Fálkinn - 26.12.1962, Page 19
Það er gamall siður að stíga á stokk
og strengja heit — ætla sér mikið á
komandi ári. En það er nú svo með
þessi heit að þau eru oft gleymd hinn
næsta dag — enda gerð í sæluvímu
hins líðandi augnabliks. Einu sinni
steig maður á stokk og strengdi þess
heit að aldrei skyldi hann giftast nokk-
urri konu. Næst þegar hann kvaddi ár
var hann giftur, skilinn — og giftur
aftur.
-á
Þetta ár sem nú er að líða hefur
verið okkur íslendingum að mörgu
leyti gott ár. Mikið hefur fiskast en
heyleysi hrjáði bændur. Eitt hótel höf-
um við eignast. Er það bændahótelið
Saga og hefði það þótt góð lygasaga
fyrir nokkrum árum að bændur mundu
eiga eftir að eignast Söguhótel í Reykja-
vík. En þetta virðist ganga eins og í
sögu.
Ekki er fráleitt að minnast á íþróttir
en sjaldan hafa þær staðið með meiri
blóma en þetta ár. í knattspyrnu tókst
okkur að sögn sérfræðinga að vinna
stórsigur á írum þegar þeir unnu okkur
4:2. Verður að gera þá kröfu til forráða-
manna knattspyrnunnar að þeir sam-
kvæmt þessum nýju reglum fari yfir
fyrri landsleiki íslands því vera má að
þeir leikir sem áður voru taldir tapaðir
séu unnir. Þá sendum við keppendur
á Evrópumeistaramótið í frjálsum
íþróttum og komst sá er mest talar um
íþróttir svo að orði um þetta mót í út-
varpinu: íslendingar hlutu að þessu
sinni aðeins eitt stig á móti þessu og
eiga þeir það Vilhjálmi Einarssyni að
þakka. Þá hóf nýtt dagblað göngu sína
með miklum myndarskap en varð ekki
að sama skapi langlíft. Prentarar urðu
skelfingu gripnir og óttuðust að nú
þyrftu þeir að vinna, gerðu verkfall
og drápu blaðið. Þá var stofnuð ný bóka-
útgáfa sem hefur það takmark að geð-
bæta alla landsmenn og stendur að
henni merkur pamfíll. Er vonandi að
örlög hennar verði önnur en áðurnefnds
blaðs. Landsmót héldu hestamenn að
Þingvöllum og mættu þar margir hesta
menn fullir af áhuga og þótt einstaka
maður hafi kannske setið nokkuð aftar-
lega á merinni verður að telja að þetta
mót hafi heppnast vel. Þá kom fram
ný íþrótt er nefnist Limbó og er eink-
um fólgin að komast sem lengst niður
á við og er ekki að efa að þetta á eftir
að verða þjóðaríþrótt hérlendis. Rétt er
að geta merks atburðar er kona — and-
Ég vissi alltaf, að svona mundi fara.
— Súptu á aftur Siggi minn!
fætlingur okkar —• skoraði mætan mann
á hólm. Hefur þessi hólmganga ekki
enn farið fram né tilhögun ákveðin svo
og með hvaða vopnum skuli barizt. Við
gerum þá tillögu í þessu máli að vopn
verði látin liggja milli hluta en í þess
stað þreyti hlutaðeigendur kappdrykkju
að fornum sið. Þá var kvikmynduð
skáldsagan „79 af stöðinni“ og voru
menn ekki á eitt sáttir um ágæti þess-
arar myndar. Sögðu sumir að myndin
næði ekki að vera nema svona 70 til 71
af stöðinni. Strandferðaskipin hafa
aldrei staðið betur undir nafni en þetta
ár. Andatrú var mikið rædd á árinu
og er ekki séð fyrir endann á þeim um-
ræðum ennþá. Eru á sveimi margir and-
ar og sumir illir og erfiðir viðureignar.
FALKINN 19