Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 17
er þetta með hann Jón, ætlar fj.... maðurinn ekki að koma? Kannski Jiefði ég átt að standa upp áðan. Ég Jield ég missi meðvitund, ef liann kemur ekki. Ég píri út undan mér öðru auganu. Jeremías, vörður lag- ann er kominn á vettvang. Hann gefur skipanir á fyrirmannlegan hátt. „Ekki lireyfa hana. Við'híðum eflir sjúkrabílnum.“ Einliver leggur ofan á mig rykfrakka og ég reyni allt hvað af tekur að missa meðvitund. Og þegar ég stuttu siðar lieyri sírenu- væl nálgast, ligg ég eins og malbik- uð í göturæsið. Svo stöðvar Jjíll skammt frá, bílhurð er skellt og lög- regluþjónninn útskýrir málið fyrir hinum miskunnsömu Samverjum i sjúkrahilnum. Og þegar ég er hafin á loft á sjúkrabörum, opna ég augun pínu, pínulítið. Yzt i mannhafinu stendur Jón minn. Hann þrýstir að brjósti sér kvenskóm nr. 40. Mér sýnist hann náfölur. Síðan er mér rennt á börunum í skoltið á sjúkra- bílnum, rétt eins og þegar myndar- leg húsmóðir stingur jólaköku í bak- arofn. Annar bjargvætlurinn snarar sér fram i og setur sírenuna í gang og ekur af stað. Hinn situr lijá mér og ég finn, að hann virðir tilfellið mig fyrir sér af áhuga. Ég ákveð að telja liægt upp að hundrað, áð- ur en ég opna augun. — 48 — 49 — 50 —. Nei, ég tel ekki lengra. Nú verð ég að rísa upp. Og ég rís upp. „Afsaldð," segi ég og er óvenju blið- mælt, „má ekki lækka aðeins í síren- unum.“ Bjargvætturinn opnar munn- inn, hann gapir. „Læklva svolitið,“ segi ég aftur og hrýni raustina. Hann bankar í rúðuna lijá bílstjóranum. Sírenuvælið deyr ámáttlega úl og bílstjórinn dregur úr ferðinni. Við erum á Éríkirkjuveginum. Ég dreg djúpt andann. „Þetta er hræðilegur misskilningur.“ „Misskilningur ?“ seg- ir bjargvætturinn. „Já, mér þykir þetta af-skap-leg-a leiðinlegt.“ Ég legg áherzlu á afskaplega með þvi að draga seiminn á hverju atkvæði. Bjargvætturinn bankar aftur í bíl- stjórann, sem leggur bílnum strax upp að gangstéttarbrún. Hann opn- ar afturlmrðina og klöngrast inn. „Heyrðu, Guðmundur, þetta er víst misskilningur,“ segir bjargvætturinn, „stúlkan er bara ekkert meidd.“ „Hvaða vitleysa,“ fulKrðir Guð- mundur ljúfmannlega. Ég flýti mér að grípa fram í. „Mér þykir það af- skaplega leitt, en ég er eklcert slös- uð.“ „Ja hérna,“ segir Guðmundur, „ekkert meidd?“ „Ekkert meidd,“ segi ég afsakandi. Vandræðaleg þögn. Bjargvætturinn fær fyrstur málið aftur. „Það er svo sem ekki verra.“ Guðmundur bílstjóri samsinnir: „Ja, það er Jjara aldeiíis bærilegt.“ Ég telc í sama streng, „anzi gott,“ segi ég. Þeir liorfa á mig og smátt og smátt breiðist stórt bros yfir englaásjónur þeirra. Blessaðir karlarnir brosa út undir eyru. Ég ln'osi lika, en eklci eins breitt. Mér finnst það ekki við- eigandi. „Jæja þá,“ segi ég, „þetta nær þá ekki lengra. „Nei, jiað nær ekki lengra,“ segja þeir brosandi. Svo tökumst við öll í hendur, Guðnmnd- ur bilstjóri og bjargvætturinn lika, og ég þakka fyrir. Ég stend eftir á Frikirkjuveginum og veifa á eftir þeim, þar sem þeir heygja inn á Skot- húsveginn. Þá rölti ég af stað í átt- ina að Lækjartorgi: M i Jv i ð s k e 1 f- inger m é r k a 11 á f ó t u n u m. Heiðbjört. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.