Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Page 4

Fálkinn - 30.08.1961, Page 4
Hljóðfæraverzlun Poul Bernburg h.f. Vitastíg 10 — sími 38211. • Píanó — Alexander Hermann. • Harmonikur — Royal Standard og Weltmeister. Harmonikukassar — allar stærðir. Harmoníku-ólar — allar stærðir. • Rafmagnsgítarar — Plelctrumgítarar — Sólógítar- ar — Hawaiigitarar — Gítar pick-up (Framus) — Gítarkassar. • Saxófónar — Tenor og Alto Saxófónblöð (Selmer) — Saxófónsnúrur • Saxófónmunnstykki (Berg Larsen) — Saxófónpúðar • Klarinettur — Klarinettmunnstykki — Klarinettupúðar. • Trompetar — Trompetmunnstykki (Bach og Selmer). • Trompetolía (Conn og Selmer) — Trompetdemparar • Trommusett — Trommuvirburstar — Trommukjuðar • Trommuskinn (Premier) — Cymbalar — EINS ARS ÁBYRGÐ A ÖLLUH HLJÓÐFÆRUM. SENDUM UM ALLT LAND. SÍMI 3-8-2-11. Menn eru nú farnir að telja, að einhver breyting hafi átt sér stað í Sovétríkj- unum á síðustu árum. Eins og kunnugt er, hefur hið fræga tónskáld Igor Stra- vinsky ekki leikið eða verk eftir hann verið leikin í föð- urlandi hans, Rússlandi, síð- an 1924, því að menn álitu að verk hans væru ekki í anda kommúnismans. En nýlega var Stravinsky heimsóttur af nokkrum rússneskum tónskáldum, sem buðu honum til Rússlands næsta ár, til þess að hann gæti haldið hátíðlegt 80 ára afmæli sitt í föðurlandi sínu. Um leið og þeir buðu honum til Rússlands, færðu þeir honum þau gleðitíðindi, að verk hans væru nú aftur leikin af rússneskum hljómsveitum. Stravinsky, sem ekki hefur stigið fæti sín- um á rússneska grund síðan 1914, svaraði hrærður: „Herrar mínir, það mun gleðja mig mikið að koma aftur til Rússlands.“ ★ MEIRI HLUTI bandaríska öld- ungaráðsins hefur nú tjáð sig samþykkan því að veita Bob Hope heiðursmerki fyrir hinn ómetanlega skerf, sem hann hefur lagt að mörkum við að skemmta hermönnum Sáms frænda. Þegar hann er ekki önnum kafinn við upptökur og annað slíkt, flakkar hann á milli her. stöðva og skemmtir hermönn- unum. 17 aðfangadagskvöldum hefur hann eytt í þetta, og auk þess hefur hann gefið milljónir ala til hvers konar mannúðarstarf- semi. Mönnum þykir nú Bob Hope hafa unn- ið til þessa heiðurs. ★ ÞAÐ ER ef til vill einhverjum hulin ráðgáta, hvaða ástríðum de Gaulle gefur sig á vald í tómstundum sínum, en forset- inn er hinn mesti bókaormur og sendir í hverjum mánuði einhvern undirmanna sinna í bókaverzlun á Rue du Colise. En lestrarfíkn forsetans tak- markast ekki við neitt sérstakt, heldur hefur hann áhuga á öllu mögulegu, t. d. Sögu III. ríkisins og Ævisögu Balsacz ásamt L’homme de paisir, létta sögu eftir José Luis de Villalongas. Svo herma sögusagnir, að honum leiki mjög hugur um að vita, hvað um sjálfan hann stendur í sögu III. ríkisins. ★ í Bandaríkjunum er sérhverjum manni frjálst að gera það, sem eiginkona hans vill. Hemingway.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.