Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Page 21

Fálkinn - 30.08.1961, Page 21
Notið grófan hör í sterkum lit, t. d. fallega bláum, einnig er ágætt að nota ullar- garn. Saumað með perlugarni nr. 5; hvítu, og t. d. drapplituðu til að mynda hvíta skugga í kantinn í hring. — Ferhyrningar í mynstrinu = 1 þráður. — Saumið fyrst flatsauminn í röndunum með hvítu, dragið síðan hvítan eða drapp- litaðan þráð í gegn eins og mynstrið sýnir. — Gætið vel að því að sporin séu bein og takið ekki of fast á; svo að efnið dragist ekki saman. undir höfuð leggjast að ná honum strax úr. 2. Reynið að gera ykkur ljóst, hvað valdið hefur blettinum. Dökkir blettir eru oftast fitublettir. Harðir blettir eru oftast sykurblettir. Mjúkir, ljósir blettir eru oft mjólk. Aðrir blettir, eins og t. d. kaffi, te, blek o. s. frv. eru auðþekktari. 3. Afmarkið blettinn með því að þræða í kringum hann með tillausu þræði- grani, sem stingur þó í stúf við efn- ið sjálft. 4. Notið fyrst væg hreinsiefni, grípið aðeins til þeirra sterkari, sé þess brýn þörf. 5. Notið mjúkt undirlag, sem dregur til sín hreinsiefnið og blettinn. ‘Berið hreinsiefnið á með bómullarhnoðra eða pjötlu úr sjálfu efninu. Til að ekki marki fyrir blettinum á eftir, er hann blettur fyrst, síðan nuddað varlega frá miðju út að brún, svo ekki myndist skarpar brúnir. 6. Leiki vafi á, hvað valdið hefur blett- inum, skal ætíð byrja á því að nota fituuppleysanleg hreinsiefni, ekki vatn, sem festir suma bletti svo, að nær illmögulegt er að ná þeim úr á eftir, jafnvel þótt hin réttu hreinsi. efni séu notuð. Leiki vafi á því, hvort efnið þoli hið tilskylda hreinsiefni, skal það reyrit á pjötlu fyrst eða saum, sé ekki annað fyrir hendi. 7. Gleymið ekki að bursta flíkina vel, áður en hún er blettahreinsuð. Laust ryk getur valdið tjóni. Standið við opinn glugga, þegar hreinsað er. Sjálfsagt er að á hverju heimili séu til hin algengustu hreinsiefni, en munið að geyma þau velmerkt, og aldrei í sama skáp sem matur og drykkur er geymdur. Bezt í sérstökum, aflæstum skáp, þar sem börn ná ekki til, þar eð sum þeirra eru mjög eldfim og önnur eitruð. Helztu hreinsiefni, notkun þeirra og eiginleikar: Benzín: Leysir upp fitu. Mjög eldfimt. Glyzerin: Leysir upp plöntulitarefni, eins og t. d. súkkulaði, ávaxtalit, gras- grænu, kaffi. te og vín. Terpentína: Leysir upp nýja málningar- bletti, prentsvertu, fernis. Mjög eld- fimt. Tetraklómlefni: Leysir upp fitu. Ekki eldfimt, en eimurinn er eitraður, er þyngri en andrúmsloftið, leitar því niður á gólf. Hreinsið blettinn áður en hann hefur tíma til að þorna. Oxalsýra: Leysir upp blek, ryð o. fl. Mjög eitruð. Aðeins nothæf á hvít og litarföst efni. Salmíak: Notað við fitubletti og skylda bletti á dökkum, litarföstum efnum. Umferðarslettur eru oft erfiðar við- ureignar. Brintoverilte: Notað við sviðna bletti. Ekki nothæft á lituðum efnum eða hör, rayon, nylon, perlón og dracon. Vínsýra: Nothæft á ullar- og silkiefni. Leysir upp blek, grasgrænu. Edikssýra: Notuð á svitabletti og þvag- bletti. Algengustu blettirnir eru: Fitublettir. Reynandi er að ná þeim burt með volgu kartöflumjöli, sem lát- ið er liggja á blettinum í nokkrar klst. Burstað vel á eftir. Endurtekið ef þörf er á. Annars er notað benzín, tetraklorkolefni eða blettavatn. Fari bletturinn ekki við notkun þessara hreinsiefna, bendir það til þess að í honum hafi verið annað en fita. Oft nást eftirstöðvarnar burt með því að bursta. Arinars skal reýnt með salmí- aki og vatní. Mjólkur- og rjómabletti skal strax skola úr með köldu vatni. Þegar þeir eru orðnir þurrir, eru þeir hreinsaðir sem fitublettir. Ath. að nota ekki heitt vatn. Berja- og ávaxtablettir á bómull losna, sé þeim dyfið nokkrum sinnum í sjóð- andi vatn. Á viðkvæmari efni er not- að salmíak eða boraxupplausn. Kaffi-, te- og kakaóblettir. Nýir kaffi- og teblettir hverfa, sé þeim dyfið í sjóð- andi vatn. Nýja kakaóbletti á að þvo úr köldu vatni. Núið gamla bletti með glyceríni, síðan þvegnir á venjuleg- an hátt. Umferðablettir, sem ekki nást burt með því að bursta þá, eru þvegir, fyrst úr vatni og síðan með fituuppleysanlegu hreinsiefni.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.