Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Síða 27

Fálkinn - 30.08.1961, Síða 27
Einar prestlausi - Framh. af bls. 9. ið lýstur faðir að barni. Eftir það þótti ekki taka því að efast um réttmæti þess að dæma hann frá. Um dómsmenn sagðd Einar að þeir héngju saman á hölunum eins og Sam- sons refar. Eftir þetta gegndi Einar aldrei prests- skap og var kallaður Einar prestlausi. Þóra Sigurðardóttir, kona hans, hafði aðeins verið hjá honum þrjú ár, og eins og fyrr var sagt dó hún hjá Ólafi á Haukagili eftirað hafa verið húskona þar allmörg ár. Við jarðarför hennar sagði Einar prestur þegar hann gekk frá leiðinu: „Lof sé guði vor lausn er gerð.“ Síðan gekk hann nokkur fet, hló þá dátt og mælti: „Létt er þeim sem lausum flákkar." Eftir þetta bjó hann um skeið með systur sinni, er Kristín hét. En barn það sem hann var lýstur faðir að meðan á málunum stóð, átti hann með vinnu- konu sinn,i er íngibjörg Guðmundsdóttir hét. Hana kallaði hann Imbu strympu. Síðan giftust þau, og munu siðir Einars hafa haldizt svipaðir. Þegar Einar mat- aðist fékk auðv.itað einginn nærri að koma, og við íngibjörgu sagði hann: Þú hefur lyktina Strympa. Um þessa giftíngu orti Einar: Leingi hefur lúðurinn góma látið fyrir erum hljóma Sinfónía - Frh. af bls. 19. As long as life and memory lasts we shall remember thee. Og á hinum var þessi áletrun; D. 61. 494. Corporal A. J. D. Slavin. Canadian infantry corps. 16th October 1940. Vægast sagt fannst okkur þetta mjög ósmekklegt. Þetta er óvirðing við hinn látna, hvernig svo sem steinaxmir eru fengnir. Það er hlaupinn örlítill órói í Ómar, enda komið fram undir hádegi, og hann hefur varla unnið handtak eftir kaffi. — Ég er búinn að fá móral yfir öllu þessu slóri, segir hann, mér finnst ég heyra kallinn vera að öskra. — Og þar með er hann hlaupinn af stað. Við kveðjum nú Jón og höldum á bi’aut. Við vorum líka eitt sinn í verkamanna- vinnu og erum minnugir þess, hve okk- ur leiddust skelfilega öskrin í kallinum, ýmist í dúr eða moll. — SveTom. að hún vildi eignast prest, aldrei komst hún að þeim sóma af því missti meydóms blóma, í tómri tunnu bylur bezt. Þau íngibjörg eignuðust son er skírður var Ólafur, en Einar kallaði hann jafn- an Ólaf drelli eða Drelli Strympuson. Ólafur þessi varð mikill kvæðamaður. Ein af vinnukonum Einars hét Helga, og mælt var að hún hafi orðið þúnguð. Fóru þau þá eitt sinn saman fram á Grímstúnguheiði. og eftir það þótti þúnginn horfinn. Þegar Einar varð var við að menn hefðu orð á þessu sagði hann í spotti: „Ójá, ójá, maður, ef Sýrvatnsás kynni að tala, vissi hann af barninu hennar Helgu.“ — Aldrei var hann þó sakfelld- ur um þetta. Eitt sinn eftir að hann giftist íngi- björgu var hann að sjóða hángikjöt í jólamatinn og bannaði öllum að stíga fæti í eldhúsið. Heimafólk allt og þar með kona hans var svángt. og var það nú ráð einnar af vinnukonum, að hún dulbjó sig einkennilega með rekkjuvoð yfir sér og mætti Einari þannig í gaung- unum. Einar var myrkfælinn, hljóp til konu sinnar og sagði: „Komdu íngi- björg, það gánga undur á frammi.“ Kona hans lézt þá sofa, en á meðan veiddi vinnukonan upp úr pottinum og gæddi fólkið sér á því síðar. ★ Kirkjusiðir Einars voru ekki allir við hæfi, meðan hann stundaði prestskap sinn. Hvort hann leyfði fólki að vera til altaris hjá sér, fór algerlega eftir dutt- lungum hans. Eitt sinn ætlaði gömul kona, Sesselja að nafni, að vera til alt- aris, en fékk neitun. Hún fór þá að gráta. Einar mýktist ekki meira en það að hann sagði: „Nei, snúðu aftur Lánga- Setta. Þú skalt nú snapa gams í dag.“ Eitt sinn þegar biskup vísiteraði kom hann til séra Einars, og þegar biskup ætlaði burt með sveinum sínum að loknum kveðjum, byrjaði prestur að sýngja hann úr hlaði einsog siður var. Hann var raddmaður mikill og saung: Hér kom einn með hettu, höldar til sem fréttu, rétt af ráði sléttu róla híngað náði, þýða veizlu þáði. Graut og spað spað spað graut og spað spað spað graut og spað, ég greini það gráðugt éta náði. Síðan gekk prestur heim hlaðið og sagði: „Þetta er fullgott í hann. Þetta skal hann hafa.“ Eftirfarandi niðurlag á einni af stól- ræðum séra Einars hefur varðveitzt og bendir til ærinnar mælsku jafnframt sérkennilegri túlku á síðasta dómi: „Hvar mundi það lenda á sínum tíma, sá lifnaðarmáti sem nú yfirgeingur í þessari sýslu, svo sem hórui’í, lauslæti, agg, reiði, flokkadráttur öfund, bak- mælgi, lygi, þjófnaður, drykkjuskapur og annað því um líkt? Hvar mundi það lenda segi ég, þegar hann sá voldugi myrkranna konúngur kemur til að end- urgjalda einum og sérhverjum þann eða þann glæp sem hver hefur með þeim eða þeim líkamans lim framið, að end- urgjalda segi eg með því hárbeittasta pínslarfæri sem hann sá voldugi myrkr- anna konúngur getur verst upp fundið í því díkinu, sem vellur af eldi og brennisteini, og hvar munuð þér þá standa, rauðir af blygðun ykkar and- litis og skömminni íklæddir? Amen.“ Ævinlega hrækti Einar á leiði Þóru, fyrri konu sinnar, þegar hann átti leið framhjá því. ★ Eftirað Einar missti hempuna var hann annars leingstum í húsmennsku, en á sumrin flakkaði hann og sagðist þá vera á reisu- Leingstu vist hafð'i hann á Akri hjá Arnbirni Árnasyni (d 1835) og konu hans, Sigurlaugu. Um veru sína þar sagði hann: „Þar er aðgerðarlaust meinleysi, ánægjulegur friður og yfirgnæfaniegt húngur.“ Arnbjörn bónda kallaði hann Skarn- björn pjaka en Sigurlaugu ýmist Laungu nurtu eða Tíkina Doppu. Einar átti tík, sem hann kallaði Dimmu og hafði mikið dálæti á henni. Svo virðist sem einhverjir hafi drepið hana fyrir honum, því hann orti brag sem byrjar svo: Þeir sem drápu Dimmu kind drýgðu mikla höfuðsynd. Hann orti einnig sjálfum sér grafskriít, þótt sumir segi raunar að aðrir hafi kveðið hana undir nafni hans af skensi; en hún er svona: Þegar dauðinn sýnir sig og síðast ríður mér á slig þá vil ég láta leggja mig loks hjá minni bleyði sem ég leingi þreyði. Erum við þá þá þá erum váð þá sem allir sjá undir sama leiði. Á leiðinu skal liggja tré loftskorið með E og E, fágað allt og fagurt sé svo finnist eingin lýti þó krummar á það kríti. Úti er þá þá þá úti er þá allt eymdarstjá og Einar kominn í Víti og betri komin býti. Einar var eitt sinn á Stóru-Giljá. Vinnumaður einn er Hrólfur hét ræddi við hann um mann sem orðið hafði vit- skertur. Þá sagði Einar: „Nú, mundi ég ekki þegar ég var prestur uppi á Grímstúngu, hafa getað Framh. á bls. 30. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.