Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Page 32

Fálkinn - 30.08.1961, Page 32
Helga! Ég vaknaði með kuldahrolli og verki og reyndi að telja mér trú um að þessi martröð hefði verið draumur, en árang- urslaust. Á andliti mínu voru þrír skurðir, og úr einum þeirra dró ég þrjá iðandi maðka, og á gólfinu voru stór blettur af illþefjandi dýrsblóði, sem ekki var orðið þurrt. Ég vildi fyrir hvern mun forðast að vera fundinn þarna og lagaði til bein og skikkjur eftir beztu getu. Glerbrot- unum ýtti ég inn í horn. Svo fór ég inn í horn og beið dags. Loks klukkan hálfníu kom kirkjuvörð- urinn og hleypti nokkrum pílagrímum inn. Aldrei hef ég orðið eins feginn að heyra lykli stungið í skrá. Kirkjugestir voru fáir, svo að ég slapp auðveldlega óséður. En við bogann yfir innganginum í grafhvelfínguna sá ég þessi orð; VIGILANTES SUNT QUI CUSTO- DIUNT LOCUM. „Nú skil ég,“ muldraði ég. „Árvakrir eru þeir, er staðar þessa gæta.“ Álútur, svo að andlit mitt sást ekki, flýtti ég mér til herbergis míns. Mér tókst að sannfæra föður Saloux um, að ég hefði hnotið á ójafnri stein- lagningu. Yfirvöld dómkirkjunnar hafa sennilega vitað, hvað þau áttu geymt þarna niðri, og því þagað, þar að auki eru engin blöð í Toulouse til að básúna atburðinn. Mér tókst að ljúka erindum mínum í friði. Er ég sagði föður Manson og félaga mínum frá þessu, varð Granville að orði: „Ef mér hefði dottið í dug að þú tækir orð föður Mansons svo alvarlega, hefði ég varið þig við. Þú veizt ber- sýnilega lítið um dýrlinga." Hann gekk að bókahillu og tók niður „Skríni enskra dýrlinga“ eftir J. C. Wall. „Hlustið báðir,“ sagði hann og las: „William frá Malmesbury segir frá 32 FÁLKINN því, að Leoffston ábóti hafi verið for- vitinn um, hvernig lík Játmundar liti út, og 1050 opnaði hann kistu hans og fann líkið algerlega órotið, en sagt er að honum hafi verið þunglega refsað fyrir dirfskuna. Dýrlingurinn hefur einnig tekið í lurginn á öðrum, sem eigi haía hagað sér tilhlýðilega í kirkju hans. Danskur aðalsmaður, Ásgautur, svívirti minningu heilags Játmundar, og sýndi kirkju hans fyrirlitningu. Fyrir það var hann sviptur skynsemi sinni, unz hann iðraðist í kirkjunni." Litla sagan - Frh. af bls. 29 merki skilið eftir, því komst rannsóknar lögreglan fljótlega að. Nákvæmar upplýsingar um hina ungu og fögru línudansmey lágu brátt fyrir. Hún var snjöll leikkona, gekk á línu, dansaði og sýndi hinar ótrúlegustu lík- amsstellingar. Talin var hún hafa átt mörg ástarævintýr og þegar nafn hennar bar á góma við kvenþjóð sýningarflokks- ins, var þar hina megnustu andúð að finna á leikkonunni. Þegar frá leið, kom í ljós, að einkum voru það tveir menn, sem bezt höfðu þekkt hina myrtu, reiðsnillingurinn Harry Faulkner og Jósep Creason dýra- temjari. Höfðu þeir báðir verið elskhug- ar hennar. Harry Faulkner hafði heim- sótt dansmeyna kvöldið áður en hún var myrt. En hann harðneitaði því, að þeim hefði orðið sundurorða og kvaðst enga ástæðu hafa haft til að vilja Lólu feiga. Við rannsókn á munum Faulkners fannst ekkert er benti í þá átt. Útlitið var öllu verra hjá Creason. Þeir, sem vitni báru, voru sammála um að hann væri mjög uppstökkur og sér- lega afbrýðissamur. Höfðu margir heyrt hann hóta Lólu að drepa hana. Hann hélt því hinsvegar fram, að hann hefði farið snemma að hátta þetta kvöld. Skotvopn hafði hann ekkert átt enda fann lögreglan ekkert slíkt er hún leitaði í fórum hans. Ekkert kom fram, sem bendlaði Creason við glæpinn. Að hálfum mánuði liðnum hélt fjölleika- flokkurinn frá Chicagó. Mörgum ínánuðum síðar kom einn af aðstoðarmönnum flokksins til Kvery. Hann starfaði nú hjá öðru fyrirtæki, og hafði verið farinn frá leikflokknum er morðið var drýgt. Hafði hann lesið um það í blöðunum, og vildi nú skýra lög- reglunni frá því, að vissulega hafði Crea- son haft marghleypu! Kom hlaupvídd hennar heim við kúlur þær er lögregl- an hafði fundið. Var skreyting úr perlu- móðurskel felld inn í skefti byssunnar og sagði maðurinn að skelin hefði verið farin að rifna öðrum megin. Creason var nú tekinn til nýrrar yfir- herslu. En enginn hafði séð byssuna, sjálfur neitaði hann sökinni og Kvery varð að sleppa honum aftur. Það var ekki fyrr en drengurinn fann vopnið hjá járnbrautarteinimum, að menn fengu í hendur sönnun þá er með þurfti: skammbyssu Creasons. Lest- in hlaut að hafa verið á þessum stað, þegar morðið var framið, og morðinginn síðan fleygt áhaldinu út um gluggann. Kvery fulltrúi sendi skeyti til „Hins mikla austurlenzka fjölleikaflokks“. En þar var honum sagt að Creason hefði gengið úr þjónustu flokksins fyrir meir en misseri síðan. Hvar hann var niður- kominn vissi enginn. Lögreglan leitaði hjá öllum meiri háttar leikflokkum, en árangurslaust. Áður en lögreglan fengi náð Creason fyrir tilstilli þessarar óyggjandi sönn- unar, kom óvænt atvik fyrir. Við fjölleikasýningu einhversstaðar í Tennesee réðust sex dýr á ljónatemjar- ann „Rikkó“, og særðu hann til ólífis. Skelfingaræði braust út í sýningartjald- inu, varðmenn skutu þrjú ljónanna og sýningu var aflýst. „Rikkó“ var fluttur í sjúkrahús og skorinn upp. En lítil von sýndist um líf hans. Þegar hann komst til meðvitundar, baðst hann eftir að fá að tala við yfirlækninn. — Ég heiti Jósep Creason, mælti hann. Ég þarf að gera játningu fyrir yður. Það var ég sem myrti Lólu Depré hjá „Aust- urlenzka fjölleikaflokknum“ fyrir nokkrum árum síðan .... Hún gerði mig örvita með ótryggð sinni .... Daginn eftir fékk Kvery lögreglufull- trúi skýrslu um það sem gerst hafði, yf- irlæknirinn sendi honum játningu ljóna- temjarans. Creason hafði kvatt þennan heim nokkrum stundum eftir að hann gerði hana. ■—■ Svo réttlætinu var þó fullnægt, hugsaði fulltrúinn um leið og hann vóg í hendi sér skammbyssu með sprungnu perlumóðurskefti. Elskhuginn - Framh. af bls. 7. fyrir honum, að frillan var yfirboðari hans og hann var aðeins þegn. En ekki hafði hann greind til að skilja hvað verða vildi. Hann fékk skipun um að afsala sér öllum embættunum, en neit- aði því harðlega. Katrín reyndi samn- ingaleiðina. Hún bauð honum að halda launum sínum sem „persónulegur að- stoðarforingi“, 150 000 rúblum, og allar hallir drottningarinnar fyrir utan Moskvu skyldu honum heimilar til af- nota, sömuleiðis vagnar hennar, hestar og þjónar. Enn fremur gaf hún honum 10 000 ánauða bændur, borðbúnað úr silfri til hversdagsnotkunar, húsgögn, hallir, málverk og hvaðeina. Það vant- aði ekki rausnarskapinn. En — til St. Pétursborgar fengi hann ekki að koma. Það var einmitt það sem hann vildi. Honum stóð hjartanlega á sama um allt annað. Og fyrir dirfsku og takmarka- lausa áleitni tókst honum loks að kom- ast til hirðarinnar á ný.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.