Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 23

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 23
GRÁR VETRAR KJOLL Grár litur í öllum blæbrigðum setur svip sinn á vetrar- tízkuna nú í ár. Það kemur sér sérstak- lega vel, því að það eru fáir litir, sem ekki fara vel við grátt og grái kjóll- inn getur aldrei vald- ið eins miklum vanda og til dæmis sá græni. Ef ein- hverjum finnst grár litur dapurlegur, má alltaf bæta úr því með hálsklút í sterk- um og áberandi lit, marglitri perlufesti eða því allra nýjasta í heimi tízkunnar: gylltri festi, sem er margvafin um háls- inn. Og það hefur unga stúlkan gert, sem á myndinni hér að ofan sýnir okkur gráan kjól með pilsi, sem er að nokkru leyti plíserað. Kjóll- inn er frá VIRGINIE. sokkum, þegar kalt er; er það varn- arráðstöfun. Því næst að reyna að bæta úr því tjóni, sem þegar er orð- ið. Bezt er að núa fótleggina vel með feitu kremi, bursta bá síðan vel með sápu, til að koma blóðrásinni á stað, byrjið neðst og haldið uppeftir fæt- inum. Skal þetta gert í hvert skipti, sem farið er í bað. Árangurinn kem- ur smátt og smátt í ljós. En mikil- vægast er eins og fyrr segir að of- kæla aldrei fæturna. Og muniö, að ljósir sokkar gera fótleggina gildari að sjá, dökkir sokk- ar gera þá grennri. Ef þið eruð með gilda fótleggi, þá skuluð þið varast að vera i sokkum með dekkri saum og hæl. Hins vegar er það grenn- andi, ef hællinn beinist í odda upp. Varizt áberandi skó, bæði hvað lit og lögun snertir. Sokkar með saum eru klæðilegri fyrir gilda fótleggi en þeir saumlausu. Ef fótleggirnir eru ekki lýtalausir, bætir hin hnéstutta tizka ekki úr. Hafið því pilsin heldur síðari. APPELSINUKAKA 125 g smjörlíki 200 g sykur 3 egg 150 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 appelsína, safi og hýði. SykurbráÖ: 150 g flórsykur 2—3 msk. appelsínusafi 4—5 möndlur. Venjulegt hrært deig. Rífið hýðið af appelsínunni. Bakað í velsmurðu, brauðmylsnustráðu tertumóti við 175°C í nál. 40 mínútur. Þegar kakan er köld, er hún hulin með sykurbráð og skreytt með söx- uðum möndlum, ef til eru. ■— Kaka þessi geymist sérstaklega vel, þorn- ar ekki. Áætla þarf 2Í4 m af bómullarefni eða plastic. Saumið nál. 10 cm breið- an fald á báða enda efnisins, — saumið því næst hliðarnar saman. Takið krókana úr 2 herðatrjám og rennið herðatrjánum inn í faldana, festið krókana í á ný. Ef vill má setja rennilás í botninn á pokanum, en það er bæði dýrara og meiri fyrir- höfn. Poki sem þessi fyllir lítið, get- ur jafnvel komizt fyrir í kústaskápn- um. Eruð þér einar af þeim, sem farið hjá yður, ef einhverjum verður star- sýnt á hendur yðar eða getið þér verið stoltar af þeim. Þeir eru óendanlega margir, sem dagsdaglega fá óhjákvæmi- lega tilefni til að taka eftir þeim, og til eru þeir, sem skapa sér skoðun á yður eftir áhrifum frá höndum yðar. En margt er hægt að gera til að fegra og snyrta hendurnar, en fyrst og fremst þarf að muna eftir þeim dag hvern. Ef þér vinnið heimilisstörf fara hin- ar svokölluðu sulfosápuefni, sem mörg- um hættir til að nota í of ríkum mæli við þvotta, uppþvott og hreingerning- ar, nokkuð illa með hendur; þær þorna og verða rauðar. Athugið því að skola alltaf sápuvatn vel af höndum, þerra þær vel og hafa ætíð nærandi hand- áburð við hendina og nota hann! Ágætt er að bursta neglur og hend- ur með mjúkum naglabursta. Teljið upp að 50 meðan þér burstið, og núið FALLEGRI HENDUR siðan allt sigg, sem oft er innan á lóf- unum, með pimpsteini. Gott er fyrir húðina kringum neglurnar að bora nöglunum ofan í sundurskorna sítrónu, þerrið síðan hendurnar vel og berið svo á þær lanolinkrem; berið fyrst á fingurgómana og núið svo upp eftir. Sé húð handanna mjög viðkvæm, skal þess gætt, að vera alltaf með hanzka, þegar verið er utandyra. Hafi þér staðið í hreingerningum, er gott að baða hendurnar í volgu saltvatni Frh. á bls. 29 (ZitAtj. HtiAtjma £teiHgrímA<(étti?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.