Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 22

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 22
HtfeHþjcíiH UNGBARNASLÁ MEÐ HETTU Efni: Nál. 250 g „baby“garn, þrí- þætt. Prjónar nr. 2%. Mynstrið: Lykkjufjöldinn þarf að vera deilanlegur með 5. 1. umf.rslétt — 2., 4., 6., 8., 10 umf. brugðnar. — 3., 5. og 7. umf.: 5 1. sléttar, * 5 1. teknar fram af, bandið látið liggja á réttunni, 5 1. slétt, end- urtekið frá *. — 9. umf.: 7 1. sléttar, prjóninum brugðið undir lausu bönd- in og 8. 1. prjónuð slétt, þannig að lykkjan liggi utan um böndin, 9 1. slétt, endurtekið frá *. Þessar 10 umf. endurteknar, þó þannig að mynstrið gengur á misvíxl. Á næsta mynstri er byrjað á því að taka 5 1. fram af, síðan 5 1. slétt, og í 9. umf., þegar prjóna á undir lausu böndin, er aðeins byrjað á 2 1. slétt. Fitjið upp 304 1., prjónaðar 10 umf. garðaprjón; því næst byrjar mynstr- ið; prjónaðar 7 1. garðaprjón beggja vegna. Þegar sláið er 35 cm, er hætt að prjóna mynstrið, og byrjað að taka úr fyrir axlastykkinu *. 2 1. slétt saman, 11. slétt, 2 1. brugðnar saman, 11. brugðin; endurtekið frá *. 12. umf. 2 1 sléttar og 2 1. brugðnar. — Næsta umf.: 2 1. sléttar saman og 2 1. brugðnar saman út prjóninn. 2. umf. 1 1. slétt og 1 1. brugðin. Fellt af. Iiettan: Fitjið upp 80 1. Prjónaðar 60 1. með mynstri og 20 1. garðaprjón annars vegar, þar til hettan er 44 cm. Fellt af. Hettan saumuð saman, garðaprjónskanturinn brotinn upp á. Að neðan eru heklaðar 2 umf. fasta- pinnar, þannig að hettan takist sam- an, svo að víddin verði sú sama og á sláinu. Ofan á sláinu er heklað gatasnar. Hettan saumuð við, og gegnum götin er dregin snúra, sem búin er til úr prjónagarninu. Dúskar settir á endana. FEGRÖN OG SNYRTING Nauðsynlegt er að hafa vel snyrta fætur, ef ætlunin er að nota opna skó eða ganga sokkalaus á sumrin. Allir eru sammála um, að ósnyrtar neglur, sigg og líkþorn auk hrjúfra og grárra hæla eru hlutir, sem ekki þola að koma fram í dagsljósið, auk þess sem slíkir fætur geta valdið ólýsanlegri vanlíðan. Farið í víxlfótaböð (kalt og heitt vatn til skiptis) á hverju kvöldi, ef þið þurfið að standa eða ganga mik- ið. Burstið fæturna vel með hörðum naglabursta og mjúkri, góðri sápu. Nuddið svo vel á eftir með grófu handklæði; nautn fyrir auma fætur! Með því að nota óspart þjöl er nú hægðarleikur að fjarlægja allt sigg og harða húð, sem safnazt hefur á fæturna og leysast upp við baðið. Athugið svo að kaupa mátulega skó næst og leggið mjúka svampsóla í alla skó, bá hindrið þið að aftur safn- ist sigg á fæturna. Einnig skulu öll líkþorn fjarlægð, bezt að nota við það þar til gerðan hníf, og séu þau mjög slæm, er sjálf- sagt að leita hjálpar fótsnyrtikonu. Ef húðin er mjög gróf á hælunum, eru þeir núnir með feitu kremi (á- gætt að sofa með háleista, svo fita fari ekki i rúmfötin), annars er nóg að strá á þá talkúmi. Eins skal þess gætt að þerra vel milli tánna. Fótsviti er mjög hvimleiður kvilli, sem ráða má bót á með svitameðul- um. Ef þeirra er þörf, þá dragið ekki til morguns að hefja notkun þeirra. Þau eru alveg skaðlaus. Ef hárvöxtur er mikill á leggjun- um, er auðvelt, en nokkuð dýrt, að fjarlægja það með þar til gerðum kremum. Annars má nota rakvél, og það fást litlar rafmagnsrakvélar ætl- aðar konum. Þá er komið að snyrtingu nagl- anna. Klippið þær nokkurn veginn beint fyrir, nema því aðeins að þið ætlið að láta stórutána gægjast út rauðmálaða í bandaskóm, þá er hún mótuð með þjöl eins og neglur hand- anna. Ef fótleggirnir hafa tilhneigingu til að vera rauðir, giansandi og með gæsahúð, þá er tvennt, sem gera skal. Fyrst og fremst að ganga í hlýjum VETRARDRAGTIR Þetta eru vetrardragtir frá Dior, og enda þótt þetta líkist ekki alls kostar því, sem venjulega kallast dragtir, verðum við eins og svo oft áður að taka orð þessa fræga tízku- húss góð og gild.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.