Fálkinn - 30.08.1961, Síða 8
EINAR PRESTLAUSI
Á sjötta tug 18. aldar stundar nám í
Hólaskóla ungur maður sem er á ýmsan
hátt meiri fyrir sér en æskilegt þykir.
Námsgáfur hefur hann ágætar, og er
slíkt að sjálfsögðu ekki lastað; hraust-
ari er hann og glímnari en aðrir skóla-
sveinar, og sá eiginleiki hefur laungum
verið í hávegum hafður á voru landi;
og hvorttveggja þetta væri auðvitað
blessunarlegasta guðsgjöf á mennta-
setrinu ef ekki fylgdu þau ódæmi sem
raun er á; svo hrekkjóttur og illgjarn
er pilturinn að eingínn getur við hon-
um séð. Og fyrst þegar við höfum sög-
ur af honum í skólanum stundar hann
það gráa gaman að kveikja í hárinu á
félögum sínum meðan þeir sofa.
Skólakennararnir líta að sjálfsögðu
straungum augum á atferli þessa baldna
nemanda, en geta þrátt fyrir allt ekki
annað en viðurkennt gáfur hans og
námshæfni; enda fær hann í hvívetna
meðmæli þeirra í þeim efnum. En piltar
hugsa honum þegjandi þörfina.
Síðan líður að þeim tíma er skelmir
þessi útskrifast með ágætum og býst til
heimferðar; það er árið 1754. Hann fer
í sín beztu klæði. Skólasveinar, félagar
hans, hafa víst eitthvað í huga, því þeir
leiða hann úr hlaði með mikilli viðhöfn,
allir sem einn. Einn geingur á undan
og teymir hest hans, en þeir leiða pilt
á eftir og sýngja lofsaungva á latínu.
Hann lætur sér þetta vel lynda. En við
traðargarðinn er kálgarður sem veitt
hefur verið í vatni, svo þar er leðja
djúp; og þegar prósessían líður þar hjá
sem forin er dýpst, þá verða skjót um-
skipti. Einn félaganna þrífur hatt stráks
og varpar útí forina en hinir fylgja fast
eftir og steypa kvalara sínum á kaf. Það
fyrsta sem hann ,sér þegar höfðinu skýt-
ur upp er það að nokkrir piltar siga
hundum á reiðskjóta hans, en allur
þorri þeirra stendur í röð á bakkanum
og sýngur níðljóð á latínu.
Og hvort sem honum líkar betur eða
verr, þá er það þarna sem hann biður
fyrirgefníngar á brotum síhum og þykir
fótur sinn fegurstur er hann sleppur
burt og röltir í humátt á eftir hesti
sínum.
★
Það var séra Eiríkur Hallsson í
Grímstúngu, vinsæll maður og vel
kynntur, sem árið 1754 tók við Einari
syni sínum úr Hólaskóla.
Einar hefur lítillega verið kynntur nú
þegar, en eina sögu úr æsku hans mætti
segja til viðbótar því hún sýnir hve
krókurinn beygist snemma til þess sem
síðan einkenndi hann: þegar fátæklíng-
ar komu að Grímstúngu og báðu um
matarbita, var það siður Einars að koma
með matarglefsu og rétta til þeirra. En
þegar hinn snauði með feginleik í aug-
unum bjóst til að taka við bitanum, þá
sagði piltur:
„Ójá, maður; það er hérna.“
Að svo mæltu át hann matinn sjálfur.
Séra Eiríkur fór þess brátt á leit við
biskup að hinn nýbakaði stúdent feingi
prestvígslu. Biskup var hinsvegar treg-
ur til jáyrða. En þegar prestur hafði
nauðað um þetta lánga hríð, svaraði
biskup þeim orðum er síðan þóttu sann-
mæli:
„Hempuna skal hann fá, en hrekkvís
verður hann alltíð.“
Árið 1759 varð Einar svo aðstoðar-
prestur föður síns, þá rúmlega tvítug-
ur, og þegar séra Eiríkur dó 1777, fékk
Einar Grímstúngu eftir hann. í 135 ár
höfðu forfeður hans verið prestar í
Grímstúngu hver eftir annan og jafnan
verið mikils virtir. En „séra Einar var
ólíkur forfeðrum sínum, hjákátlegur í
mörgu og sérlyndur og ekki þokkasæll
af sóknarfólki sínu, hrekkjamaður og
illmenni — en gáfaður var hann“.
Einar fékk þeirrar konu er Þóra hét,
dóttir Jóns prests Sigurðssonar á Kvía-
bekk, væn kona. Einar var auðugur að
fé. en nízkur svo mjög að með fádæm-
um var. Við sjálfan sig sparaði hann
ekkert, en konu, börn og hjú sín svelti
hann. Af hjónabandinu er það stytzt að
segja að Þóra festi ekki yndi með Einari
og fór að Haukagili til ríks bónda þar,
Ólafs Jónssonar, og þar andaðist hún.
f móðuharðindunum 1784—85 fór
margt húngraðra förumanna um land,
en kæmi einhver slíkur að Grímstúngu,
var viðkvæðið hjá séra Einari:
„Átt þú hér nokkurt kvígildi á leigu-
stöðum? Nirfill í Koti, Ríki mann í
Hvammi, Heimski Bjarni í Túngu,