Fálkinn - 30.08.1961, Síða 18
„Þetta er hálfgerð frat hitaveita, héraa
er tnaður rekinn áfram með harðri hendi og
eiginlega er atdrei timi til þess að tala..."
Hér standa þeir Ömar Ragnarsson og Jón Ásgeirsson með hljóðfæri sitt.
Uppi á Flókagötu, þeirri ágætu og
fallegu götu, er leikinn fleygafúga frá
morgni til kvölds. Jón Ásgeirsson tón-
skáld leikur á loftbor eða fleyg, en Óm-
ar Ragnarsson gamanvísnasöngvari
syngur' undir. Það er sjaldgæft að hitta
á tvo ágæta listamenn við svo kyndug-
ar aðstæður. Rautt hár flaksast til í
vindinum, þeir eru báðir rauðhærðir,
Jón og Ómar. Okkur dettur helzt í hug,
að fransmenn hefði skorið þá í beitu
hér áður fyrr, ef þeir hefðu getað nælt
í þessa fjörkálfa. Við hittum þá að máli
sinn góðviðrisdag í júlí, þá hafði „kall-
inn“ skilið þá að, við vitum ekki hvers
vegna, þeir hafa ef til vill verið of
vegna. Þeir hafa ef til vill verið allt
of músikalskir fyrir fólkið í Flókagötu.
Jón var kominn upp í Bólstaðarhlíð, en
Ómar var kyrr á sama stað og áður.
— Hér get ég æft mig í friði, þegar
ég er á bornum, það heyrir nefnilega
enginn neitt, varla ég sjálfur, sagði Óm-
ar og strauk af sér rykið.
— Hvar er Jón, vinnur hann ekki
hérna með þér?
— Hann er einhvers staðar að grafa
fyrir heimtaug. Annars er honum mikil
fróun í því að vera á bor, sérstaklega
þegar hann sér lögulega skvísu ganga
framhjá. Þá setur hann loft á borinn
svona með rykkjum, trútt, trútt og gæt-
ir síðan að hvort skvísan lítur við. Ef
hún gerir það tekst hann allur á loft af
fögnuði. Eitt sinn gerði hann þetta með
borinn, ég lá þá uppi á skurðbakkanum
og svaf. Trútt, trútt, alls þrisvar sinnum
og viti menn, skvísan lítur við og brosir.
Jón tókst allur á loft af fögnuði, hann er
108 kíló. Svo vakti hann mig. 'Ég lét
þetta mig engu skipta, en þegar ég kom
heim, sagði kærastan mín við mig: —
Óskaplega er hann kammó, þessi vinnu-
félagi þinn, Þessi skvísa var þá engin
önnur en kærastan mín.
— Þú ert ekki á bor núna, hvar er
borinn?
— Maður getur ekki alltaf verið að
æfa sig, við erum svona að fokka í
hinu og þessu. En komdu, við skulum
hitta Jón.
Við göngum þarna yfir moldarhrúg-
urnar, Ómar stikar föstum skrefum og
stekkur yfir skurðina eins og hindrunar-
hlaupari á vellinum. Þetta er þó nokkur
spölur að fara, því að Jón er efst í göt-
unni, einn að moka mold.
— Þetta er hálfgerð frat hitaveita,
maður er bara rekinn áfram með harðri
hendi, ,,kallinn“ er alls staðar á gægjum,
segir Jón um leið og við komum.
— Það var allt öðruvísi hérna í gamla
daga, þá hafði maður það rólegt.
— Er það satt, sem Ómar segir, að
þú sért 108 kíló á þyngd?
Á