Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Side 37

Fálkinn - 13.02.1963, Side 37
Bað þarf að vera meira en þvo líkamann. liCMJfMBÍÖ BADEDAS! Notið Badedas ævinlega án sápu. BADEDAS FÆST í NÆSTU BÚÐ. H.A. Tulinius heildverzlun. Hrútsmerkið (21 marz—20. apríl). Látið ekki feimnina verða yður fjötur um fót i þessari viku. Þér munuð nefnilega kynnast mjög skemmtilegri persónu, sem þér síðar munuð eiga mikiö saman við að sælda. Yður mun mikil þörf vera á pen- ingum í þessari viku, einkum síðarihluta hennar. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí). Stjörnurnar segja, að vikan verði fleytifull af gleði og ánægju, þrátt fyrir að vinnan verði með erfiðasta móti og eigi ef til vill eftir að verða enn erfiðari. Þér munuð sennilega hækka í launaflokki, enda hafið þér sýnt óvenjulegan dugnað. Tvíburamerkiö (22. mai—21. júní). Gamall maður, sem þér þekkið mjög vtl, mun gefa yður góð ráð, sem vert cr að taka til nánari athugun- ar. Þér skuluð ekki hafa of miklar áhyggjur af einka- lífi yðar, það lagast allt von bráðar. Hikið ekki við að veita yður langþráða ósk. Krabbamerkiö (22. júní—22. júlí). Því er ekki að neita, að þér hafið komið anzi kjána- lega fram við yðar nánustu upp á síðkastið. Reynið að bæta sem allra fyrst úr því. Mikilla breytinga er að vænta á högum yðar þessa viku. Fjárhagslega er útlit fyrir góða viku. Ljónsmerkiö (23. júlí—23. ágúst). Þér þurfið að taka á öllu yðar viljaþreki til þess að mæta óvæntum atvikum í vikunni. Haldið fast við fornar tryggðir, en munið jafnframt að reynslan er alltaf bezti skólinn. Reynið að læra eitthvað af henni. Jómfrúarmerlciö (2í. ágúst—-23. september). Þér skuluð ekki gleyma því að með hjálp annarra hafið þér náð því, sem þér hafið þegar öðlast. I þessari viku ríður mest. á því, að þér vinnið sem bezt, en látið tilfinningarnar bíða um nokkra hríð. Ef þér látið hvergi undan síga, þá mun vandamálið leyst. Vogarskálamerkið (2i. séptembei--23. október). Þér skuluð ekki taka neinar alvarlegar ákvarðanir í þessari viku, því að þá er hætt við, að þér anið í einhverja óhæfu. Þér skuluð stilla skapi yðar í hóf og láta ekki duttlunga yðar bitna á öðrum. Útlit er fyrir skemmtilegt ævintýri á föstudag. Sporödrekamerkiö (21>. október—-22. nóvember). í þcssari viku verðið þér frekar óheppinn, en látið það ekki fá neitt á yður. Persónuleiki yðar og með- fædd alúð mun hjálpa yður mikið til þess að losna við þau vandræði, sem þér hafið ratað í. Forðist alla fljótfærni í þessari viku. Bogamannsmcrkið (23. nóvember—21. desember). Þér verðið brátt mjög einmana, ef þér hugsið aðein3 um það að hafa sem mest not af vinum yðar. Óvænt bréf frá ættingja yðar erlendis mun gleðja yður mjög á fimmtudag. Astin er duttlungafull og tími er til að þér gáið að yður í þeim efnum. Steingeitarmerkiö (22. desember—20. janúar). Ef þér getið sameinað gáfur og dugnað, er enginn vafi á því, að þér munuð komast langt og ná settu marki innan tíðar. í ástamálunum er vikan full af tækifærum, en í guðanna bænum gætið þess að vera ekki of rómantiskur, látið skynsemina ráða meiru. Vatnsberamerkiö (21. janúar—19. febrúar). Þetta verður róleg vika framan af, en vikulokin eru fleytifull af skemmtilegheitum. I þessari viku munuð þér kynnast nánar samstarfsfólki yðar, sem þér getið reitt yður á í hvívetna. Þér skuluð gæta að utanaðkomandi slúðri, sem getur bakað yður tjón. Fiskamerkiö (20. fcbrúar—20. marz). Þér munuð lenda í dásamlegum ævintýrum í þessari viku og þau gefa yður tilefni til að kanna ókunna stigu. Fjárhagslega ætti þessi vika að verða góð. Á fimmtudag skuluð þér gæta að skapi yðar því annars getur illa farið. FALKINN 37

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.