Fálkinn - 30.08.1961, Side 7
Það var sannkölluð ástríða Katrínar drottningar, að lokka
unga menn til fylgilags við sig. En þetta var engan veginn
ódýrt gaman hjá henni. Það hefur verið talið, að þetta hafi
kostað hana 100 milljón rúblur í beinhörðum peningum.
Og Orloff var ekki sá ódýrasti, enda entist hann henni
lengst.
Orloff átti að vera talsvert bundinn samkvæmt vilja
drottningar. Hann varð að búa í „friðilsíbúðinni“, sem Katrín
hafði látið gera í Vetrarhöllinni. Föst dagskrá var honum
ákveðin fyrir dag hvern. Klukkan tíu að morgni átti hann
að ganga á fund drottningar. Hann varð að aka út með
henni, borða með henni, hann mátti aldrei fara út einn og
ekki taka á móti heimsóknum. Og á kvöldin varð hann að
fylgja drottningunni til sængur.
Þessi tilvera var Orloff ekki að skapi. Hann þverbraut öll
boðorðin -— nema það síðasta! Hann fékk nægan tíma til að
sinna öðru kvenfólki og þjóra svo ósleitilega, að mönnum
blöskraði, og kölluðu Rússar þó ekki allt ömmu sína í þeim
efnum í þann tíð.
En þetta hátterni var honum ekki hættulaust. Hann vissi,
að ekki þurfti nema bendingu frá Katrínu til þess að dagar
hans væru taldir.
En hví skyldi hann bera kvíðboga fyrir morgundeginum.
Dagurinn í dag var honum nóg. Orloff var maður hinnar líð-
andi stundar.
Honum tókst sem sagt að halda draug framtíðarinnar í
hæfilegri fjarlægð. Þá leyndist óvissan djúpt í sál hans. Þess
vegna spilaði hann djarfar. Katrín var í fyllra mæli herra
lífs og dauða en einvaldsherrar nútímans.
Einhverju sinni kom lögreglustjórinn í St. Pétursborg inn
til kaupmanns nokkurs. Lögreglustjórinn afsakaði sig, — en
erindi hans var það, að drottningin hafði krafizt að fá kaup-
manninn — útstoppaðan! Hann yrði að koma með lögreglu-
stjóranum tafarlaust og láta stoppa sig út. Skjálfandi af
hræðslu fór kaupmaðurinn umyrðalaust með lögreglustjóran-
um. Fyrst drottningin heimtaði þetta, varð ekki með nokkru
móti hjá því komizt. Vilji hennar var lög.
Nú bárust boð frá dýragarðinum, þar sem verið var að
stoppa kaupmanninn út, fyrirspurn til drottningarinnar, hvort
hún vildi láta setja gleraugu í hann. Þá uppgötvaðist að farið
hafði verið nafnavillt. Drottningin kærði sig kollótta um
kaupmanninn, en hann hafði heitið sama nafni og eftirlætis
hundurinn hennar, Adrjúska, sem hrokkið hafði upp af ný-
lega. Það var hann, sem hún vildi láta stoppa út.
Svona var réttarfarið, þar sem Orloff lék sér að eldinum.
Án þess að hann hefði hugmynd um var það að þakka and-
legu sleni hans og algeru skeytingarleysi um stjórnmál og
áhugaleysi um völd, að hann hélt stöðu sinni sem „persónu-
legur aðstoðarforingi“ svona lengi og enda þótt hann launaði
milljónirnar, sem Katrín jós yfir hann með því að halda hóp
af hjákonum beint fyrir augunum á henni. Við þetta ástand
fann Katrírt til auðmýkingar og reyndi að draga fjöður yfir
það. En án þess að hún gerði sér sjálf grein fyrir því, gróf
þetta athæfi undan ástum hennar til hans. Orloff skildi ekk-
ert frekar en vant var og hélt áfram uppteknum hætti í
svalli sínu — á hraðri leið til glötunar.
Bólusóttin í Moskvu þyrmdi honum um skeið. Rétt fyrir
1770 hafði Katrín drottning látið bólusetja sig, fyrst allra í
Rússlandi og fengið Orloff til þess að láta bólusetja sig líka.
Hann átti því að vera öruggur fyrir sóttnæminu og var því
sendur til Moskvu til þess að hefja varnir gegn pestinni þar.
En þegar hann var farinn blossaði ást Katrínar til hans upp
á ný og hrifningu hennar yfir dirfsku elskhugans voru engin
mörk sett. Gregor Orloff var í hennar augum „hinn óviðjafn-
anlegi og dýrðlegi". Dýrðlegar veizlur voru haldnar honum
til heiðurs og engar gjafir þóttu of góðar handa honum. En
samt var farið að halla undan fæti og þessi tilbeiðsla var
eins konar áningarstaður á leiðinni ofan klifið. Það var ekki
sami ástríðueldurinn í tilbeiðslu Katrínar og fyrr. Þótt hún
fyndi þetta sjálf var Orloff andvaralaus sem áður.
Katrínu fannst hún þurfa að koma Orloff í burtu til þess
að geta gert sér ljósa grein fyrir hvernig sakirnar stæðu.
Hún sendi hann þess vegna til friðarsamninga við Tyrki í
iifes
lllllfllltSls
yý I
■ :
í-> 'xkS Z'*
: -
.A
'
• ;
P; • Aí
■
mmm.
■ ; ;• ■
Katrín mikla Rússadrottning.
Tosanci, Hinn voldugi Orloff þóttist ekki geta gert sér að
góðu að semja samkvæmt þeim fyrirskipunum, sem hann
hafði íengið. Samkvæmt þeim átti hann að ná friði, hvað
sem það kostaði. En Orloff voru engir friðarsamningar í huga.
Hann vildi halda styrjöldinni áfram og vinna sér lárviðar-
sveig sem aldrei visnaði. Auk þess hafði hann engan tíma til
að semja, því að hann var í sífelldum veizlum og sýndi sig
þar í klæðum, sem voru alsett demöntum og kostuðu milljónir
rúblna. Hann hafði þegið klæðin að gjöf frá Katrínu fyrir að
binda skjótan enda á styrjöldina við Tyrki!
Meðan á þessum dýrðlegu veizlum stóð, frétti Orloff að
Katrín hefði fengið sér nýjan elskhuga fyrir hálfum mánuði
síðan. Þá sleit hann veizlunum og hélt tafarlaust til St. Péturs-
borgar.
Nú biðu hans sár vonbrigði. Skammt fyrir utan borgina
biðu hans sendimenn frá drottningunni og boðuðu honum, að
hann yrði að fara í fjögurra vikna sóttkví. Hann kæmi að
sunnan og þar hefðu nýlega komið upp nokkur bólusóttar-
tilfelli. Þá gleymdi Katrín því viljandi, að Orloff var ómót-
tækilegur fyrir veikinni. í fyrsta skipti í tólf ár rann það upp
Frh. á bls. 32
Gregor Ortoff var siðlaus landeyða
en fyrir honum átti samt eftir að
liggja að skipa öndvegissess í
hjarta Katrínar miklu í 12 ár.
FALKINN
7