Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 16
Við Jón erum kærustupar. Meira að segja mjög ástfangið par, eða svo hélt ég þangað til í gær. Guð má vita, hvort ég sé hann nokkurn tíma aftur. Allar líkur benda nú til þess, að ég eða öllu heldur grimm örlög liafi fælt frá mér tilvonandi heim- ilisföður og fyrirvinnu. Eftirfarandi frásögn flokkast að vísu ekki undir lífsreynslusögur af „Satt og logið“- tagi, líklega heyrir hún fremur und- ir „Svaðilfarir á sjó og landi“-tagið, þ.e.a.s. ef við undanskiljum sjóinn. En engu að síður á liún erindi til allra þeirra, sem einu sinni voru kærustupar, en strönduðu á' því ár- ans sleeri misskilnings og illra ör- laga. TIMBÚKTÚ 1_________ Sem ég hleyp þarna nið- ur BankastrætiS, þá bregða örlögin fyrir mig fæti og sjá: Þarna hend- ist ég fram yfir mig, skórnir mínir staðnæm- ast hjá Ritfangaverzlun ísafoldar, en sjálf er ég á leið út í óvissuna ... ISLENZK GAMANSAGA EFTIR HEIÐBJÖRTU. 16 FÁLKINN Að þessum heimspekilega inngangi loknum, sé ég mér loks fært að leiða lesandann inn á sjónarsviðið, þar sem við Jón lötruðum niður Laugaveg- inn í nepjunni í gær. Hann Jón er svo ægilega vel að sér í heimspóli- tíkinni og þess vegna var það, að umræðuefnið snerist um efnahags- bandalagið. Ekki svo að skilja, að ég hafi snefil af áhuga á efnaliags- bandalaginu né öðru þvílíku umræðu- efni. Hins vegar er ég reiðubúin, i krafti ástar minnar, að slcjóta inn gáfulegum athugasemdum. Eitthvað í áttina við: Er það? Af hverju? og lil tilbreytingar öðru hvoru samsinn- andi Já og áherzluríkt Nei. Vand- inn er sem sé að vita, hvenær má skjóta hverri athugasemd inn í sam- talið. Þegar mér loks datt í hug að segja eitthvað frá eigin brjósti, varö sú örlagaþrungna setning, sem hér fer á eftir, sá smásteinn, sem kom skriðu geðillskunnar af stað lijá Jóni mínum: „Je minn, hvað það er kalt. Þetta er næstum eins og í Timbúk- lú.“ Ósköp hversdagsleg staðliæfing um íslenzka' veðráttu, eins og sjá má. Minn tilvonandi litur hneyksl- aður á mig. „Elsku Ileiða mín,“ seg- ir hann yfirlætislega, „þetta er held- ur óheppileg samlíking. Timbúktú er nefnilega í Afríku.“ „Góði Jón,“ segi ég hvasst, „ég efast ekki um, að þú vitir allt um efnahagsbandalagið og ýmislegt um Ben Kibba i Alsir, en Timbúktú er í Alaska.“ „Ástin mín,“ hreytir Jón út úr sér, „hver fábjáni veit,aðTimbúktú er í Afríku.“ „Elsku góði Jón minn,“ segi ég og kuldinn i rödd minni er kominn þó nokkr- ar gráður niður fyrir frostmark, „ég er ekki viss um að liver fábjáni viti, að Timbúktú sé í Afríku. Ég veit ekki um annan en þig.“ Jón minn fölnar af bræði. „Kallarðu mig fá- bjána?“ Ég liugsa mig um stundar- Ivorn og læt mér nægja að staðfesta orð mín, að Timbúktú sé í Alaslca. „I Afríku,“ urrar Jón. „Góði maður," segi ég, „villu gjöra svo vel að hvæsa ekki svona, þegar þú talar við mig.“ „Hvæsi ég?“ hvæsir Jón og er alll í einu hættur að urra. „Já,“ svara ég, „það er einmitt það; þú hvæsir. Og þegar ég fer að hugsa um það, þá þoli ég ekki fólk. sem hvæsir." „Það er af því, að þú ert svo illa gefin,“ segir maðurinn, sem ég hing- að til hef nefnt Jón minn. Ég fæ eklci skilið, hvers vegna fólk dæmisl illa gefið, þólt það sé mótsnúið hvæsi og spyr þvi illskulega: „Er ég illa gefin?“ „Já, illa gefin. Timbúktú i Alaska. Ha-ha!“ Hann hlær stór- karlalega. Nú er mér nóg boðið. „Ef þér finnst landfræðileg lega Tim- búktú svona óstjórnlega hlægileg, geturðu skemmt þér við þá tilhugs- un í framtíðinni EINN.“ Ög til þess að vera viss um að hafa síðasta orð- ið, hleyp ég af stað niður Banka- sti'ætið. Auk þess getur ekkert í al- heimi fengið mig til að ganga eitt fótmál með þessum manni niður umrætt stræti, hvað þá upp að alt- arinu. Fyrir koma þær slundir í lífi manns, þegar örlögin taka í taum- ana. Tökum til dæmis, að ung stúlka hefur ákveðið að skeiða niður Banka- stræti, til þess að ná í strætisvagn inn í Kleppsholt. Og setjum svo, að unga stúlkan eigi það takmark eitl að ná í Kleppsstrætó, til þess að losna við nærveru ónefnds manns með ótrúlega lélega kímnigáfu. Hvað get- ur þá stöðvað hana? Ekkert, segi og skrifa ekkert. Nema örlög. En sem ég hleyp þarna niður Bankastrætið, þá bregða örlögin fyrir mig fæti, og sjá! þarna hendist ég fram yfir mig, skórnir mínir stað- næmast hjá Bitfangaverzlun Isafokl- ar, en sjálf er ég á leið út í óviss- una. En allt tekur þetta enda, jafn- vel það að delta í Bankastrætinu. Örlögin ákveða mér lendingarstað i göturæsinu hjá Álafossi. Þar ligg ég á maganum, ómeidd og skólaus. Ég ligg grafkyrr. Mér er ógjörningur að lýsa tilfinningum mínum þessa stund, þar duga engin orð til. Ég loka augunum. IJugsa. Ákveð, að opna ekki augun aftur, a.m.k. ekki i bráð. Hugsanir minar taka til að streyma. Alaska er í Timbúktú, nei, það skipti annars ekki máli lengur. Jón, helv.... hann Jón. Ég skal ekki gera honum það til geðs að standa upp. Nú skal Jón fá að iðrast. Ég sé hann i anda krjúpa hjá mér, full- an iðrunar. Elsku Heiða mín, auð- vitað er Timbúktú í Alaska. Fyrir- gefðu, elsku, elsku o.s.frv. Mér fer að liða ögn betur. Þá heyri ég radd- ir. Margar raddir. Raddir, sem spyrja og aðrar, scm svara. Hvernig

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.