Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 7
Skúli Skúlason
lætur af rit-
stjórn Fálkans
TUD^R
KULDAFRAKKINN
* ALULLAREFNI
* PRJÓNAKRAGI
★ LJÓSIR OG DÖKKIR
★ NÝJASTA TlZKA.
H E RR A D E I
Austurstræti 14. Sími 1-2-3-4-5.
Skúli Skúlason hefur látið af
ritstjórn Fálkans. Hann stofnaði
blaðið ásamt Vilhjálmi Finsen
og Svavari Hjaltested 1928, og
var Fálkinn þá algjör nýjung
í íslenzkri blaðamennsku. Fálk-
inn er nú elzta vikublað á ís-
lnadi og hefur frá fyrstu tíð
notið vinsælda og álits.
Fyrstu árin voru þeir Skúli
og Vilhjálmur Finsen báðir rit-
stjórar, en er Finsen varð sendi-
herra í Stokkhólmi, lét hann af
ritstjórn og hefur Skúli verið
einn ritstjóri síðan.
Skúli hefur dvalið langdvöl-
um erlendis og ritstýrt Fálkan-
um þaðan. Þrátt fyrir þá erfiðu
aðstöðu, fóru vinsældir Fálkans
stöðug vaxandi undir ritstjórn
Skúla. Hann vann brautryðj-
endastarf í íslenzkri blaða-
mennsku og hefur með því skip-
að sér veglegan sess 1 sögu
hennar.
Fálkinn sendir Skúla hugheil-
ar kveðjur yfir hafið og þakk-
ar honum fórnfúst og óeigin-
gjarnt starf í þágu blaðsins.
Blaðinu er ljóst, að það mun
njóta verka hans — og þau
verða seint ofmetin.
SANDBLÁSTUR í GLER
Sandblástur í gler, er sí-
gild aðferð til skreytingar
híbýla. Sandblásið gler er
smekklegt og hentugt. í
útidyragler má sandblása
nafn hússins eða númer.
Ennfremur nafn húsráð-
anda ef óskað er.
Vanti yður vel unnið gler,
þá leitið til okkar.
Fljót og góð afgreiðsla.
GLERDEILD
Ryðhreinsun & Málmhúðun SF.
Sími 35-400.
FALKINN 7