Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 21

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 21
— En — Helga, ég get ekki lagt árar í bát! Hún þagnaði allt i einu og leit á Helgu. — Þykir þér vænt um Frank, Helga? Helga svaraði ekki. — Ég er þreytt, sagði hún eftir nokkra bið. — Ég þarf að hvíla mig, Kata. Það þyrmdi yfir Kötu — þjáning og vonbrigði. — Skilurðu ekki, Helga, að ég hef farið alla þessa löngu leið til þess að fá skýringu á þessu? — Ég get ekkert sagt, svaraði Helga hvíslandi. — Ef þér þykir nokkuð vænt um mig, Kata, þá bið þú mig ekki um það. Nú kom hjúkrunarkona inn með stóran blómvönd til Helgu. Hann var frá Fredu og Rodney Dennison. Kata tók eftir að Helga ýtti honum til hlið- ar — nærri því með fyrirlitningu. En hún sagði upphátt: — Einstaklega var það fallega hugsað af þeim! Viljið þér gera svo vel að setja blómin í vatn, systir! Þegar hjúkrunarkonan var farin sagði Kata, hugsunarlaust: — Helga, líður þér vel — líður þér eiginlega vel hjá Dennisonshjónun- um? — Liður? Helga hló kuldahlátri. — Væri ekki full ástæða til þess að mér liði vel? Þau eru einstaklega góðir húsbændur, — það veiztu sjálf. En Kötu fannst, að Helga mundi hafa hlegið, ef hún hefði ekki verið of veik til þess. — Ég er viss um að þér verða eng- in vandræði úr að fá þér aðra stöðu, ef þig langar til þess, sagði hún. — Vertu róleg, Kata mín. Ég verð þar — ég verff að vera þar. — Get ég hjálpað þér nokkuð? spurði Kata og horfði fast á hana. Helga brosti. — Hættu nú að kvelja mig með öllum þessum spurningum. — Áttu við spurningarnar um Frank? spurði Kata hvasst. — Skil- urðu ekki, að ég neyðist til að spyrja þig um hann, Helga? — Þú getur ekkert hjálpað honum — þú stofnar honum kannske í beina hættu, sagði Helga lágt. — Þá heldur þú að hann sé lifandi! Þú heldur að hann sé lifandi, Helga? Hún titraði frá hvirfli til ilja. — Ó, Helga! Nú kom hjúkrunarkonan inn með blómin, og hafði raðað þeim kyrfi- lega í stórt glas. — Gerið þér svo vel, ungfrú Prava — eru þau ekki falleg? Hvílikir litir! Ég held að ég setji þau í gluggann. — Þakka yður fyrir systir. Nú finnst mér ég vera orðin skelfing þreytt... sagði Helga. Ljóshærða systirin leit hvasst á Kötu. — Ég held að ungfrú Prava ætti að fá að hvilast núna. Kata laut niður að rúminu. — Vertu sæl, Helga, sagði hún. — Ég lít inn til þín á morgun. — Þakka þér fyrir, Kata. Það er fallega gert af þér, sagði Helga, en svo bætti hún við hvíslandi: — Það er réttast að þú gerir það ekki. Kata gekk fram ganginn og út í forsalinn án þess að gera sér ljóst Frh. á bls. 33 FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.