Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 19
Ómar semur borljóð sumardaginn langan, en Jón býr til fleygafúgu við
textann.
— Ég var nú ráðinn upp það. Þegar
ég réði mig, sagðist ég heita Jón Ás-
geirsson og vera 108 kíló, og ég var
ráðinn upp á það.
— Finnurðu einhverja fróun í því að
vera á bor? Eða svo segir Ómar.
— Það er allt undir samstillingunni
komið, hve bergið undir er massivt og
svo verða fallegar skvísur að ganga
framhjá öðru hverju til að auka á dá-
semdir tilverunnar. Svo þjálfar þetta
líka eyrun, maður fær þetta fína músik-
eyra. Er það ekki Ómar?
— Það finnst mér, segir Ómar og
glottir.
— Annars erum við að semja sym-
fóníu skurðanna, nei, borljóð.
— Eigum við ekki að kalla hana
fleygafúgu, skýtur Ómar inn í. Ég sem
textann, en þú lagið.
— Nú veit ég hvernig við höfum lag-
ið, fyrst kemur skerandi loftborshljóð.
Það táknar vinnugleðina. Síðan hægari
kafli, trútt, trútt, með sprettum, svo
fellt inn í þennan kafla dálítið blístur.
Það er þegar skvísan gengur hjá og dill-
ar sér í mjöðmunum. Þá byrjar Ómar
að syngja. Svo kemur að lokum há-
punktur verksins, ógurlegur tryllingur
á fleygnum. (Verkstjórinn er þá kominn
til að líta eftir vinnubrögðunum).
— Eigum við ekki að hafa það frekar
antiklímax, verkstjórinn stoppar vélina
og segir hálf ólundarlega, segir Ómar:
-— Jæja, strákar, þá er komið kvöld.
— Ef þú vilt fá að vita eitthvað um
músík, þá skaltu bara spyrja mig, ég
hjálpaði t. d. undirleikaranum hans Óm-
ars, hann gat ekki náð vissum punkti
í laginu Mér er skemmt, ég sagði Óm-
ari, að láta hann skrifta yfir 4/4 í 6/8.
— Annars átt þú Ómar að fara að
breyta um lög, þú átt að syngja dægur-
lög, sem líkjast franska Rondóinum.
— Eru þessi dægurlög ekkert nema
frygðarhljóð og kynæsandi hljómar?
— Lítið annað, þetta er hörmung að
hlusta á þetta andskotans gaul.
Við beinum nú samtalinu inn á aðr-
ar brautir og í þeim svifum kemur verk-
stjórinn, og Ómar er hálfhræddur um
að hann skipi honum á sinn stað að
vinna sitt ákveðna verk.
— Láttu ekki svona, heldurðu hann
leyfi ekki frægasta manni flokksins að
tala við blaðamann, segir Jón.
— Ég er ekkert frægur.
— O, jæja, ég læt nú vera. Þegar smá-
stelpur, svona 10 til 11 ára ganga fram-
hjá þér, þá líta þær á þig: — O, gvuð
— svo kafnar allt í hvísli og flissi.
Það er eins og þær langi til að prjóna
aftan við þetta!
— Ó, gvuð, hvað hann er sætur.
— Ég er nú vanur að segja blessuð-
um börnunum, að ég heiti Ólafur Thors
eða Hermann Jónasson, þegar þau spyrja
mig að heiti. Þá verða þau svo dolfall-
in, að þau spyrja ekki meir þann dag-
inn. Svo koma þau askvaðandi daginn
eftir og segja: — Þú ert hann Ómar
hennar Botníu. — Ha, ha, Ómar, sem
er trúlofaður henni Botníu. —
— Annars er það ekki svo slæmt, en
hitt er verra, að ég trúlofaðist skömmu
seinna heldur en ég söng þennan texta
inn á plötu. Og nú er aumingja kær-
astan mín kölluð Botnía víða, þar sem
hún kemur, þó að hún eigi ekki nema
helminginn af líkamsþunga Botníu heit-
innar. —
— Það er annar maður hér í flokkn-
um, sem rauðhærður er líkt og Ómar.
Hann segist aldrei bíða þess bætur að
hafa verið kallaður Ómar Ragnarsson.
Krakkarnir hafa tekið hann stundum
í misgripum fyrir Ómar, segir Jón. —
— Hér gerist margt kyndugt, — segir
Jón, ég get sýnt ykkur dálítið afar
merkilegt eða jafnvel fram úr hófi ó-
smekklegt. Einn strákanna var að grafa
fyrir heimtaug í húsi einu hérna í Ból-
staðarhlíðinni. Hann grefur undir hellur
nokkrar, sem sorptunnurnar stóðu á.
Hann tekur nú eftir, að á hellunum
eru einhverjar áletranir og fer að lesa.
Þetta eru þá legsteinar. —
Jón leiddi okkur að staðnum og sýndi
okkur steinana.
— Finnst ykkur þetta ekki ósmekk-
legt?
Við tókum niður hjá okkur áletran-
irnar og þar á stóð:
C. 20501. WO. I. (RSM)
A. B. Currie
Canadian infantry corps.
3rd January 1941. Age 34.
Rest in peaee.
Framh. á bls. 27.
ÍNÍA SKURÐANNA
fXlkinn 19