Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 33

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 33
Höskuldur - Frh. af bls. 9 og var með 19 stykki. Hann kom út á hlaðið, breiddi út faðminn á móti mér og kvað: Höskuldur, sem hefur mest hestaval á þessu landi, klára 19 keyrði í lest. Karlinn var í bezta standi. — Hvað geturðu sagt okkur um hrossakaupin í gamla daga? — Ja, sumir stunduðu og stunda enn prang og svik og þaðan er komin þessi niðrandi merking í orðið hrossakaup. Einu sinni kom maður á markaðinn, þar sem prangararnir voru með helgisvip, þótt þeir væru að pretta og snuða. Þess vegna kvað hann: Svíkja og pretta seggir hér, sveimér vel útfarnir. Helgisvip þó hafa á sér hestaprangararnir. ★ Það er orðið áliðið dags og við höf- um setið dágóða stund að spjalli hjá Höskuldi. Honum verður aftur hugsað til sinna breyttu haga og segir: — Nei, það var ekki með mér að flytjast úr frjálsræðinu. Þið sjáið það á þessari vísu, sem ég gerði, þegar ég var á landamærum byggðarlagsins: Byggðarlagið bljúgur kveð með beiskum tárum. Farinn er að æviárum, ýtist svona fyrir bárum. Mætti segja mér ég stryki héðan ein- hvern daginn! Næturlíf - Frh. af bls. 25 inum. Ameríkanarnir voru auðsjáanlega alveg að springa af fögnuði, en við næsta borð sátu nokkrir menn, sem hugsuðu meira um bjórkollurnar en drulluglím- una. — Svíar! sagði Martha. Það var fróun að komast út aftur. Tíu—tuttugu kvenmannsaugu horfðu á mig, þegar ég kom út. Fólk tróðst inn, ég heyrði norðurlandamál í þvögunni, ýmsar norskar mállýskur meðal annars. Næturklúbburinn Colibri var troðfull- ur af skandinövum, sem virtust ekki hafa sérlegt gaman af sífelldum fata- skiptum kvenfólksins á leiksviðinu. — En stelpurnar skríktu og þóttust skemmta sér — sumar þóttust þó vera listamenn og tóku sjálfar sig alvarlega. Framreiðslustúlkurnar voru þokkaleg- ar og hæverskar, með hvítar svuntur eins og á trúboðshótelum og báru skutla hlaðna ýmsum drykkjum á borðin. En ég komst að barnum: — Kennen Sie Anne-María? — Nei. Ég sneri frá og þá blasti við mér undarleg sjón. Sigurvegarinn í rokk- samkeppninni, þurrlegur Breti, hafði hlotið þann heiður að fá að dansa við fegurðardrottningu kvöldsins — hún hét Natacha. Hann gekk óskjálf- hentur að verkinu. Lyfti vinstri augna- brúninni ofurlítið — og bað um leið afsökunar á fallegustu enskunni, sem hann kunni. Vinir hans fyrir neðan leiksviðið göptu af ánægju yfir heiðr- inum, sem blóð þeirra hafði hlotið. Þessi brezka þátttaka var eins og kampavínsflóð í eyðimörku. Hláturinn smitaði — Þjóðverjar hlóu líka og skelltu hramminum hver á annarra öxl. Meira að segja dyravörðurinn brosti svo hlýlega, að mér varð vel til hans. Og hann tók í höndina á mér um leið og hann var að fara út. — Þér þekkið Önnu-Maríu? segir hann. — Já, ég þekki hana. Hvar á hún heima? segi ég. — Rétt hérna fyrir handan hornið — önnur kráin til vinstri — þér megið ekki segja, að ég hafi sagt yður það. Góða skemmtun. Ég hljóp — og ég fann krána. Þar sátu sællífismenn við hvert borð og störðu ýsuaugum á rauðu ljósmerkin, sem alltaf voru að birtast í skífunum, sem voru á hverju borði. Rautt — gult — grænt. Og úr eins konar jarmkór inni hjá hljómsveitinni heyrðust á þýzku orðin: „Hallo, mein lieber (heyrðu, elsk- an mín), „comment allez vous, m’sieur — hellou-u dear, I am so glad to see you here ...“ Á nokkra mínútna fresti var hægt að ná í síma, og ég greip fyrsta tækifærið. Ég var rakur í lófanum, þegar ég tók um heyrnartólið. — Anna-María? — Já! — Það ert þú, er það ekki, Anna- María? — Já. — Vertu sæl, Anna-María! — Vertu sæll, elskan mín, og þakka þér innilega fyrir að þú skyldir spyrja eftir mér. — — Þetta var samtal gegnum myrk- við skemmtanalífsins á Reeperbahn. — Þegar ég ók heim til mín var farið að rofa fyrir aftureldingu í austri, yfir Al- sterstjörnunni í Hamborg. Bjartsýnismaöurinn sér grænt Ijós allsstaöar, bölsýnismaöurinn sér rautt Ijós alls staöar, en sá sem raun- verulega er vitur, er — litblindur. Albert Schweitzer. BROÐURLEITIN - Frh. af bls. 21 hvert hún væri að fara. 1 hjarta sinu hafði hún alltaf trúað því að Frank væri lifandi, — nú var hún sannfærð um það. Henni var þetta mikill létt- ir. Eins og á stóð vildi hún alls ekki hugsa um gátuna — hvernig hann hefði horfið. Þessa stundina var henni nóg að vita, að hann væri lifandi — einhvers staðar. Hún var komin langleiðina út að sjúkrahliðinu þegar hún þekkti bíl Berns, sem kom akandi inn. Það var gaman að hann skyldi gefa sér tíma til að lita inn til Helgu, hugsaði hún með sér. En einhverra hluta vegna varð henni órótt um leið. Hann stöðvaði bílinn og kom út. — Halló, Kata! Varstu að heim- sækja sjúklinginn okkar? Ég er að fara þangað líka, eins og þú skilur. Hann var með stóra konfektöskju undir hendinni. — Helga verður eflaust glöð, þeg- ar hún sér þig, sagði hún stirðlega. Hann kinkaði kolli og Kötu fannst hann forðast að líta á sig. — Það er það minnsta, sem mað- ur getur gert fyrir sjúkling, Kata. Ekki sízt ef maður minnist þess, sem hún hefur gert fyrir þig. — Já, það er víst um það, sagði Kata. — Þetta var mjög hugulsamt af þér. Hann virtist hálfvegis ólundarleg- ur, alveg eins og stráklingur, sem hefur verið staðinn að einhverju ó- leyfilegu. — Þegar á allt er litið, sagði hann — hefur hún bjargað lifi þínu. — Og ég er innilega þakklát fyrir það, sagði Kata. — En nú er ég að fara til baka í skrifstofuna. — Vertu ekki að hugsa um að fara þangað aftur i dag, sagði hann sam- stundis. — Þú ert búinn að hrein- rita minnisgreinarnar mínar, sá ég. Og þá er eiginlega ekki meira að gera i dag. Þú hefur átt svo slæma nótt, Kata — farðu heldur heim og reyndu að hvíla þig og fá þér blund. Hún var á báðum áttum. — Eg verð að játa, að mér finnst það freistandi. Svo að ef þú þarft ekki á mér að halda í dag, þá held ég að ég taki þig á orðinu. — Já, það er alveg áreiðanlegt, sagði hann brosandi. — Hvíldu þig nú vel! — Þakka þér fyrir, Bem. Hann greip allt í einu í handlegg- inn á henni og sagði lágt en alvar- legur: — Við vorum trufluð í morgun, Kata ,en ég vona að þú hafir skilið hvað ég ætlaði að segja við þig — einhvern tíma, þegar þú gefur mér tækifæri til þess. En ég vil alls ekki þvinga þig á nokkurn hátt — þú skilur það? Hún hvislaði: — Já, Bern, og brosti þakklát til hans. Hann brosti líka — hikandi — nærri því feimnislega. Frh. á næstu síðu. FALKiNN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.