Fálkinn - 07.06.1961, Side 6
Sveinn Sæmundsson ræðir við Stefán
Jónasson, skipstjóra á Akureyri:
TIL SJOS
ÞEGAR SAGA atvinnuveganna á ís-
landi verður skráð er verðugt að þátt-
ur þeirra manna, sem um aldamótin
síðustu ruddu nýjum atvinnuháttum
braut, og sem margir hverjir af stór-
hug og dugnaði brutust til efna og
áhrifa, skipi þar heiðurssess.
Stefán Jónasson skipstjóri á Akureyri
er einn þeirra, sem setti hvað mestan
svip á útgerð frá Norðurlandi um tíma,
reyndi fyrstur nýja atvinnuhætti, svo
sem að fara héðan til vetrarsíldveiða
við Noreg o. fl.
Stefán, sem í haust verður 80 ára,
býr ásamt konu sinni á efstu hæð í
húsi sínu Strandgötu 43 á Akureyri.
Þaðan er víðsýnt: Úr stofuglugganum
sér hann allt sem fram fer á höfninni
og úr Norðurgluggum út á Eyjafjörð.
„Stefán er mesti heiðurskarl,“ hafði
velmetinn Akureyringur sagt við mig
er ég innti eftir þessum aldna skipstjóra
og framkvæmdamanni, og hann bætti
við: „Eflaust getur hann sagt þér margt
skemmtilegt frá liðnum tímum.“ Með
þetta veganesti gekk ég á fund Stefáns
Jónassonar.
GOLÞORSKUR Á BRODDSTAF.
— Jú, Stefán heiti ég, rétt er Það.
Komdu inn fyrir, góði minn. Hins veg-
ar hef ég fátt að segja, — fátt, sem
er í frásögur færandi.
— Ert þú Akureyringur?
— Já, það er að segja ég fæddist
á bæ hérna rétt hjá og flutti hingað
fimm ára gamall. Faðir minn stundaði
sjómennsku framan af en síðar aðallega
daglaunavinnu. Akureyri hefur tekið
miklum breytingum síðan. Vinna var
þá aðallega við verzlanir staðarins.
Stundum stopul. Útræði var talsvert
hérna þá. Fiskurinn líka meiri en nú,
og sérstaklega í ár, en loðnan hefur
ekki komið inn í fjörðinn.
— Hvað er þér minnisstætt frá ung-
lingsárunum?
— Það er auðvitað ýmislegt, en fæst
sögulegt. Einu sinni vorum við tveir
fram á Oddeyri, víst báðir ellefu ára.
Við vorum með dorg. Ég þurfti að
skreppa hérna inn fyrir, rétt þar sem
olíutankarnir eru núna, og þegar ég
kom þangað, sá ég rígaþorsk í flæðar-
málinu, heila tprfu, sem var að eltast
við loðnuna, en hún var alveg uppi
í landsteinum. Nú voru góð ráð dýr.
Mér datt fyrst í hug að stela fiskistöng
frá karli, sem átti bát þarna rétt hjá
og hét Jón Halldórsson. Þorði samt
ekki af ótta við að hann yrði reiður,
en mundi svo allt í einu eftir brodd-
staf, sem var til heima. Ég hljóp heim
í spretti og sótti stafinn. Óð út í flæðar-
málið, og þorskarnir syntu fyrir ofan
mig. Ég stakk þá og henti í land. Þetta
gekk eins og í sögu. Ég fékk stóra hrúgu
af boltafiski á skammri stundu. Svo
náði ég mér í pramma og fyllti hann.
— Hvað varð þér úr þessum óvænta
afla?
— Maður spyrti þetta upp og seldi
sveitamönnum. Það voru vöruskipti.
Bændur komu með smjör í kaupstað-
inn og aðrar landbúnaðarvörur og fengu
sjómeti i staðinn. Eitt pund af smjöri
var jafnvirði lýsipunds af signum fiski.
RÓIÐ ÚR HRÍSEY.
— Hvenær gerðist þú útgerðarmaður?
— Fyrsti báturinn, sem ég eignaðist,
var fjögurra manna far. Við rerum frá
Hrísey. Ég var þá innan við tvítugt.
Átján ára. Faðir minn var með á bátn-
um í Hrísey.
— Svo hafa skipin farið stækkandi
og útgerðin vaxið?
— Já, um aldamótin keypti ég segl-
skipið Helenu, sem var tuttugu og
tveggja tonna kútter. Ég keypti hana
af Jóni Norðmann og fékk hana alla
út á krít. Nei, maður gat ekki vaðið
inn í bankana í þá daga. Ég átti að
borga þúsund krónur á ári, en heildar-
verðið var þrjú þúsund krónur.
— Hvaða veiðarfæri voru notuð við
síldveiðar um þetta leyti?
— Við vorum með reknet og söltuð-
um mestan hluta aflans um borð. Helena
var seglskip og það hefði tekið of lang-
an tíma að fara inn eftir hverja lögn.
Venjulega höfðum við þetta þannig, að
við söltuðum úr tveim til þrem lögn-
um, og þá voru tunnurnar sem við
höfðum með okkur, orðnar fullar og
saltið búið. Síðan, eftir að vera búnir
að fá á annað hundrað tunnur af ferskri
síld í viðbót, sigldum við inn og tókum
þá í leiðinni tunnur og salt.
VÉLSKIP.
Á sílldarvertíð 1908 lágum við í höfn
á Siglufirði. í þá daga var lítið um
bryggjupláss og við lágum úti á leg-
unni. Norðmaður, sem var á Helenu
með mér, kom um borð eina nóttina
og var við skál. Hann sagði mér, að
nýlegt norskt skip, sem líka var á síld-
veiðum, væri til sölu og að ég skyldi
kaupa það. Ég hafði ekki mikil pen-
ingaráð og tók þessu fjarri. Norsarinn
hélt áfram að nudda um þetta, og eftir
nokkra daga fór að koma í mig hugur
að athuga þetta nánar. Skip þetta hét
Norðurljósið, og átti að kosta níu þús-
und krónur. Norsarinn minn sagði, að
ég skyldi láta Helenu upp í kaupverðið
og borga sex þúsund krónur í pening-
um, og mundi hann sjá um að ég fengi
góðan greiðslufrest.
Svo ólíklegt sem þetta var, gengu
kaupin saman á þessum grundvelli.
Norðurljósið var seglskip en með hjálp-
arvél. Ég átti að borga þúsund krónur
um leið og kaupin færu fram og aðrar
þúsund krónur í marzmánuði næsta ár.
Ég átti létt með að borga fyrstu pen-
ingana, vegna þess að við vorum á síld-
inni, en þegar kom fram í marzmánuð
átti ég enga peninga og útlitið var ekki
gott. Ég setti í mig kjark og fór á fund
Friðriks Kristjánssonar bankastjóra og
spurði hann hvort það væri nokkur leið
að hann lánaði mér eitt þúsund krónur
til að halda skipinu. Hann lánaði mér
þetta með orðinu og án þess að ég Þyrfti
að fá ábyrgðarmenn. Það þótti mér
vænt um.
— Þekktir þú nokkuð til vélfræð-
innar?
— Nei, ekki hið minnsta. Samt fór
svo, að ég varð allfær í þeim fræðum.
Við fórum til Akureyrar um haustið og
þar tók ég alla vélina sundur, stykki
fyrir stykki, og raðaði þessu í kring
um mig og reyndi að átta mig á til
hvers hver hlutur væri. Þetta gekk
ágætlega, og eftir það vissi ég hvernig
þetta átti að vera.
— Hvenær og hvar lærðir þú sigl-
ingafræðina?
— Veturinn 1910—1911 var ég í
Stýrimannaskólanum í Reykjavík og
lauk prófi um vorið. Fékk þá réttindi
til að sigla skipum allt að 600 lestum
„Við hittumst niður á dekki. Við fundum
eflaust bæði, að við þurftum mikið að tala
saman og settumst á kistu á þilfarinu.
Tunglskinið speglaðist í öldufallinu...
6 FÁLKINN