Fálkinn - 30.08.1961, Qupperneq 9
Einar reiddíst ákaflega, greip hempu sína af kórbita,
hljóp með hana fram á mitt kirkjugölf, vafði saman
í vöndul, kastaði henni að fótum prófasts og mælti:
„Nú skal það heita, monsjör. Ykkur er bezt að taka
við henni Brúnku og svei henni."
SKEMMTILEG FRÁSÖGN EFTIR ÞORSTEIN FRÁ HAMRI
Rellu-Láfi á Haukagili, Digri Gvendur
í Saurbæ, Hálfdan kolapoki og maður-
inn með stóra sarpinn, þeir geta bríngt
ykkur ölmusu. Farið þið til þeirra." —
Þannig uppnefndi séra Einar flesta
menn.
Um sama leyti var það eitt sánn er
prestur kom úr kirkju, að hann gekk
til eldhúss, færði kjötsoðníngu upp í
trog og fór burt með það. í sömu svif-
um settust nokkrir flakkandi vesalíng-
ar að pottinum og byrjuðu að drekka
soðið. En klerkur var ekki leingi. Hann
kom að vörmu spori með fullt nætur-
gagn og hellti úr því í pottinn. Hann
sagði um leið:
„Gerið ykkur nú gott af þessu eftir
því sem þig bezt getið.“
Það var og venja séra Einars að grýta
að förumönnum er hann sá til þeirra
handan Álftaskálarár. Björn ísaksson
hét maður. Hann hafði dvalið um hríð
á Haukagili hjá Ólafi Jónssyni. Einsog
aðrir vissu þeir um þessa siði Einars;
og eitt sinn tók Björn það ráð að hann
klæddist tötrum og fór suður yfir ána.
Leið ekki lángt áður en prestur kom,
áleit að þar færi flökkukind og tók þeg-
ar að grýta að Birni. Hann sótti þó ekki
sigur í þeim stað, því Björn réðist að
honum, dró niðurum hann brækurnar
og lúskraði honum. Prestur stóðst ekki
afl Bjarnar, og er það sögn manna að
hann hafi látið af grjótkastinu um hríð
eftir þessa viðureign.
En viðmót hans gagnvart vesalíngum
var ævinlega hið sama. Hann stóð
frammifyrir vergángsmönnum líkt og
í æsku sinni: „Þetta étur presturinn í
Grímstúngum — en þú mátt snapa
gams vesalíngurinn þinn.“ Stundum
þegar kirkjufólk var að tínast í hlaðið
á Grímstungu, var prestur að bera kjöt
og smjör útum allt hlað og sagði: „Þetta
étur presturinn í Grímstúngum — en
hvað hafið þið aumíngjarnir ykkar?“
Séra Einar eldaði sjálfur allan há-
tíðamat, og fékk þá einginn annar að
koma í eldhúsið.
★
Atferli Einars mæltist hvarvetna illa
fyrir, og auðsætt þótti að þannig yrði
hann ekki lángær í embættinu.
Eitt sinn síðla sumars var fólk allt
komið til kirkju, en ekki bólaði á presti.
Meðhjálparinn, sem var Ólafur Jónsson
á Haukagili, vitjaði þá um hann og var
hann inni í bæ. Ólafur kallar á hann,
en fékk þetta svar: „Far þú Láfi, ég
kem.“ — Ólafur fór þá út aftur og beið
drykklánga stund, en ekki kom prestur;
og þegar Ólafur vitjaði hans á ný var
prestur í búrinu, og enn fékk Ólafur
sama svar. Hann gekk þá út og sam-
hríngdi, vitjaði síðan enn um prest, og
var hann þá kominn í eldhúsið og var
að vanda um ýmislegt þar. Eftirað Ól-
afur hafði enn minnt hann á að koma,
gekk hann út og skipaði öllu messufólki
að fylgja sér burt. Prestur gekk þá út
á bæjarhólinn, hrækti á eftir Ólafi og
kallaði: „Svei þér og farðu.“
Ólafur tilkynnti nú prófastinum Jón-
asi Benediktssyni á Höskuldsstöðum,
atferli prests, þetta og ýmislegt fleira.
Nokkru síðar fréttist að Grímstúngu að
það væri ætlun Jónasar prófasts að
sækja hann heim og myndu nokkrir
prestar vera í fylgd með honum. Þá
mælti séra Einar: „Ég hræðist ekki þótt
hann komi, hann digri Jútur á Hös-
kuldsstöðum, og þótt með honum verði
Snerill í Bólstaðarhlíð Soltinn Lángur
í Blöndudalshólum, Bakka-Krummi,
Eintrjáníngur á Auðkúlu, Steinness-
Gráni, Þyrilfaxi á Undirfelli og Pjakk-
ur með honum.“ — En þetta voru prest-
ar nyrðra: Digri Jútur var Jónas pró-
fastur, og síðan í sömu röð: Björn Jóns-
son í Bólstaðarhlíð, Auðunn Jónsson í
Blöndudalshólum, Rafn Jónsson á
Hjaltabakka, Ásmundur Pálsson á Auð-
kúlu, Sæmundur Oddsson í Steinnesi,
Guðmundur Guðmundsson á Undirfelli
og Páll Bjarnason, sem þá var reyndar
ekki orðinn prestur, en var síðan á
Undirfelli.
Þegar prófastur kom var stefnt þáng-
að öllum sóknarbændum og stóð rann-
sóknin í viku. Meðal ýmiskonar afbrota
kom til athugunar að í skiptum eftir
Þóru konu sína hafði séra Einar dregið
peníngskistil undan Mun það hafa orð-
ið honum drjúgast til sakaráfellis. Með-
an rannsókn stóð yfir messaði Jónas
prófastur í Grímstúngu. í lok mess-
unnar mælti hann til séra Einars svo
allir heyrðu: „Þér verðið nú, monsjör
Einar að standa allan kostnað sem þess-
ir menn sem með mér eru, við þurfa,
þar til allt er geingið fyrir sig sem gera
skal.“
Við þessi orð reiddist prestur ákaf-
lega. greip hempu sína af kórbita, hljóp
með hana fram á mitt kirkjugólf, vafði
saman í vöndul og kastaði henni að
fótum prófasts og mælti:
„Nú skal það heita monsjör. Ykkur
er bezt að taka við henni Brúnku og
svei henni.“
Síðan gekk hann burt.
Með þessu mátti segja að hann hefði
afsalað sér hempunni en að prófasts
dómi var hann dæmdur frá kjóli og
kalli. Þetta var 1786. Málinu var stefnt
fyrir synodus að Flugumýri, en séra
Einar mætti ekki þar. Hann skrifaði
þángað bréf og sagðist nýlega hafa ver-
Frh. á bls. 27
FALKINN
9