Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Qupperneq 26

Fálkinn - 30.08.1961, Qupperneq 26
GLENS UM KONUR í USA OG FLEIRA FÓLK „Unglið svinglar þöngla um þá þenglar töngla á rangli. Tunglið dinglar önglum á, englar söngla á stangli.“ Gamall húsgangur. Mæðradagurinn er haldinn hátíðleg. ur í mörgum löndum, m.a. í Banda- ríkjunum. — Móðir tveggja hnokka skrdfaði blaði einu og sagði frá spaugi- legu atviki í sambandi við daginn. Henni sagðist svo frá: „Ég fylltst stolti á Mæðradaginn, þegar tveir yngstu drengirnir okkar gáfu mér fremur þyrkingslegt potta- blóm, sem þeir höfðu nurlað saman peningum fyrir, án þess að hafa verið hvattir til þess af föður sínum á nokk- urn hátt. En þegar ég þakkaði þeim fyrir og kyssti þá á báðar kinnar, sagði sá minni hálf vonsvikinn: — „Mamma, ef við hefðum átt tvo doll- ara í viðbót, þá hefðum við getað keypt voða fallegt spjald, sem á stóð: „Hvílið í friði“ V,ið vildum nefnilega, að þú hefðir það rólegt á Mæðradag- inn — Ég hef látið segja mér, að þér sóið öllu kaupinu yðar á kvöldin í kvenfólk, vín og fjárliœttuspil! Mig langar til að spyrja yður, hvort þér væruð fáanlegur til að taka mig með yður eitthvert kvöldið? 505" — Mér finnst nú sannast að segja, að hún systir þín hefði getað feng- ið einhvern annan til að hugsa um krakkann sinn, rétt í dag. Gömul kona í Bandaríkjunum hringdi eitt sinn í tízkuhús og var gráti næst. Hún sagði, að eiginmaður hennar hefði nýlega gefið henni dá- samlega gjöf, en sá hængur væri þar á, að hún gæti ekki með nokkru móti komizt inn í hana. Framkvæmdastjór- inn svaraði í símann og sagði, að þeir mundu kippa þessum kjól í lag á ör- skammri stund. „Hver var að tala um kjól?“ sagði gamla konan snöktandi, „Það er Volkswagen, sem hann gaf mér.“ FYRIR fjöldamörgum árum trúlofaði sig ungt par. Lifði það um skeið í lukkunn- ar velstandi, en svo fór hann í burtu og sagði það óvíst hvenær hann kæmi aftur. Leið svo og beið og ekki komf pilturinn, en eftir fimmtíu ár skrifar hann og segist nú vera tilbúinn til að giftast. Hún skrifar honum aftur og dregur heldur úr giftingu, en er þó til- leiðanleg og segir sig vera heldur óað- laðandi, hún sé t. d. búin að missa all- ar tennur og orðin sé hún hrukkótt og gráhærð. Vinkona hennar las bréfið og segir hvaða bölvuð vitleysa þetta sé, hún hafi þó eina tönn. „Ja, men det skulle være en over- raskelse,“ svaraði sú trúlofaða. Strákar geta oft verið hnyttnir í orði og er hér ein saga af því. Kerskinn strákur vann eitt sinn í bakaríi hér 1 bæ. Ekki þótti hann stíga í vitið, en gat þó oft verið fyndinn. Eitt sinn var strákur að slugsa niður við höfn, og var honum gefinn hlýri, sem er skyldur steinbít. Þetta var á þeirri tíð, er konur fóru óðum að kasta peysufötunum og taka upp danskan búning. Strákur fer nú með fiskinn, en mætir á leiðinni skipsjómfrú einni, sem hann þekkti. Var hún á dönskum búningi. „Hvaða fiskur er nú þetta, hróið mitt,“ spyr hún stráksa. „Það er ýsa á dönskum bún- ingi,“ svarar stráksi rogginn. Benedikt prófastur að Hólum í Hjalta- dal var ekki margmáll og oft mjög stuttur í spuna. Einu sinnj var hann á ferðalagi með Ólafi stúdent, sem var þá skrifari sr. Benedikts. Er þeir höfðu lengi riðið án þess að mæla orð af vör- um, spyr Ólafur prófast: „Er lauslæti synd?“ „Stundargaman,“ svarar Benedikt. Líður svo nokkur stund. Þá spyr Ólaf- ur enn: „Er hórdómur synd?“ „Nýjungagirni,“ svarar sr. Benedikt. Tvær amerískar stúlkur, sem höfðu hjólað gegnum þvert og endilangt Frakkland, dvöldust einhverju sinni í kastala frá 18. öld, sem hafði verið breytt í hótel. Eigandinn, alúðlegur markgreifi, skemmti þeim með smá- sögum úr nágrenninu og skrítlum af sjálfum sér. Hann sagði, að eitt sinn í æsku sinni hefði hann verið lokaður inni um það bil ár vegna þess, að föð- ur hans hefði mislíkað svo við hann. Spurul á svip, spurði önnur stúlkn- anna: „Hvað gerðuð þér svona hræði- legt af yður, drápuð þér einhvern?“ Markgreifinn leit feimnislega á hana og svaraði: „Þvert á móti, ung- frú.“ S/2 — Döttir yðar? Hún er háttuð fyr- ir löngu! 26 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.