á hverju kvöldi. Hún var
synd eins og selur, en það var óvenju-
legt um stúlkur þarna. Við syntum við
ströndina og lágum síðan í volgum sand-
inum. Hún var hvorki læs né skrifandi,
en eins og margt frumstætt fólk talaði
hún mikið og hiklaust.
Einu sinni spurði hann hana, hvar
hún ætti heima.
„Þarna upp frá,“ svaraði hún og benti
til fjalla. Hann vissi ekki, að þar byggi
nokkur maður.
„Það búa þar heldur engir,“ sagði hún,
„bara við.“
„Við?“ sagði hann.
„Já, pabbi og ég.“
„Hvað heitir faðir þinn?“
„Bagot.“ Rödd hennar var undarlega
hljómlaus, er hún sagði þetta. Hún
starði á hann, en þegar henni varð ljóst,
að nafnið sagði honum ekki neitt, bætti
hún við.
„Hann er gamall maður.“
Hardy þagnaði skyndilega og það leið
löng stund áður en hann hélt sögu sinni
áfram. „Dag nokkurn spurði ég ráðs-
konuna mína, hver Bagot væri. Hún
starði á mig ofsahrædd. „Þann mann
máttu aldrei minnast á,“ sagði hún hik-
andi. „Þú mátt aldrei nefna nafn hans,
aldrei, aldrei aldrei!“
Hún var venjulega stillt og skynsöm
kona, ég hafði aldrei vitað hana verða
svona vanstillta áður. Ég vildi ekki gera
hana hrædda og minntist aldrei á þetta
framar. En seinna spurðist ég fyrir um
Bagot niðri í þorpinu og komst að því,
að hann væri ,,gris-gris“, en það er varla
Þýðanlegt nema með öðru dularfullu
orði, „voodoo“, ■—- það þýðir einhvers
konar svartagaldur.
Enginn þeirra, sem ég ræddi um þetta
við, — og lét sig engu skipta um hör-
undslit eða menntun, — vildi tala um
þetta. Þeir vöruðust að minnast á hann
og kölluðu hann „manninn þarna uppi“
og bentu til fjalla,
ÞAÐ var orðið áliðið og við sátum á
svölunum með glös okkar. Rétt hjá voru
nokkrir kókóspálmar, og öldurnar
sleiktu ströndina, þúsund mílum hand-
an þessa hafs var eyjan hans Hardys.
Hann var óframfærinn og talaði hægt.
Hann var mjög feiminn, er hann ræddi
um þessa stúlku og samband sitt við
hana. Hann leit ekki á mig er hann tók
aftur til máls, — augun hvörfluðu frá
trjánum til hafsins, — frá hafinu til
trjánna.
„Á endanum kynntist ég henni mjög
vel,“ sagði hann, „en hún kom aldrei
í kofann minn, og ég gat ekki fengið
hana til þess að vera hjá mér á strönd-
inni eftir að fór að dimma. Hún vildi
ekki segja mér ástæðuna — en einu sinni
spurði hún mig, hve lengi ég ætlaði að
vera á eynni.
„Ég veit ekki,“ svaraði ég. „Kannski
alltaf.“
Þá stóð hún upp, setti á sig stóra hatt-
inn, sem hún sífellt var með en setti
sjaldan upp, og sagði alvarleg í bragði:
„Þegar þú hefur ákveðið að vera, þá
kemur þú til mín. Ég bíð eftir þér.“
Hún lagði af stað upp stíginn, og ég
bærði ekki á mér. Er hún hafði skammt
farið, sneri hún sér við og sagði: „Ég'
held ég þurfi ekki að bíða lengi.“
„Hvernig var hún í hátt?“ spurði ég,
— ég vildi gera mér einhverja hugmynd
um hana, þessa undarlegu veru.
„Var hún falleg?“
„Ég veit það ekki,“ svaraði Hardy.
Hann leit enn ekki á mig. Mínútur liðu
áður en hann hélt áfram. „Hún var eins
og köttur, sem ég átti, þegar ég var lítill.
Þér vitið, hvernig kettir eru, — mjúkir,
stroknir, liðugir og léttir. En þrátt fyrir
Frh. á bls. 28
FÁLKINN 11