Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 28
ÖRLAGADÓMUR > Framh. af bls. 19. — Konan yðar, sagði hún, — frú Verney minntist ekkert á það, að þér væruð kvæntur. Svipur hans harðnaði og það fór hrollur um Meg. Hann sagði harð- neskjulega: — Konan mín dó fyrir sex mánuðum. Allt í einu var hann á bak og burt. Hún heyrði fótatak hans í stiganum. Hún sat lengi uppi í rúminu og hugs- aði. Hún reyndi árangurslaust að berj- ast við óttann, sem bjó innra með henni. * — Þér hljótið að hafa sagt læknin- um ákaflega skemmtilega sögu, úr því að hann fór ekki með yður til lögregl- unnar, sagði frú Verney þegar Meg kom niður um morguninn. — Og svo fáið þér að nota föt konunnar hans sál- ugu. Hún hristi höfuðið og andvarp- aði. — Ég hélt að enginn fengi nokkru sinni að snerta þau. Meg langaði allt í einu til þess að segja frú Verney frá tilboði Greenes læknis, en ákvað að þegja um það. Ráðs- konan fengi áreiðanlega nógan tíma til að hugsa um þau mál, ef Meg segði já. Meg var ekki lengur hrædd. Það var komnin dagur. Samt dreymdi hana enn um kraftaverkið..... — Hvers vegna sögðuð þér ekki, að Greene læknir væri ekkjumaður? spurði hún. — Hvers vegna átti ég að gera það? sagði frú Verney hvasst. — Ég hafði jú ekki hugmynd um, að þér mynduð dveljast hér lengi. Annars tölum við aldrei um slíka hluti hér. Morgunverðurinn var dásamlegur og Meg var vel lystug. Hún var skrafhreyf- in að eðlisfari og nú gat hún ekki stillt sig um að spyrja: —- Hvernig dó hún? Greene sagði bara, að hún hefði dáið fyrir sex mán- uðum. — Ef þér viljið endilega fá að vita það, þá drukknaði hún í vatninu hérna hjá. Það var sorgarsaga. Hún var úti á báti. Læknirinn hafið varað hana við straumunum hér, þeir eru þungir. — Frú Verney tók að bera af borðinu. — Báturinn fannst á reki, mannlaus. Hún var komin í gott skap yfir að fá að segja frá þessari sorgarsögu. — Ég hélt, að læknirinn hefði misst vitið. Fyrstu dagana eftir að slysið bar að höndum, sat hann klukkustundum saman niður við vatnið og það var eins og hann vonaði, að aldan mundi skola henni lifandi á land aftur. Meg mundi glögglega eftir svip hans og nú skildi hún allt. — Hann hlýtur að hafa verið mjög hrifinn af henni, sagði hún. — Hann nánast tilbað hana. Ég hef aldrei séð annað eins. Hún var honum allt. Það var slæmt, mjög slæmt, svo að hann hafði varla rænu á nokkrum hlut eftir að hann missti hana. Hann 28 FALKINN lagði bókstaflega árar í bát. Hann hefur ekkert að lifa fyrir lengur. Ég held, að hann jafni sig naumast. — Var hún fögur? Ráðskonan stanzaði með bakkann. — Hún var töfrandi fögur. Annars hafði hún sama augna- og háralit og þér. Hún var líka svipuð yður á hæð. Frú Verney hló stuttaralega. — En að öðru leyti eruð þér ekki líkar henni. Hún var töfrandi. Læknirinn hitti hana, þegar hún starfaði sem fyrirsæta hjá þekktum málara í Lundúnum. Meg reyndi að sjá hana fyrir sér. — Og hún var næstum alltaf hlæj- andi, hélt frú Verney áfram, — stund- um finnst mér ég heyra hlátur hennar hér í húsinu. Hún var alltaf iðandi af fjöri, kát og hressileg og fann upp á ýmsu skemmtilegu. Hún hafði mikið yndi af að baða sig í tunglskini og fara í gönguferðir, þegar flestir sváfu. Meg brosti. Það var vissan um yndis- þokka sinn, sem gerir konur léttar í lund, hugsaði hún með sjálfri sér. Kona Roberts Greene hafði notið lífsins. Hún hafði haft allt. Skömmu seinna var Meg vísað inn í herbergi það, sem hafði verið íveru- staður læknisfrúarinnar. Ráðskonan fór burtu og leyfði henni að vera alein. — Ég megna það ekki að sjá ókunn- ar hendur snerta á fötunum hennar, hafði frú Verney sagt, þegar hún fór út. Læknirinn hlýtur að vera genginn af vitinu. Meg stóð nokkra stund fyrir framan spegilinn og rannsakaði sjálfa sig frá hvirfli til ilja. En allt í einu brugðust allar vonir hennar. Hún gat aldrei orðið fögur, — með þetta afskræmilega andlit. Þá kom hún auga á sundfötin. Sólin skein í gegnum gluggann og hún heyrði, hvernig aldan gjálfraði við steinana. Dagurinn var tilvalinn til þess að fá sér bað. Sandurinn var heitur og þegar hún fór úr kjólnum, þá baðaði sólin allan líkama hennar. En verðið? Hvers vegna hafði hann ekki viljað segja henni, hvað hann vildi fá í staðinn. Hún mundi vel hvert ein- asta orð, sem Robert Greene hafði sagt. Hann hafði boðið henni það, sem hún hafði alltaf þráð. Hann hafði full- vissað hana um, að hann gæti gert hana að fagurri og glæsilegri konu. Hún kastaði þessum hugsunum frá sér og afréð að njóta frjálsræðisins sem bezt, þessar fáu stundir, sem eftir voru af frestinum. Hún stökk út í vatnið. Hún var vel synd og vatnið hafði þau áhrif á hana, að hana langaði mest til að fara að syngja. Hún var komin góðan spöl frá landi, þegar hún tók eftir því að straumur- inn fór vaxandi. Þá kom henni í hug, hvað frú Verney hafði sagt. En nú greip straumurinn hana. Ör- vingluð reyndi hún að synda á móti straumnum, en henni miðaði ekkert. Og hana tók að reka. Hún mundi allt í einu að kona Ro- berts Greene hafði drukknað. Hún vildi ekki sæta sömu örlögum og hugsunin um það færði henni nýjan þrótt.Umfram allt mátti hún ekki láta hræðsluna ná tökum á sér. En það þýddi ekki að synda á móti straumnum. Hún varð heldur að reyna að ná til oddans hinum megin. Hún barðist á meðan kraftarnir entust. Loksins náði hún taki á steini, en aldan reyndi að soga hana til sín aftur. Svo gat hún fikrað sig upp á dálitla syllu á hinum snarbröttu klett- um. Hún var örugg um stund. Sólin hvarf og henni varð kalt. Hún horfði yfir til Cliff House. Kannski væri straumurinn minni nú. Allt í einu reis hún upp. Var það ekki vélbátur, sem hún heyrði í. Hún tók að veifa. — Hjálp, hjálp, kallaði hún. Báturinn hélt áfram sömu stefnu og hún veifaði og hrópaði til skiptis. Loks- ins sá hún að báturinn beygði og hún varp öndinni léttar. Maðurinn hafði séð hana. Þetta var ungur maður, dökk- hærður. — Verið róleg, kallaði hann og veif- aði til hennar, — nú kem ég og sæki yður. Röddin var djúp og karlmannleg. Hún sá hann greinilega nú. Hann var hár og grannur, snjóhvítar tennur og sólbrúnn í framan. Hann stýrði varlega að klettunum og stjakaði bátnum frá. — Hoppa, kallaði hann og baðaði út höndunum. Hún stökk og lenti til allrar hamingju í bátnum. — Ég var næstum farinn að halda, að þér væruð vatnadís, sem væri að kalla mig inn í eilífðina, sagði hann og hló. Hún tók andköf. Aldrei hafði hún hitt nokkurn mann, sem hafði haft önn- ur eins áhrif á hana. Hún varð því fyrir talsverðum vonbrigðum, þegar hann sleppti hendinni af henni. — Hefur enginn sagt yður, að það er hættulegt að synda svo langt út á þessum tíma dagsins? sagði hann með- an hann virti hana fyrir sér allsendis ófeiminn. — Ég man ekki til þess að hafa séð yður fyrr. Hann tók eftir því að hún skalf og ekki aðeins vegna þess að henni var kalt. — Ég er ný hér um slóðir, sagði hún. Hann settist við stjórnvölinn. — Ég heiti Bruce Preston, sagði hann. Ég á heima hinum megin vatnsins .... það er bezt að þér komið heim með mér og hlýið yður, svo að þér verðið ekki veik. — Getið þér ekki heldur sett mig á land einhvers staðar á ströndinni, spurði hún, fötin mín eru þar. — Ég skal sækja þau á meðan þér yljið yður, sagði hann. Yður er nauð- syn á að hvíla yður vel. Á leiðinni yfir skotraði hún oft til hans augunum. Hún gat ekki annað en dáðst að því hve glæsilegur hann var. Hvað hann var öruggur í framkomu og elskulegur. Þetta var eins og í ævin- týri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.