Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 31

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 31
Klessan - Frh. af bls. 15 drengjum var það ég, sem hafði gert það. Ég ásakaði guð fyrir að láta einmitt mig henda þetta óhapp. Þeir urðu að bjarga sér án mín í þriðja þætti leikritsins. Ég sagðist vera með höfuðverk og þeir sendu mig upp til húsvarðarins. Hann sagði, að höfuð- verkurinn stafaði af vorinu og gaf mér asperín. Ég lá vakandi alla nóttina og hugs- aði um afbrot mitt. Við morgunsönginn daginn eftir sögðuð þér mjög alvarlegur í bragði öllum skólanum frá því, sem gerzt hafði. Það fór hrollur um alla viðstadda. Allir elskuðu gólfið sitt. Þér sögðuð, að ekki aðeins hefði alvarlegt afbrot verið fram- ið, heldur hefði sökudólgurinn enn ekki gefið sig fram, eins og honum bar skylda til. Og þér báðuð þann, sem hefði gert þetta, að gefa sig fram á skrifstofu yðar fyrir hádegi þennan sama dag. Þér sögð- uð, að sá heigull, sem væri staddur hér á meðal okkar, og varpaði grun á alla félaga sína, mætti sannarlega skammast sín. Það var ekki af því að ég væri heig- ull. Ég ól í brjósti fáránlega von um að meðan ég segði engum frá þessu, þá mundi kraftaverk gerast og breyta þessu öllu í ímyndun, breyta því í vondan draum, martröð, sem ég mundi brátt vakna af. Engin hegning gat verið verri en þær kvalir, sem ég leið. — Fyrir klukkan tólf á hádegi, höfðuð þér sagt. í frímínútunum gekk ég út, þar sem pílviðartrén slúttu yfir grænt grasið. Ég varð að hugsa málið. Partridge gamli hlýtur að hafa veitt mér eftirför, en ég heyrði ekki til hans fyrr en hann sagði: — Hvernig atvikaðist þetta, Carstairs? Það var samvizka mín, sem talaði vin- gjarnlega við mig. — Hvernig gátuð þér vitað, að það var ég, herra kennari? sagði ég. — Það voru blekklessur á stílabók- inni yðar. Hann stóð þarna í gömlu fötunum sín- um með hnýttar hendurnar — og beið eftir svari. — Það gerðist bara, stamaði ég og hann beið enn. Þannig gekk þetta líka til í lat- ínutímanum. Partridge gamli var þolinmóðasta manneskja í heimi. Hann vissi, að maður vinnur ekki hug lítils stráks með áhlaupi. Ef hann átti að kenna okkur eina sögn, og við áttum erf- itt með að muna hana, gerði hann hana lifandi á þann hátt, að við gleymdum henni aldrei. Meðan ég lifi man ég eftir sögninni „nubere“ — að gifta sig — og ég sé fyrir mér Partridge gamla, þar sem hann gekk fram og aftur og hafði töfluklútinn fyrir brúðarslör. Þá hlógum við að sjálfsögðu. En það var margt í fari Partridge. gamla, sem vakti hlátur með okkur: aflagaðir fingur hans, blett- óttu gleraugun hans, sem gerðu það að verkum, að við ímynduðum okkur, að hann sæi ekki þegar við vorum að svíkj- ast um. Og síðast en ekki sízt: loðnar augabrúnir hans, sem hvor um sig voru eins og yfirskegg. Og þarna stóð hann og beið eftir út- skýringu minni. Rifnir skór hans voru svo tötralegir í samanburði við ferskt grasið. Þegar ég þagði stöðugt sagði hann: — Þú skilur það, Carstairs, að heim- urinn ferst ekki út af þessu. Og af því ég var ungur og hann gam- all, þá hélt hann áfram: — Þú lifir í öðrum heimi en ég. En það er aðeins til einn raunveruleiki. — En þétta var svo fallegt gólf, sagði ég. — Hvers vegna þurfti ég endilega að lenda í þessu? — Lífið er fallegt, Carstairs, sagði hann. — Enginn getur haldið sér full- komlega flekklausum. — Hvað getum við gert? — Aðeins okkar bezta. Og sjá um að gera sem bezt úr þessu. — Strákarnir verða æfir út í mig. — Ef þú gerir aldrei neitt, sem er verra en þetta, Carstairs, þá verður allt gott. Þegar hann gekk burt, hrasaði hann um pílviðargrein, en ég hló ekki. Ég held, að upp frá þessari stundu hafi ég byrjað að verða fullorðinn. ★ Við höfðum nú gengið þrjá hringi í kirkjugarðinum, — eða fjóra. Ég hafði talað allan tímann. Nú sagði Heather- ington: — Og um hádegisbilið komuð þér upp á skrifstofuna til mín og meðgenguð. — Já, sagði ég. — Gátuð þér kannski greint bank mitt á dyrnar frá hjart- slætti mínum? — Þér voruð náfölur, en við því hafði ég búizt. — Partridge gamli var klókur. Heatherington bretti upp kragann, gaf mér hornauga og sagði: — Þér vissuð ekki, hve klókur hann var. Ég lyfti augabrúnum spyrjandi og sló saman höndunum til þess að halda á mér hita. — Við vissum, að það voruð þér, sem höfðuð verið óheppinn með blekið. — Vissuð þér það, rektor? — Partridge sá, þegar það gerðist. Hann var á leið inn í bókasafnið og sá það gegnum glerhurðina. Hann sagði mér það strax. Ég varð æfareiður. Ég hefði farið niður á stundinni til þess að standa yður að verki. En það mátti Partridge ekki heyra nefnt. Hann sagði: „Ef þér farið niður núna, rektor, þá fer sá blettur aldrei af,“ — og það var ekki gólfið, sem hann hafði í huga. ★ Við vorum aftur komnir að gröfinni og í þetta skipti stönzuðum við. Ég vissi, að við sáum hann báðir fyrir okkur í síðasta sinn — í snjáðu fötun- Selur plastpoka í öllum stærðum, óáprentaða eða áprentaða, í mörgum litum. um og með vingjarnlega andlitið, sem geislaði af mannúð og skilningi. Við minntumst sérstæðs manns, sem vissi hvað er mikilsverðast í þessum marg- brotna heimi. — Ætti hann ekki skilið að hafa stein, sagði ég og leit á legsteinana í kring, sem voru af ýmsum stærðum og gerðum. Heatherington leit hvasst á mig með þessu stingandi augnaráði, sem annað- hvort er honum meðfætt eða hann hef- ur tileinkað sér. — Partridge hefur reist sér hundruð lifandi legsteina. Ég tók upp veskið. — Ég vildi gjarnan fá að gera eitt- hvað. — Það var vingjarnlegt af yður, svar- aði hann. — Það hefur enga fjárhagslega þýð- ingu fyrir mig. Hann tók við seðlunum, sem ég rétti honum og vöðlaði þeim saman. — Á að letra nokkuð sérstakt á stein- inn? — Aðeins „Hygginn maður“, sagði ég, — á latínu náttúrlega, en ég man því miður ekki hvernig það er. — Partridge mundi hafa fyrirgefið yður. Hann lagfærði frakkakragann og leit á úrið sitt. Við réttum hvor öðrum höndina, stöppuðum hita í kalda fætur okkar og kvöddumst. Það var ekki senni- legt, að leiðir okkar lægju saman í þriðja sinn. Heatherington gekk burt og beygði höfuðið móti vindinum. Ég horfði á eft- ir honum. Ég gleymdi að spyrja hann, hvort blekklessan hefði dofnað á hin- um tuttugu árum. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.