Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 33
Hinn nýi elskhugi drottningarinnar
var einstakur húðarletingi og hafði eng-
in áhugamál önnur en hirða launin sín
sem „persónulegur aðstoðarforingi". —
Hann hét Wassiltsjikoff. Slíkur keppi-
nautur var ekki hættulegur Orloff. Árið
1772 hafði Katrín sæmt Orloff fursta-
tign. Titillinn átti að vera sárabót fyrir
missi friðilsstöðunnar. Orloff varð nú
að horfa upp á, að annar maður hefði
réttindi þau — og skyldur, — sem hann
hafði haft áður. En hann tók því með
jafnaðargeði og náði brátt sömu völdum
og hann hafði haft áður. Hann varð
einkavinur nýja elskhugans og virtist
ekki skilja, hversu hlægilegur hann var
í þeirri aðstöðu. Orloff gerðist nú at-
hafnameiri en nokkru sinni fyrr. Hann
eyddi kynstrum af fé, hann var rudda-
legri, íburðarsjúkari og hégómlegri en
nokkru sinni áður.
Katrín lét sér þetta lynda og jós í
hann gjöfunum. Það var eins og hún
vildi sýna, að þakklæti hennar væri
sterkara en ástríðan. Til æviloka var
það sannfæring hennar, að Orloff væri
göfugasti, bezti og greindasti maðurinn
á jarðríki.
Árin liðu og Orloff lifði sama hams-
lausa lífinu í St. Pétursborg, þar til
refsidómurinn féll. Fjörtíu og þriggja
ára varð hann ástfanginn af gullfallegri
nítján ára gamalli stúlku, ungfrú Zino-
vieff, sem raunar var skyld honum. Og
hér var ekki um neina skyndiást að
ræða, heldur hreina og djúpa tilfinn-
ingu, sem gagntók hann og gerbreytti
lífi hans. Hann varð skyndilega allt ann-
ar maður og lifði eingöngu fyrir ást
sína. Þau giftust og fluttust til Sviss.
En fimm árum síðar lézt hún þar úr
berklaveiki.
Þegar Orloff kom aftur til St. Péturs-
borgar var hann óþekkjanlegur. Hann
var lamaður af sorg yfir konumissinum.
Af sorginni og svalli fyrri ára fékk hann
heilasjúkdóm, sem hann barðist við í
tvö ár. Hann varð vitskertur og í vit-
firringunni lifði fortíðin í hug hans.
Hann fékk æðisköst og þóttist sjá keis-
arann sáluga ógna sér . Þá öskraði hann
af hræðslu, hljóp og faldi sig og makaði
sig í framan með því, sem hendi var
næst til þess að gera sig óþekkjanlegan.
Loks frelsaði dauðinn hann frá þján-
ingunum 1783, Hann dó einmana,
hrelldur og yfirgefinn. Og þó ekki yfir-
gefinn. Þegar Katrin drottning frétti
andlát hans varð hún yfirkomin af sorg.
Hún fékk hitasótt og lagðist fyrir.
í hennar augum -— en aðeins hennar
-— stóð ávallt einhver undraljómi af
Orloff. Hann var fegurðin og krafturinn.
Hann var ein af hetjum endurfæðingar-
tímabilsins, sem lifði, syndgaði og dó
í fegurð. Hún vafði draumahjúp um
þetta úrþvætti og lét sér aldrei skiljast,
að hann hafði aldrei haft til að bera
glæsimennsku endurnýj unartímabilsins,
og að ljóminn, sem henni fannst stafa
af honum, var ekki annað en endurskin-
ið rJ öllum gullmilljónunum, sem hún
hafði sóað í hann.
STIÖRNUSPÁIN
Hrútsmerkiö.
Það mun borga sig að breyta svolítið út af hinum daglega
vana í þessari viku og láta til skarar skríða, því að það
ríður á að grípa gæsina meðan hún gefst. Ef til vill munuð
þér kynnast nýju og skemmtilegu fólki, sem mun verða yður
mikil stoð, er fram líða stundir.
Nautsmerkið.
Reynið að leiðrétta misskilning þann, sem hefur verið
milli yðar og náins vinar. í þessari viku munu þér öðlast
dálitla uppbót á laun yðar. Á föstudag skuluð þér ákveða
hvort þér ættuð að framkvæma ákvörðun þá, sem þér hafið
lengi haft í huga.
Tvíburamerkið.
Þér skuluð gæta varúðar gagnvart perseónum, sem eru
að smjaðra fyrir yður. Dálítið ástarævintýri mun lífga upp
hinn gráa hversdagsleika. Ef þér réttið persónu nokkurri
hjálparhönd, munu þér eignast þar vin alla ævi.
Krabbamerlcið.
Þrátt fyrir það að dálítið atvik hafi sett yður úr jafn-
vægi, skuluð þér ekki vera hrædd við afleiðingar þess. Þér
skuluð ekki láta freistast af lokkandi tilboðum, því að
stjörnurnar segja, að lítið mark sé á þeim takandi. Happa-
tala yðar er 997.
Ljónsmerkið.
Umfram allt verið þolinmóðir, því að langur tími mun
líða unz breytingar er að vænta 1 lífi yðar. Þó að þér séuð
ef til vill ungir, getur ör Amors hitt yður. Þér skuluð ekki
vera of gagnrýninn á bresti annarra, því að þér eruð ekkert
betri sjálfir.
Jómfrúarmerkið.
Enda þótt þér hafið diplómatshæfileika í ríkum mæli, munu
þér lenda í vandræðum og jafnvel rifrildi í þessari viku.
Annars seg.ia stjörnurnar að vikan sé full af gleði og róm-
antískur ljómi leikur yfir síðustu dögum hennar. Vanrækið
samt ekki daglegar skyldur.
VogarsJcálarmerkið.
Þrátt fyrir andstöðu frá mörgum hliðum, getur svo farið,
að þér náið stöðu þeirri, sem mun breyta lifnaðarháttum
yðar algjörlega. Innan skammt munu þér fá góðar fréttir
frá gömlum vini. Treystið á yður sjálfa og hæfileika yðar,
þá getið þér búizt við að hugmynd yðar komist í framkvæmd.
Sporðdrekamerkið.
Þér þarfnist svolítillar uppörvunar og hana fáið þér hjá
jafnöldrum yðar, en gamla fólkið mun dæma yður hart og
yfirleitt megið þér búast. við harðri gagnrýni hvaðanæva.
Þér skulið hætta að gera gys að ákveðinni persónu, því að
það getur orðið afar hættulegt.
Bogmannsmerkið.
Sá taugaslappleiki og óstyrkur, sem hefur þjakað yður
um langa hríð, mun læknast í þessari viku mjög óvænt, og
þér getið gengið til vinnu yðar af fullum krafti. Munið að
heppni er oft með í djörfum áformum.
SteingeitarmerJcið.
Gætið yðar á freistingunum, einkum í ástamálunum. Vik-
an mun byrja mjög vel og mun vera full af gleði og óvænt-
um skemmtilegum atvikum. Þér skuluð ekki láta aðra hafa
of mikil áhrif á yður, heldur reyna að vera sem sjálfstæð-
astur í skoðunum.
Vatns b eramerkið.
Þér munuð starfa mikið og vel þessa viku, enda munu
þér uppskera eins og t.il var sáð. Reynið að taka ákveðna
afstöðu í máli nokkru, sem þér hafið lengi verið á báðum
áttum með. Veljið því það skynsamlegasta, enda þótt það
verði yöur ef til vill dýrt.
FisJcmerJcið.
Þér eruð í erfiðri aðstöðu, en þar munu þér reyna hvað
vinir yðar eru yður trúir. Að því er varðar fjármál, þá
skuluð þér vera mjög varkár. Ef þér hafið stjórn á skapi
yðar, mun lífið leika alls staðar við yður. Gætið yðar á
áfengum drykkjum.
21. MARZ —
XO. APBJi
21. APfiil -
21. MAl
22. MAl -
21. lONl
22. rom —
22. rmj
23. JOU —
23. AGOST
24. AGÚST-
23. SEPT.
24. SEPT. -
23. OKT.
24. OKT. -
22. NÓV.
23. NÓV. --
21. DES.
22. DES. -
20. JAN.
21. JAN. —
19. FEBH.
20. FEBR. -
20. MABZ