Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 7
á til dæmis að geta farið ein út á bíó, þegar hana langar til. Konur eiga að taka saman, mynda almennileg samtök um réttindi sín. Þær eiga að gera uppreisn gegn kúgunar- valdi karlmannsins. Stína. Svar: Húrra fyrir Stinu. Menn læra margt á sjónum. Okkur barzt nýlega bréf frá móður, sem er mjög ánægð yfir hvað drengurinn hennar er góður eiginmaður: ----— Ef þið kæru mæður, viljið gera strákana ykkar að góðum eiginmönnum, þá skul- uð þið reyna að koma þeim til sjós sem messaguttum. þar læra þeir að vaska upp, leggja á borð og þvo gólf og margt annað, sem karlmönn- um er nauðsyn á að kunna skil á, ef þeir ætla að gifta sig. Ég get fullvissað ykkur um, að þetta er einn bezti skóli fyrir væntanlega eigin- menn, því að þegar þeir hafa unnið að þessum störfum skiija þeir betur okkar við- horf. Það ríður mjög á því að snemma sé farið að ala karlmennina réttilega upp. Munið það, bæði mæður og verðandi mæður. H. Þ. Svar: Köld eru jafnan kvenna ráð. Réttritun. Heiðraði ritstjóri! Hvernig í ósköpunum dettur ykkur í hug að birta annan eins ó- skapnað og í síðasta pósthólfi. Bréfið hét að mig minnir Kvernig er réttritunin? Þetta bréf var alveg hroðaleg mis- þyrming á íslenzkri tungu. Svona nokkuð á aldrei að birtast í íslenzkum blöðum þetta spillir málsmekk þjóð- arinnar. Hugsið ykkur bara, ef allir færu að skrifa slík mál. Hvar væri menning vor þá á vegi stödd? Erum við ekki mesta bókmenntaþjóð heimsins, töl- um við ekki fegurstu tungu í heimi, er ekki alþýðumennt- un hér á mjög háu stigi, er ekki meiri hluti þjóðarinnar bæði læs og skrifandi og það meirá að segja veL? Hvers vegna eruð þið að stuðla að skemmd á ásthýra ylbjarta málinu, sem Snorri og Jónas skrifuðu á sínum tíma og er enn í fullu gildi? Hví gerið þið þetta góðu menn? Málunnandi. Svar: Bréfið hét: Hvernig er rétt- ritunin, en ekki Kvernig. Sá misskilningur er reyndar ofur skiljanlegur frá sálfræðilegu sjónarmiði. Við viðurkennum að vísu að meiri hluti þjóð- arinnar geti stautað sig fram úr blöðunum, en fæstir eru vel- lœsir og mjög fáir vel skrifandi. Stafsetning er örðugasta náms- greinin t skólum nú á dpgum. Svör til ýmissa. Til húsmóður í smáþorpi úti á landí: Bréfritara má ekki gruna það versta, þótt nágrannakonan fái heimsókn af ungum og glcesi- legum manni, meöan eiginmaöur- hennar er á sjónum. Hann getur veriö aö heimsœkja dóttur henn- ar. ÞaÖ er útilokaö aö hann sé rússneskur njósnari. En ef þér viljiö fylgjast nánar meö þá ráð- leggjum við yöur aö fá yöur sjónauka. Þeir fást i Reykjavik og eru tiltölulega ódýrir og handhægir. Til Péturs 17 ára: Auðvitað veröur aö afhenda hringinn lögreglunni, enda þótt inn í honum standi, að eilífu þinn o. s. frv. Til S, forstjórafrúar: Gerir þaö nokkuö til. Má eigin- maðurinn ekki ganga með gras i skónum. Bara að hann gangi ekki með grasið í skónum á eftir unga einkaritaranum, sem þér minnist á í bréfi yðar. Til áskrifandans: Nei, Svavar Gests liefur aldrei veriö blaðamaður við Fálkann, hins vegar hefur liann selt Fálk- ann og starfað við afgreiðsluna. Til skalla: Þaö er ekkert Iwettulegt, þótt rumlega tvítugur maður sé aö byrja að fá skalla. Nei, skalli er ekkert smitandi. Fyrst að kærastan er líka að fá skalla er ekkert annað fyrir hana aö gerá en að leita sem fyrst til iœknis. Hrútsmerkiö (Zl. marz—20. apríl). Stjörnurnar segja, að allt muni leika í lyndi þessa viku og þá einkum i ástamálunum. Samt er þörf á svolítilli varúð í þeim efnum. Þér ættuð að gefa yður tíma til að sinna vinum yðar meira. Bezt er að hvíla sig í lok vikunnar. Nautsmerkiö (21. apríl—■20. mal). Ósætt sú, sem ríkir milii yðar og þess, sem yður þykir mjög vænt um, er hlægileg og þér ættuð þegar í stað að láta undan. Munið, að sá vægir, sem vitið hefur meira. Þér ættuð ekki að leita hjálpar hjá öðrum en þér treystið fyllilega. Tvíburamerkiö (21. maí—20. júní). í þessari viku munuð þér merkja annarra öfund til yðar, en jafnframt munuð þér komast að raun um, hverjir eru yðar sannir vinir. Fjárhagurinn fer að komast á traustan grundvöll, en þér verðið senni- lega fyrir óvæntum útgjöldum á föstudag. Q Krabbamerkiö (21. júní—20. júlí). Þetta verður óvenjuleg vika fyrir flesta þá, sem fæddir eru undir þessu merki. Reynið að skipuleggja vinnu yðar betur, svo að hún vaxi yður ekki upp fyrir höfuð. í lok vikunnar skuluð þér forðast alla drambsemi. Ljónsmerkiö (21. júlí—21. ágúst). Þér skuluð gæta þess, að skrifa ekki undir nein plögg, sem gætu verið skuldbindandi. Þetta mál, sem þér eruð að hugsa um, krefst nánari athugunar. Gríp- ið tækifærið, sem bráðlega býðst., til að sætta tvo vini yðar, sem ósáttir hafa verið. Jómfrúarmerkiö (22. áfíúst—22. september). Þér ættuð ekki að gera miklar kröfur til með- bræðra yðar. Samband yðar og félaga yðar mundi verða miklu betra, ef þér sýnduð skilning og sýnduð honum þá athygli, sem hann er fyllilega verður að njóta. Varist smámunasemi. © o Vogarskálamerkiö (28. september—22. október). Gætið allrar varúðar í persónulegum bréfaskriftum. Það, sem búið er að festa á blað, er ekki hægt að taka aftur. Ástamálin verða svolítið tímafrek í þess- ari viku. Föstudagurinn verður leiðinlegur en helgin með skemmtilegasta mót.i. Sporödrekamerkiö (23. október■—22. nóvember). Þessi vika verður einkum góð á einkamálasviðinu. Þér ættuð að taka virkan þátt, í að gleðja manneskju nokkra, sem þér þekkið mjög vel. Þér ættuð að láta það ekkert á yður fá, þótt nokkrir menn reyni að hindra framgang yðar, stefnið ákveðið að settu marki. Boffamannsmerkiö (23. nóvember—20. desember). Hvað fjármálin snertir verður mikill hagur að þessari viku, og þér ættuð nú einmitt að grípa tæki- færið og leggja drög að framtíðarfjárlögum. Hugsið yður vel um, áður en þér takið mikilvæga ákvörðun. Heillatalan þessa viku er 76. Steinfíeitarmerkiö (21. desember—19. janúar). Gleðilegasta atvik vikunnar verður rómantískt og skemmtilegt ástarævintýri á föstudag. Gætið þess, að hafa taumhald á tungunni. Loftið er í kringum yður lævi blandið og allt getur þá og þegar sprungið í loft upp. Vatnsberamerkiö (20. janúar—18. febrúar). Ef þér vinnið vel þessa viku og sýnið hvað í yður býr er enginn vafi á því að þér komizt eitthvað áleiðist að settu marki. Svo kann að fara, að fjárhag- urinn verði nokkuð þröngur fyrri part viku, en mun lagast í vikulok. Fiskamerkiö (19. febrúar—20. marz). Þér hafið nýlega orðið fyrir töluverðri gagnrýni, en það er engin ástæða til að leggja árar í bát. Ef þér setjið í yður kjark og vinnið vel og skynsamlega, þá mun yður verða launað. Ástamálin eru á hættu- legu stigi. fXlkinn 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.