Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 8
SKIPSTJORIN Um langan aldur bjuggu gildir bænd- ur við Breiðafjörð. Eyjarnar voru setn- ar höfðingjum, altítt var að tugir manns væru í heimili og þar var alltaf gnægð fanga, þótt sultur syrfi að búa- liði í landi, jafnvel í næsta nágrenni. En búskapur í eyjunum krafðist harðfengi og dugnaðar og Breiðfirðing- ar eru um langan aldur nafntogaðir sjómenn og sjósóknarar. Seglin voru notuð og ekki róið meðan leiði gaf, en það var ekki heigl- um hent að rata siglingaleiðir milli eyja og forðast boða og straumföll og saga Breiðafjarðar greinir frá margri feigðarför. Lengi skal manninn reyna og erfiðar aðstæður, voru sá skóli, sem sköpuðu einstakar kempur, sem aldrei hrædd- ust á sjó né landi, voru „þéttir á velli og þéttir í lund.“ í þessu umhverfi er Hafliði Haf- liðason Hafliðasonar Snæbjörnssonar, Kristjánssonar í Hergilsey, fæddur fyrir sextíu árum síðan. Ungur að árum var Hafliði tekinn í fóstur að Haga á Barðaströnd til frænda síns, Kristjáns Snæbjörnssonar og Há- koníu Hákonsdóttur, sem þar hóf bú- skap um aldamót. Snemma var pilturinn sterkur vel og bráðger enda kostur góður og atlæti allt hið bezta í Haga. Ekki naut Hafliði lengur Kristjáns fóstra síns. Hann drukknaði við Barða- strönd 13. febrúar 1908. Hafliði hinn ungi var áfram hjá fóstru sinni Hákoníu, sem bjó í Haga, en vitjaði oft afa síns, Snæbjarnar í Hergilsey og var þar langdvölum er hann fór að stálpast. Eins og títt var um börn og unglinga á þeim árum tók hann snemma virkan þátt í störfunum, réri til fiskjar með húskörlum, fór í sellátur og safnaði kofu. En það var fleira gert í eyjunum á Breiðafirði en að afla matfanga. Hver Eyjabóndi var skipasmiður og smíði skipa og báta er enn í dag hugstætt verkefni mörgum Breiðfirðingi. Snæbjörn í Hergilsey, afi Hafliða, var mikilvirkur smiður, smíð- aði teinæringa í smíðahúsi sínu og gef- ur það nokkra hugmynd um stærð húss- ins. Allt var smíðað heima, meira að segja saumurinn sem bátarnir voru negldir saman með. — Það voru mín fyrstu kynni af járnsmíðinni, þegar ég hjálpaði afa mín- um að smiða saum í bátana. Þá fékkst stutti saumurinn, en alla lengri nagla, þessa sem náðu 1 gegnum byrðing og bönd, smíðuðum við. Ég komst fljót- lega upp á lag með þetta. Smiðjan var upp á gamla móðinn, stór físibelgur með sveif, sem maður blés með. Þeir smíðuðu öll járn í skipin, meira að segja sverustu járn á skúturnar í þessum smiðjum og þeir voru ágætir þar sem þeir komu eldinum við. — Bátasmíðar voru stundaðar í hverri eyju og það voru góðir bátar sem þeir smíðuðu. Snæbjörn afi minn smíðaði einhverja beztu bátana við Breiðafjörð. Kannski ekki þá fallegustu en beztu sjóskipin. Þeir söfnuðu rótarstykkjum af rekatrjám og notuðu þau í böndin. Það reið á miklu að bátarnir væru sterkir. Bátar og sjór. Það var lífið við Breiðafjörð. Heima í Hergilsey var stundum 32 manns í heimili. Þó var þríbýli í eyj- unni, sem var fjörutíu hundruð að dýr- leika á landsvísu. Um aldamót kostaði eitt hundrað í jörð hér á landi um eitt hundrað krónur, en eitt hundrað lands í Breiðafjarðareyjum kostaði fimm hundruð krónur. Þessar eyjar voru gullnámur og eru það ennþá, þrátt fyr- ir að enginn vill lengur búa þar. Það var forðabúr fyrir heilar sveitir þegar sultur og hallæri surfu að, eins og þegar Eggert Ólafsson í Hergilsey flutti einn hallærisveturinn 60 fjölskyldur af landi út í Oddbjarnarsker og fæddi fólkið þar allan veturinn. í Oddbjarnar- skeri voru verbúðir og þann húsakost notaði fólkið. Matföng sendi hann svo frá Hergilsey. Eggert þessi ólst upp í mikilli fátækt og segir Snæbjörn í Her- gilsey svo frá í ævisögu sinni, að þegar hann var drengur, hafi brækur hans verið bættar brekánsbótum, og stríddu félagar hans honum á þessu. Það var einu sinni að Sigurður prestur í Flatey geklc út undir kirkju og mætti þar unglingum. Þeir hlógu og höfðu i frammi spé. Sigurður spurði hverju það sætti, en þeir sögðust hlæja að draumi ,,Brekánsstráksins.“ Séra Sigurður bað Eggert segja sér drauminn. Hann var á þá leið, að þeir strákarnir hefðu verið að reyna að klifra upp á kirkjuna og hefði í draumnum enginn komizt upp á kirkjumæninn nema hann. Sigurður prestur réði drauminn á þá leið, að enginn þeirra mundi eignast neitt af ★ KEMPIIR Á SJÓ ★ SNÆBJÖRN í HERGILSEY * DRAUMFARIR ★ 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.