Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 19

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 19
kjólinn á fætur öðrum ofan í ferðatösku. — Þú ætlar auðvitað að leggja stund á blaðamennsku í París? — Já, í og með. Ég fer nú ekki bein- línis til þess að læra blaðamennsku ein- göngu, heldur jafnframt til þess að læra málið og kynna mér franskar bók- menntir. — Hafðirðu lengi ætlað þér að verða blaðakona? — Neinei. Ég datt eiginlega í þetta fyrir hálfgerða tilviljun. Það má segja, að það hafi verið skyndihugmynd, sem var framkvæmd á stundinni. Ég vissi í rauninni lítið hvað ég var að fara út í og ég vildi benda öllu ungu fólki, sem hefur hug á blaðamennsku, á, að það þarf ótæmandi starfsþrek og óbilandi áhuga til þess að koma að gagni í starf- inu. Og það er allt annað að skrifa í blöð eða skrifa frá eigin brjósti. Maður getur ekki alltaf skrifað um það, sem maður hefur áhuga á sjálfur. Erfiðleik- arnir eru óteljandi: Fólk er hrætt við mann og þorir ekkert að segja, eða þá að það segir eitthvað, en segist ekki hafa sagt það, þegar það les yfir handritið, eða segist nú kannski hafa sagt það, en ekki ætlazt til að það kæmi fram í við- talinu. — En starfið hefur þó sínar góðu hlið- ar? — Já, mikil ósköp. Blaðamenn kynn- ast mörgu og öðlast dýrmæta reynslu, en það er engan veginn hægt að segja, að þeir eigi náðuga daga. — Hefurðu komið áður til Parísar? — Já, ég dvaldist þar mánaðartíma fyrir einu ári. Það er margt að sjá i París og margt hægt að fara og það er einhver undarleg og ólýsanleg rómantík yfir borginni. Annars gerir maður sér rangar hugmyndir um borgina að ó- reyndu eins og reyndar um útlönd, þeg- ar maður sér þau í hillingum. Það er hægt að skemmta sér endalaust í París, en mönnum getur líka leiðzt þar. Það er allt undir manni sjálfum komið. Mér dettur í hug fólk, sem fór til Parísar til þess að skemmta sér og skemmti sér og skemmti sér eins og það ætti lífið að leysa og varð náttúrlega dauðþreytt og leitt fyrr en varði. Það, sem menn græða á dvöl erlendis, er fyrst og fremst þetta: að dveljast í framandi umhverfi meðal framandi fólks, standa á eigin fótum og læra af því. — Við hvaða háskóla ætlarðu að stunda nám? — Ég ætla mér að reyna að komast í Sorbonne, en til þess þarf að taka for- próf í frönsku og frönskum bókmennt- um og það er mjög þungt. Frakkarnir hríðfalla sjálfir á því og fæstir útlend- ingar ná því eftir eitt ár. ★ Við höfum þegar tafið þær vinkonur nóg, enda margt handtakið, þegar búizt er til dvalar erlendis. Það var kominn ferðahugur í þær og mikill spenningur og eftirvænting. Ævintýraborgin var á næsta leiti, borgin, sem allar ungar stúlkur dreymir um. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.