Fálkinn - 30.08.1961, Page 16
Ég íæcídist aftur niðnr og herti upp
hugann, sagði við sjáifan mig, að þetta
væru ekki helgispjöll. Ég gat heyrt
hjartaslög mín í þögninni...
SPENNANDI SMÁSAGA EFTIR M.P.DARE
Óvíða á Bretlandseyjum, nema ef til
vill í Wales, hafa gömlu skírin haldið
þjóðerni sínu og „sjálfstæði" á sama
hátt og hin fornu konungdæmi og com-
tes í Suður-Frakklandi. Enn þann dag
í dag telja Provence-búar sig ekki
Frakka, enda sameinaðist héraðið ekki
Frakklandi fyrr en 1480.
Hið sama má segja um Languedoc,
hitt gamla konungsdæmið, sem liggur
í hinum fagra Garonnedal, norðna Pýr-
eneafjalla. Ferðamenn hafa dregizt að
fornminjum héraðsins, en hin forna höf-
uðborg, Toulouse, hefur þó sloppið nokk-
urnveginn.
Áður en lengra er haldið, verð ég
að kynna sjálfan mig. Ég og vinur minn,
Allan Granville, höfum verið saman frá
bernsku, gengið saman í skóla og numið
hin sömu fræði, sögu. Sem betur fer
erum við nægilega vel efnum búnir
til að sleppa við að kenna, og við gát-
um keypt gamla óðalsstofu í Leicester-
shire. Þar stundum við rannsóknir okk-
ar, utan skarkala heimsins, og blessun-
arlega lausir við afskiptasamt kvenfólk.
Tveir gamlir fánaberar úr hernum
þjóna okkur að öllu leyti. Þeir heita
Jakob og Jóhannes, eru bræður, og þeg-
ar þeir heyra ekki til köllum við þá
postulana.
Fyrir nokkrum árum vorum við að
rannsaka sögu Albigensanna. Stríðið,
sem var háð til að útrýma þessum trú-
villingum, kom mjög harkalega niður
á Toulouse, sem búin er að vera krist-
in síðan á þriðju öld kristninnar, er
heilagur Sernin boðaði þar trú.
Þar eð franska er annað móðurmál
mitt, var ég látinn fara til Toulouse,
þegar rannsóknir okkar kröfðust þess,
en áður en ég lagði af stað, fékk ég
aðstoð föður Mason. Þessi ágæti, lærði
prestur hefur oft hjálpað okkur út úr
afkimum kirkjusögu og laga, og vinátta
hans hefur smátt og smátt aukizt, svo
að varla líður nú vika án þess að hann
heimsæki okkur á háværu og þefillu
mótorhjóli.
„Saga þessa héraðs hefur ennþá lítt
verið rannsökuð,“ sagði hann og framdi
þau helgispjöll að hella úr tóbaksdós
á máldaga frá fimmtándu öld. Gran-
ville stöðvaði hann með angistarveini,
rétti honum dagblað og sagði um leið,
að til slíkra hluta væru dagblöðin not-
hæf, en varla til annars. „Til allrar ham-
ingju þekki ég mann þarna suðurfrá,
sem hefur bæði getu og vilja til hjálp-
ar. Hann heitir faðir Saloux og er prest-
ur í litlu þorpi i nágrenni Toulouse.
Ég man ekki hvað staðurinn heitir, það
eru mörg ár síðan ég kom þar, en hann
er velþekktur fræðimaður um allt Suð-
ur-Frakkland, ef þú spyrzt fyrir á Saint-
Raymond safninu munt þú eiga létt
með að finna hann. Ég skal pára hon-
um bréf til að kynna þig.“
Síðan tók hann að veita mér upplýs-
ingar, sem ferðahandbók mín innihélt
ekki (frekar en annað, sem er raun-
verulega athyglisvert).
„í dómkirkju St. Sernin,“ sagði hann,
„er gríðarmikið safn af helgum dóm-
um, þar á meðal, því miður, bein tveggja
enskra dýrlinga. Þau eru þarna fyrir
tilverknað Lúðvíks áttunda, sem virðist
hafa verið snillingur í líkránum af þessu
tagi.
Annar þeirrra er heilagur Játmundur
kóngur, sem leið píslarvætti af höndum
Dana árið 870, hinn er heilagur Gilbert
ábóti, sem grundvallaði Gilbertínarregl-
una.
Ég er nú búinn að gleyma nánari
atvikum, en það eru spjöld við kist-
urnar. Mér finnst hart, að tveir af helg-
ustu dýrlingum okkar skuli vera þann-
ig í útlegð. Ég hef oft velt fyrir mér,
hvort ekki væri hægt að fá beinunum
skiiað.“
Nokkrum dögum síðar var ég á leið
til Frakklands. Ferðin var hin ömurleg-
asta, unz komið var suður um mitt
Frakkland, en einnig þar bar skugga a
gleði mína, því að annar klefafélaga
minna var einn af þessum óþolandi
mönnum, sem alltaf eru að reyna að
draga mann inn í samræður. Sem betur
fór tókst mér að þagga niður í honum.
Þegar ég loks kom til Toulouse byrj-
aði ég á að koma mér fyrir í þægilegu
hóteli og skoðaði síðan bæinn. Dóm-
kirkjuna lét ég bíða, unz ég hafði náð
fundi föður Saloux.
Ég rakst að sjálfsögðu á hann morg-
uninn eftir í hinu forna bókasafni. Hann
reyndist mér hinn bezti, og eftir að hann
hafði leyst vanda minn, fór hann að
sýna mér borgina. Of langt mál væri
að segja frá öllu því, sem við skoðuð-
um, nema einu húsi, en saga þess varp-
ar nokkru ljósi á það er síðar gerðist.
Við stönzuðum í gamalli götu framan
við ríkulega útskorinn inngang að húsi
frá Endurreisnartímanum.
„Þetta hús,“ sagði faðir Saloux, „er
hvergi nefnt í leiðsögubókum, hér um
slóðir gengur það undir nafninu Hús
djöfulsins, og saga þess réttlætir nafnið
fyllilega. Forn skjöl geta þess, að það
hafi verið reist fyrir mann að nafni
Amaury de Moissac, sem bjó í því til
dauðadags, árið 1563. Maður þessi var
ekki í tölu guðs barna. Hann var einn
af þessum kjánum, sem reyndu að búa
til gull, en auk þess fékkst hann við
svartagaldur, og hér í nágrenninu eru
enn sagðar furðusögur um atferli hans.
Síðasta verk hans tók þó öðru fram,
og virðist hafa orðið honum að bana.
Ég hef séð samtíma frásögn af því,
skrifaða af dómkirkjuprestinum í St.
Sernin.
Eftir skjali þessu að dæma virðist
hann hafa framkvæmt uppvakningu í
sjálfri grafhvelfingu dómkirkjunnar, en
eins og þú munt vita, eru þar leifar
margra dýrlinga.
í handritinu segir, að hin opinbera
rannsókn hafi leitt í ljós, að Amaury
hafi reynt að vekja upp dýrlinga. Ekki
veit ég hversvegna hann hefur valið
sér svo erfitt viðfangsefni, nema hann
hafi viljað sigrast á helgi þessara sálna.
En um það fáum við aldrei neitt að
vita, því næsta morgun fannst Moissac
DÓMKIRKJU
16 FÁLKINN