Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Qupperneq 15

Fálkinn - 30.08.1961, Qupperneq 15
Ekkert, hvorki stríð né hungursneyð gat fengið Gladys til að yfirgefa litla barnið og þann mann, sem hún unni. aðarlaus börn, sem kristniboðsstöðin rekur í Tsechow. Okkur tókst að sleppa út, rétt áður en Japanarnir hertóku þorpið, en mennirnir, sem áttu að fylgja okkur hingað, fóru frá okkur á leiðinni. Ég er með bréf frá kristni- boðanum. Ég heiti Timothy, bætti hann svo við. Gladys las bréfið, og sagði áköf við Hoka. — Kristniboðinn í Tsechow vildi ekki yfirgefa sjúkrahúsið, og hann segir mér að inni í landinu hafi verið komið upp stóru barnaheimili. Ég á að fara með börnin til Sian, og þann 12. nóvember koma flutningabílar frá hernum til að sækja okkur. í Sian tek- ur æðsti yfirmaður kristniboðsins, dr. Robinson, á móti börnunum. Gladys brosti ósjálfrátt. — Dr. Ro- binson er gamall kunningi minn, sagði hún. — Það var hann, sem vildi ekki senda mig til Kína. Hann yrði líklega undrandi. ef honum yrði sagt að ég væri hérna og væri viðriðinn málefni, sem hann áður taldi mig óhæfa til að framkvæma. — Og ætlið þér nú að bíða eftir bíl- unum fe'á hernum? spurði Hoka. — Nei, ég þori ekki að gera það. Við ættum að geta komizt gangandi til Sian á einni viku, ef við færum Honan- leiðina. Næsta dag kom Hoka aftur til Wang- cheng, en þá var borgin yfirgefin. Hann reið fljótlega til Lin Nan, ofursta, og skýrði honum frá því, sem hann hafði séð. — Hún var þar ekki, sagði hann. — Fjörgamall maður, sem enn var kyrr í kofa sínum, sagði mér, að hún hafi farið með barnahópinn til Sian fót- gangandi eftir Honan-leiðinni. Lin Nan horfði sorgmæddur eftir veginum. sem sást óljóst við rætur fjallanna. — Honan-leiðin? Japanarnir hafa komið vegartálmunum fyrir um 50 km frá Wangcheng. Hvenær fór hún af stað? — í gærkvöldi. Og það mun taka sinn tíma, hún er með 100 börn. — Ég fer ríðandi á eftir henni, sagði Lin ákveðinn. — Við hittumst við búð- irnar hjá Hantow-skarðinu. Lin stökk af hesti sínum og andar- taki síðar lá Gladys í örmum hans. — En hvað það var gott að ég náði þér, áður en það var of seint, Jen-Ai, sagði hann hrærður. — Þú ert á leið ánn í vegartálmanir Japananna. — En ég verð að komast til Sian með þessi börn, svaraði Gladys og lét sig ekki. — Ég get ekki snúið við héð- an af en við getum þá farið yfirfjöllin, þó að það sé þá lengra. — Það er helmingi lengra og geysi- lega hættulegt, sagði Lin aðvarandi. — Og því miður get ég ekki farið með þér og leiðbeint þér. Ég hef feng- ið skipun um að veita mótspyrnu hérna, á þessum stað, með hermönn- um mínum og þeim mönnum, sem eftir eru. — Þú mundir líka bara færa okkur í meiri hættu, ef þú og hvaða hermað- ur sem væri. Annars hef ég fengið ung- an hermann sem fylgdarmann, Li að nafni. Hann hafði týnt herdedld sinni, og nú hjálpar hann mér óeinkennis- klæddur hann fer á undan og njósnar. Ég hugsa að þessi ferð mín með börnin sé verkefni, sem Guð hefur hugsað mér. Ég hugsa að til þess hafi ég komið til Kína, til að frelsa þessi saklausu og hjálparvana börn. Lin kinkaði kolli skilningsgóður. — Lofaðu mér því að minnsta kosti að forðast alla fjölfarna vegi. Á þetta kort hef ég merkt þá fjarlægð sem þið ætt- uð að geta farið á hverjum degi. Jafn- skjótt og þú kemur til Sian verður þú að fara til bækistöðva hersins. Þeir geta svo á einhvern hátt komið boð- um til mín um að þú hafir komizt heilu og höldnu. Það skal ég gera, sagði Gladys ró- lega, — en ég hef ekki í hyggju að fara með börnunum á öruggan stað inni í landinu. Ég kem aftur til þín og þess héraðs, sem mér þykir svo vænt um. Ég mundi aldrei geta svikið það undir þessum kringumstæðum.... Nú ætlar þú að fara að skamma mig aftur? Hann brosti að ákafa hennar. — Nei, þvert á móti, sagði hann lágt og blíð- lega, — ég þekki þig of vel til að vita að þú svíkur aldrei köllun þína. Ég elska þig fyrir það. Hann tók hring af fingri sínum og setti hann á hennar fingur. Síðan kyssti hann hana. — Þú verður að fara af stað, áður en það dimmir, sagði hann og gekk að hesti sínum. — Góða ferð, mín eina. Megi ég fá að sjá þig bráðum aftur. Ferðin til Sian var eins og draumur, ljótur draumur. Kjarklaus og þreytt gengu börnin af stað á aumum og sár- um fótum, og þau fengu alltof lítið að borða, örlítið af hrísgrjónasúpu, sem mestmegnis var soðin úr vatni. Mörg- um sinnum vörpuðu flugvélar sprengj- um að þeim úr lofti, og það var skotið á þau af Japönunum, sem höfðu komið njósnurunum fyrir á mikilvægum stöð- um í fjöllunum. Þau óðu yfir ískaldar og úfnar ár, svo að það lá við að mörg þeirra drukknuðu. Þau fengu hitasótt og þoldu ótrúlega hrakninga. En Gladys hélt lífi í sér og börnun- um, sem fylgdu henni í blindni og kvörtuðu aldrei að óþörfu. Li var drep- inn, hann gekk í gildru, sem Japan- arnir höfðu sett við einn fjallveginn, en Gladys og börnin sluppu. Frh. á bls. 28 FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.