Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Qupperneq 31

Fálkinn - 13.02.1963, Qupperneq 31
sjálf í gærdag við að undirbúa jarðar- för hennar? — Hvað er að þér faðir góður? Ertu genginn af saumunum eða ertu ekki búinn að sofa úr sér eftir drykkjuskap- inn í gær? Um hvaða jarðarför ertu eig- inlega að tala? Þú varst í veizlu hjá Þjóðverjanum í allan gærdag, komst fullur heim og byltir þér í rúmið, o.g þar hefur þú sofið alltaf síðan. — Er þetta satt? spurði líkkistusmið- urinn glaður. — Já, svo sannarlega er þetta satt, svaraði vinnukonan. — Jæja, ef það er áreiðanlega satt þá komdu strax með teið og kallaðu á telpurnar mínar. Draumnr um son Framhald af bls. 17. Keisaradrottningin kom sér þægilega fyrir í mjúku rúminu. Hún ætti að finna sér eitthvað að lesa. Það hafði ævinlega góð áhrif á Napoleon, þegar hann kom að henni með bók í hönd. Falleg ljóð- mæli sómdu sér vel. Joséphine tók í bjöllustrenginn. — Babette, sæktu litlu bókina „Söng- urinn um Roland“ í herbergið mitt, og vín og kökur og tvö glös. En fljótt, fljótt! Og Babetta, réttu mér litla, gula glasið á snyrtiborðinu, þetta með nass- issu-ilmavatninu. Klukkan sló eitt, veiklulegt högg, og það varð erfiðara og erfiðara fyrir Jos- éphine að hafa hugann við bardaga Ro- lands riddara í Ronceval. Ákjósanleg vígstaðan varð æ verri. Roland möl- braut sverðið sitt góða, Durendal, og hann lét hornið sitt, hið töfraða Oli- phant, blása neyðaróp örvæntingarinn- ar út yfir fjöll og firnindi. Joséphine lét Roland detta niður í silkiteppin, dreypti á víninu og starði til lofts. Vesl- ings Napoleon, sem varð að vinna svona lengi á hverju kvöldi. Hann elskaði blátt áfram þettta loft. Hún hafði látið búa það til vegna hans, eftir hans höfði. Gyllt gips með rómverska fána í kross, herklæði og brynjur, lárviðarsveiga og spjót. Augnaráð hennar hvarflaði áfram um herbergið og beindist að dýrindis ljósakrónu, glerstrendingarnir glitruðu og glóðu. Hún líktist körfu í laginu. Vagga líktist henni. Glitrandi vagga fyrir keisarabarn. Því að nú var hún næstum viss. Það var liðinn hálfur mán- uður fram yfir tímann. Og það var alls ekki óvenjulegt, að kona eldri en fjör- tíu og þriggja ára fæddi barn? Hún þekkti nokkrar, sem höfðu eignazt barn á þeim aldri. Og Babette hafði talað um fimmtíu og eins árs gamla konu, sem hafði borið í heiminn stálhraustan og fjörugan lítinn strák. — Guð minn góður! Joséphine fórn- aði höndum, og Roland féll niður á rautt Savonniere-teppið. — Almáttugur guð á himnum og heilög María, guðsmóðir, látið það vera satt að þessu sinni! Það er svo mikil- vægt fyrir mig að eignast son. Svo hræðilega mikilvægt fyrir mig og fyrir Napoleon! og fyrir Frakkland, góð guðs- móðir! Joséphine grúfði haganlega gerða andlitsgrímuna sína í koddana, og tvö tár hrundu niður flauelskinnarnar. — Þú veizt ekki, hve mikið ég hef grátið, heilaga móðir. Og maður verður svo ljótur af tárum. Þú veizt ekki, hvernig ég hef legið hér og læst tönnum í kodd- ann minn nótt eftir nótt. Þú veizt ekki, hvernig mig hefur dreymt, heilaga Mar- ía. Mig hefur dreymt um prins fyrir Frakkland, verðandi drottnara, hygginn og góðan. Joséphine beit sig í neðri vörina, og tárin mynduðu rákir í listaverkið, sem hún hafði gert úr andliti sínu. — Fyrir- gefðu mér lygina, heilaga móðir. Ég óska mér einskis prins. Ég óska mér að- eins lítils drengs, sem getur tengt mann- inn minn við mig um aldur og ævi með Sjá næstu síðu. Kæri Astró. Mig langar að vita um fram- tiðina. Ég bý fyrir norðan og búin að vera þar í nokkur ár og hef alltaf leiðzt mjög mikið. Gætuð þér sagt mér hvort það verði langt að bíða þangað til breyting verður. Hvað segja stjörnurnar um heilsufarið? Með fyrirfram þakklæti fyr- ir væntanlegt svar. G. G. M. Svar til G. G. M. Þú kvartar um leiðindi í bréfi þínu og ég verð að segja að þú ert á röngum stað þar sem þú nú ert. Þú fæddist þegar sólin var í merki Vatns- berans en það bendir til þess að þér sé nauðsynlegt að vera þar sem margt fólk er, þannig að þú getir aflað þér nægra vina og kunningja. Ég mundi því ráðleggja þér að flytja til einhvers fjölmenns bæjarfé- lags eða jafnvel til Reykja- víkur. Enda er margt sem bendir til þess að þinna eigin- legu ásta sé ekki að leita í heimahögunum heldur í ein- hverjum fjarlægum lands- hluta, þar eð Venusinn, ástar- plánetan er í níunda húsi. Þú hefur einnig talsverða til- hneigingu til þess að líta ásta- málin draumlyndum augum, fjarri raunveruleikanum, og ef til vill hefurðu því misst af tækifærum, sem þér hafa boðizt einungis sakir þess. Óþarfa vangaveltur hafa orðið til þess að þú hefur misst af þeim tækifærum, sem boðizt hafa, því það er nú einu sinni svo að ástin bíður ekki enda- laust eftir manni, og því oft hyggilegt að grípa gæsina meðan hún gefst eins og það er orðað. Þú hefur bundið sterkar vonir við giftinguna og ástamálin yfirleitt. Hins vegar vill oft dragast að úr því geti orðið þegar fólk er með Vatnsberann á geisla sjöunda húss. Og þó að allt virðist nú ætla að ganga þá er eins og ættingjar hins til- vonandi maka hafi ýmislegt út á ráðahaginn að setja og jafnvel að upp úr öllu geti slitnað af þeim sökum. Þetta merki bendir venjulega til talsverðs aldursmunar þannig að makinn getur verið talsvert eldri eða yngri heldur en þú. En það er nú einu sinni svo að þú hefur mikið meiri áhuga á samskiptum við fólk, sem ekki tilheyrir sama aldurs- flokki og þú. Ég get ekki séð að þú þurfir að hafa sérstakar áhyggjur út af heilsufarinu svona umfram það sem almennt gerist, hins vegar getur árið sem nú er að hefjast orðið þér nokkuð erf- itt í því tilliti en það jafnar sig allt þegar tímar líða fram. Það er sakir þess að Sól og Saturn mynda 90° horn sín á milli í stjörnukorti þínu, en það leiðir oft til sjúkdóma sem stafa af kulda og vosbúð eða tregðu í blóðrás. Þau merki sem koma þarna við sögu eru Fiskamerkið (fæturnir) og Bogmaðurinn (lærin) þannig að þessir líkamshlutar eru veikastir fyrir sakir þessara afstaðna. Einnig er fremur ó- hagstæð afstaða þegar þú ert 54 ára gömul, sem reynzt getur þér erfið og er hún milli Sólar og Mána. Þegar þú ert 47 ára gömul þá eru Sól og Úranus í sam- stöðu en það þykir venjulega benda til skyndilegra breyt- inga. I stjörnukorti þínu fellur Úranus í tíunda hús og hefur því áhrif á heiður þinn og álit út á við. Einnig starf þitt eða stöðu. Hætt er við breytingum á þessum sviðum sem koma mjög óvænt. Þegar þú ert 56 ára þá muntu uppskera vel fyrir erfiði umliðinna ára og það ár verður mjög farsælt fyrir þig. 61 árs, þá er hagstæð af- staða milli Merkúr og Sólar- innar og Merkúr hefur áhrif á félaga þína sérstaklega þá, sem eru nánir. Undir þeirri afstöðu áttu mjög létt með að koma vilja þínum fram fyrir tilstyrk þeirra. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.