Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 19
Meg Turner er ung stúlka, sem strokið hefur af hæli fyrir afvegaleiddar stúlkur. Saga hennar hefst þar sem hún gægist úr felustað sínum og sér mann, Robert Greene lækni, búast til brottferðar með sumarhjólhýsi sitt. Lögreglumaðurinn kemur aðvífandi og spyr lækninn, hvort hann hafi séð stúlku í einkennisklæðum hælisins. Meðan þeir aka niður að benzínstöð, stelst Meg inn í hjólhýsið og verður þar kyrr, þegar læknirinn leggur af stað heim. Á leiðinni ætlar hún að stökkva úr hjólhýsinu, en Greene sér hana í speglinum. Hún kemur illa niður og fellur í yfirlið. Hún vaknar aftur á heimili Iæknisins. Ráðskona hans kemur með svefntöflur til hennar. Hún tekur þær ekki, en sofnar samt. Um nóttina kemur Greene til hennar. í fyrsta skipti á ævinni trúir hún öðrum fyrir sögu sinni... hann og reyna að lesa hugsanir hans. Tilboð hans gerði hana næstum mál- lausa. Loksins stamaði hún: — Ég .... ég .... skil ekki, hvað þér eigið við. — Ekki það? sagði hann. — Hafið þér aldrei verið á bögglauppboði? Upp- boðshaldarinn segir allt, sem í böggl- unum er, séu góðir og gagnlegir hlutir, hlutir, sem þér hafið ágirnd á. Svo er það bara húmbúkk. En það, sem ég býð þér er ekta. Það er kærasta ósk yðar að verða fögur, er ekki svo? Hjarta hennar barðist ótt. — Hvað viljið þér hafa í staðinn? spurði hún lágt. Hann yppti öxlum. — Það bíður síns tíma, sagði hann, — en ef þér þorið þessu ekki, þá skul- um við bara gleyma öllu saman. Reynið nú að sofna svolitla stund. Það fer bráð- um að daga. Þegar við höfum snætt morgunverð, þá ek ég yður til lögregl- unnar. Hún hrópaði á eftir honum, um leið og hann tók um hurðarhúninn: Bíðið. Ó .... verið svo vænn að bíða. Hann sneri sér hægt við. Síðan gekk hann að rúminu. Hann brosti og bros hans var óviðfeldið. Það fór hroll- ur um Meg. Það var eitthvað í fari þessa manns, sem Meg fannst mjög óviðfeldið og o'lli því að hún fékk stund- um gæsahúð. En samt spurði hún: — Getið þér í raun og veru breytt mér svona mikið? — Svo mikið, að lögreglan mun ekki einu sinni geta þekkt yður aftur, sagði hann. Andartak hafði hún gleymt, að hún var strokustelpa og brátt var hægt að loka hana inni á vandræðaheimilinu. En svo snérust hugsanir hennar um það, sem hinn ókunni maður hafði boðið henni. Hann hafði boðið henni sjálfa fegurðina. Þá yrði hún dáð af karlmönn- um, en öfunduð af konum. Þá losnaði hún við minnimáttarkenndina og öðlað- ist trú á sjálfri sér. Þá fyrst fengi hún að vita, hvað lífið er. Hún hafði lokað augunum við þá til- hugsun. Nú leit hún upp. Ungi lækn- irinn stóð enn kyrr og rannsakaði and- lit hennar. Hann var með hendur í vös- um og var hugsandi á svip. — Jæja, sagði hann, hafið þér ákveð- ið yður? — Ég .... ég veit nú ekki, stamaði hún. Hverju hætti hún, ef hún lét hann um það að ákveða verðið. Hann mundi áreiðanlega krefjast mikils. Hvers vegna hafði hann áhuga á henni? Nei, hún gat. ekki gengið að þessu boði. — Leyfið mér að hugsa um það, bað hún. Hann yppti öxlum. — Þér fáið 24 klukkustundir, sagði hann. Á meðan getið þér búið hér. Þér getið notað föt konunnar minnar. Þau munu fara yður vel. Meg reis upp við dogg. Framh. á bls. 28. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.