Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 23
Herdégen hallar sér fram á dúkað borð-
ið. — Vera, segir hann áköfum rómi.
— nú má engan tíma missa. Eigi ég
að geta hjálpað þessum manni, verð ég
að fá að tala einslega við hann, og það
undir eins. Getur þú náð honum á
minn fund?
Vera áttar sig, kinkar stuttlega kolli
og seilist eftir símatólinu. Eftir stund-
arkorn hefur hún náð sambandi við sög-
unarmylnu Frans Ekterns.
— Halló! Ert það þú, Kristín? Þú
verður að koma hingað upp eftir til
mín undir eins .... og taktu Martein
með þér. Það er mjög áríðandi, að þið
komið þegar í stað. Nei, ég get ekki
sagt þér í símanum, hvað um er að
ræða.
EFTIR örskamma stund ganga þau
Marteinn og Kristín inn úr dyrunum á
skrauthýsi Veru Orsini. Vera reynir
af fremsta megni að tala í léttum og
glaðlegum tón. — Gerið þið svo vel að
koma inn fyrir, Kristín. Má ég kynna
Herdegen prófessor fyrir ykkur. Hann
iangar til að tala við Martein.
Marteinn stendur fyrir aftan Kristínu
og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hann
mælir athugulum augum prófessors-
ins og er í vafa um, hvað segja skal eða
gera.
— Góðan dag, herra Brunner,' segir
Herdegen vingjarnlega. Hann deplar
augum í laumi til Marteins og brosir.
— Því miður varð samtal okkar heima
í Tubingen nokkuð endasleppt, svo mér
datt í hug, að fyrst ég ætti erindi hing-
að í héraðið á annað borð, væri tilvalið
að halda kynningu okkar áfram.
Marteinn kemur ekki upp nokkru
orði. Hann hvarflar augum um stofuna
í ósegjanlegum kvíða.
Kristín stendur einnig í ráðaleysi. —
Hvað á þetta að þýða? spyr hún, og
starir óttaslegin á Herdegen prófessor.
— Eruð þér kominn til að taka Martein
með yður héðan?
— Nei, svarar prófessorinn. — Ég er
kominn til að tala við hann... og
hjálpa honum.
Vera stingur hönd undir handlegg
Kristínar.
— Komdu, Kristín! Hún lítur kvíð-
andi á Herdegen og fer síðan út með
Veru.
Herdegen prófessor bendir nú Mar-
teini til sætis í hægindastóii, og hann
sezt stirðlega. — Bezt að ljúka þessu af
sem fyrst, tautar hann.
Prófessorinn blæs út úr sér þykkum
reykjarmekki. Það breiðir hlýjan og fé-
lagslegan blæ yfir þenna fund þeirra.
— Ég er hingað kominn til þess að
hjálpa yður, segir hann. — Hinsvegar
get ég það því aðeins, að þér berið fullt
traust til mín. Og talið við mig sem
vin...... Þegar hann þykist kenna
vantrú nokkra í svip Marteins, flýtir
hann sér að bæta við: — Ég ætla að
gera það sem ég get til þess, að þér
megið aftur verða frjáls maður.
Við hina hlýju og innilegu rödd hans
hverfur ótti Marteins smám saman.
Hann hikar að vísu nokkuð við — en
tekur því næst að segja prófessornum
sögu sína. f þriðja sinn á fáum dögum
fer hann í huganum yfir þann hluta
ævi sinnar, sem hann man til.
Herdegen tekur ekki framí fyrir hon-
um.
Eftir því sem Marteinn nálgast at-
burðinn í Túbingen, fer hann sér hæg-
ara í frásögninni.
—- Og það sem gerðist, áður en þér
voruð hnepptur í hald í Gundelsberg,
. . . yður rekur alls ekkert minni til
þess? spyr Herdegen varlega.
Marteinn hristir höfuðið í ákafa.
Prófessorinn hugsar sig um í marg-
ar mínútur. Hvé langt er honum óhætt
að fara. — Ég er nýkominn frá Gun-
delsberg, herra Hauser, segir hann ró-
lega. Ég hef farið yfir allt sem varðar
mál yðar. Ég hef fengið að vita allt.
Líka það sem þér vitið ekki sjálfur..
Það fer hrollur um Martein. And-
spænis honum situr maður, sem þekkir
innstu leyndardóma ævi hans.
— Ég álít það yður fyrir beztu, að
þér þurfið ekki lengur að þreifa yður
áfram í myrkri, heldur prófessorinn
áfram. — Ég skal segja yður dálítið
um sjálfan yður.
HERDEGEN prófessor stendur upp,
nær í skjalatösku sína og tekur úr henni
nokkur pappírsblöð með minnisgreinum.
Meðan hann er að líta yfir þau, gengur
hann hægt um gólf í stofunni.
— Áttuð þér enga foreldra?
Marteinn ypptir öxlum. — Ég vissi
það ekki. Hinsvegar hef ég stundum
látið mér detta það í hug, þar sem eng-
inn hefur heimsótt mig í Gundelsberg.
— Foreldrar yðar týndu lífi í bíl-
slysi. Faðir yðar stóð fyrir litlu spari-
sjóðsútbúi í Giessen. Þá voruð þér
fimmtán ára að aldri. Engir ættingjar
gáfu sig fram, sem gætu tekið yður að
sér. Þá var það, að bifvélavirki, sem
verið hafði vinur föður yðar, tók yður
á heimili sitt .... bæði sem uppeldis
son og nemanda.
Herdegen flettir minnisblöðum sín-
um. — Með málskjölum yðar hafa verið
lagðar margvíslegar umsagnir, vitnis-
burðir og álitsgerðir. Alls staðar er
minnzt á yður sem vingjarnlegan, iðinn
og hjálpfúsan dreng. Augljóst er, að
fólki hefur þótt vænt um yður. En ....
Prófessorinn þagnar við og sú örlaga-
ríka þögn varir mínútum saman.
Marteini finnst sem hann standi í
dyrum að myrkurhúsi: Það eru hin
gleymdu og týndu æviár hans. Ætlar
Herdegen prófessor að varpa ljósi inní
Sjá næstu síðu.
23
FALKINN