Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 12
FÁLKINN efnir til verðlaunasamkeppni í næstu fjórum blöðum, til þess að stytta les- endum sínum stundir í svartasta skammdeginu og heitir glæsilegum verðlaunum: FERÐ TIL MIÐJARÐARHAFSINS. Hér birtist fyrsti þátturinn, og skal nú vikið nánar að honum: Myndirnar hér á opnunni eru báðar teknar á Laugaveginum fyrir skemmstu og virðast í fljótu bragði eins. En þegar betur er að gáð, kemur í ljós, að myndasmiðurinn hefur fjarlægt sitthvað smávegis af annarri myndinni. Getraunin er nú fólgin í því, að FINNA FIMM HLUTI, sem eru á myndinni til vinstri, en vantar á myndina til hægri. Þegar lesendur hafa fundið hlutina, eiga þeir að skrifa þá á með- fylgjandi eyðublað ásamt nafni og heimilisfanggi og þegar allir fjórir hlutar getraunarinnar hafa birzt, eiga Þeir að senda þá í lokuðu umslagi til Fálkans. Utanáskriftin er: Vikublaðið Fálk- inn, Vesturgötu 3, Reykjavík, Verðlaunin í þessari fyrstu getraun Fálkans eru FERÐ FYRIR EINN TIL MIÐJARÐAR- HAFSINS MEÐ EINU AF FELLUM SAMBANDS ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA. Sá, sem verður svo heppinn að hreppa þessi glæsilegu verðlaun, getur ráðið því sjálfur, hvenær hann bregður sér til hinna sólríku landa Miðjarðarhafsins. msiM . \ \ fflMÍKc ÆCTlHgffl/ lilÍllllMlÉr / ' tmm iœF íf- k

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.