Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 14
1 i 111 STJÖRNUSPÁIN 1 21. MARZ - l ZD. APRÍL Hrútsmerkift. Svo virðist., sem yður veitist dálítið erfitt að komast í snertingu við mann, sem er yður mjög mikilvægur. Á ein- ; hvern hátt skuluð þér berjast áfram að takmarki yðar, án 1 þess að hafa of mikið orð á því. Með því öðlizt þér virð- í ingu þeirra manna, sem þér viljið hafa áhrif á. 21. APRÍL — 21. MAÍ m | Nautsmerkið. Þér munuð fá tækifæri til þess að leysa vandamál, sem lengi hefur svipt yður allri ró. En satt að segja er aðstaða yðar lít.ið breytt fyrir það. Ef yður tekst að hafa hemil \ á skapi yðar, tekst yður að bjargast úr þeirri erfiðu aö- j stöðu, sem þér eruð í! 22. MAÍ - 21. JÚNÍ \ Tvíburamerkið. Fyrir algera tilviljun fáið þér tækifæri til þess að rjúfa yðar vanabundna líf. Yður gefst tækifæri til þess að bregða á leik og skemmta yður duglega, án þess að þér þurfið að [ hafa samvizkubit út af því. En hversdagsleikinn mun vitja j yðar aftur. 22. JÚNÍ - 22. JÚLÍ fW | Krabbamerkið. Þessi vika verður dálítið óhagstæð frama yðar. Sérstak- lega munu þeir, sem fæddir eru 1.—6. júlí sæta harðri gagn- ; rýni og skilningsleysi á öllum aðstæðum. En þér skuluð | samt alls ekki missa kjarkinn. Sá, sem hefur rétt fyrir • sér, sigrar að lokum. 23. JÚLÍ — 23.ÁGÚST % Ljónsmerkið. Þér verðið mjög vel upplagður þessa viku og sýnið dugnað bæði í starfi og einkalífi, sem ekki aðeins kemur öðrum á óvart, heldur líka yður sjálfum. Hvað einkalífinu viðkem- ur, vinnið þér skjótan sigur, og eftir hann verður aðstaða yðar öll mun betri. 24.ÁGÚST- 23. SEPT. £', Jómfrúarmerkið. Á heimili yðar er loftið allt lævi blandið um þessar mund- ir, og í lok vikunnar verður alger sprenging. Það verður sitthvað óvænt, sem þá kemur í ljós, en hlaut fyrr eða síðar að vitnast. Þetta verður erfitt fyrst um sinn, en lag- ast þegar frá líður. 24. SEPT- 23. □ KT. Vogarskálarmerkið. Hyggindi yðar koma yður mjög í hag í byrjun vikunnar [ og þér fáið því framgengt, sem þér hafið lengi haft í huga \ og dreymt um. Mjög þýðingarmikil persóna mun fá mikinn f áhuga á yður og sennilega fáið þér gullið tilboð, sem þér j skuluð taka. 24. DKT..— 22. NDV. % | Drekamerkii). Roskin manneskja, sem er nákomin yður, biður eftir að | þér biðjið hana fyrirgefningar. Sennilega munuð þér fá hjá henni styrk, ráð eða vernd í máli, sem varðar stöðu yðar. Það verður yður alla vega til góðs, að fara á hennar fund. 23. NÓV. - j 21. DES. Bogmaðurinn. Strax í byrjun vikunnar fáið þér ný og erfið verkefni til að leysa. Það riður á, að þér beitið mælsku yðar og veljið vegi og ráð, að vandlega hugsuðu máli. Þetta heppn- ast yður, en þér sltuluð ekki ofmetnast af velgengninni. 22. DES. — 2D. JAN. Stein geitarm erkið. Miðvikudagur, föstudagur og laugardagur verða beztu dag- ar vikunnar. Þér munuð fá heimsókn, sem er hvort tveggja í senn skemmtileg og hagstæð fyrir vinnu' yðar. Þér skul- uð ekki hampa um of hugmyndum yðar, og ekki búast við skilningi yðar nánustu á þeim. 21. JAN. — 1B. FEBR. jft Vatnsberamerlcið. Það verður óvenjumikið um skemmtanir í þessari viku og þér munuð fá óvænta gjöf eða styrk. Annars verður þessi vika svipuð þeirri á undan og þér skuluð halda áfram að framkvæma áætlanir. yðar. 19. FEBR,- ZD. MARZ 3 1 s 1 Fiskamerkið. Þessi vika verður hagstæð, en krefst mikils erfiðis og andlegrar áreynslu, sem þér skuluð ekki láta yður vaxa í augum. En það sem er fyrir mestu er, að leiðin sé rétt og það mun koma í ljós. EG HEFÐI átt að vera á stjórnarfundi, en ég stóð í kirkjugarðinum og starði á nýja gröf. Hægur andvari lék um hnakka minn og ökla. Það var aðeins einn maður þarna auk mín, — aðeins tvær lifandi manneskjur innan um raðir hinna látnu. Hefði þetta verið einhvern annan dag, hefðu ef til vill verið nokkur börn að leik. En í dag var of kalt. Leikvöllurinn við hliðina var tómur. Heatherington var þarna, þegar ég kom. Við höfðum ekki talað saman. Ég hélt ekki að hann þekkti mig. Á þeim tuttugu árum, sem liðin voru, var það af hárinu, sem ég sá undir svört- um hattinum, orðið grátt, og það gerði það að verkum, að hann virtist minni og þreknari, en ég mundi eftir honum. En kannski var það frakkinn, sem olli þessu. Á þessum sömu tuttugu árum hafði ég breytzt úr dreng í fulltíða mann. Hann hélt áfram að horfa í brúna moldina, sem huldi gröfina.Loks sagði hann: — Góðan dag, Carstairs. Mér fannst ég strax vera orðinn skólastrákur aftur, þegar ég svaraði: — Góðan daginn, rektor. — Hugsaðu þér, sagði hann. — Við tveir erum þeir einu. Það er ekki mikið eftir heilt líf. Hvers vegna komuð þér? — Ég las það í Times. — Já, en hvers vegna? — Hann bjargaði lífi mínu. — Partridge gamli? Hvernig atvikað- ist það? Bjargaði hann yður frá drukkn- un? Partridge kunni ekki að synda. Eða bjargaði hann yður frá umferðarslysi? Hann sá varla tommu fram fyrir sig. — Hann bjargaði mér ekki frá dauða, sagði ég, heldur auðveldaði hann mér að hefja lífsbaráttuna. Ég var þrettán ára þá. Þegar hinni stuttu athöfn við gröfina var lokið, gengum við saman burt frá hinni brúnu mold, sem huldi nú Part- ridge gamla. Við gengum um kirkju- garðinn. Fallin lauf þvældust fyrir fót- um okkar. Á göngunni sagði ég honum frá blekinu. t— Það var skömmu eftir að þér urð- uð rcktor, sagði ég. — Ári seinna held ég, — svo langan tíma tók það okkur af safna saman peningum fyrir nýju gólfi í bókasafnið. Þér munið kannski, að við tókum allir þátt í fjársöfnuninni, strákarnir, fyrrverandi nemendur, for- eldrar og kennarar. Okkur hafði þótt vænt um hr. Swindon, og þegar hann hætti, gladdi það okkur að geta gert eitthvað raunhæft, sem sýndi, að skól- inn mundi eftir honum, Við ákváðum að láta leggja nýtt gólf í bókasafnið. Þegar verkinu var loks lokið, snerum við okkur beint til yðar og höfðum næstum gleymt hr. Swindon, sem gólfið átti þó að vera helgað. Við vorum mjög stoltir af þessu öllu saman, en annars er það ekki vandi stráka að vera stoltir af svona löguðu. Hvert skipti, sem við stigum fæti inn í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.