Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 33
— En hvað þetta er þér líkt! Maríon rekur upp kuldahlátur. — Allt er til einungis þín vegna .... allir menn. Allir hlutir. Allt, allt... — Á ég kannski að hugsa um þig? spyr hann, en röddin er ekki hvöss. — Ekki mig! svarar Maríon. — Ég get séð um mig sjálf. Þú hefur nú hug- mynd um það. En hvernig þú skulir eyðileggja arfhluta barnanna þinna . . . Malarinn snýr sér þegjandi við, geng- ur að skrifborðinu, grípur símann og tautar: — Það er bezt ég hringi til lög- reglunnar og spyrji frétta. Maríon tekur heyrnartólið úr hönd- um hans og fleygir því á krákinn. — Hlustaðu bara rólegur á það, sem ég er að segja þér, heldur hún áfram í ákveðnum tón. — Engin skynsemi gædd vera væri fær um að botna í framferði þínu. Aðeins vegna heimskulegra duttlunga...... — Það eru engir heimskulegir duttl- ungar, grípur hann framí veikum við- námsrómi. — Víst er það svo! Þú þarfnast pen- inga. Ég hef þá. Og með þessa peninga eltist ég við þig vikum saman. en þú...... Hún þagnar snöggvast við. Malarinn situr magnþrota í stól sínum. Svo læt- ur hann fallast fram á borðið og byrgir andlitið í höndum sér. Maríon heldur áfram í mýkri róm. Það rennur skyndilega upp fyrir henni, að hún sé á réttri leið. — Ég vil alls ekki gera þér neitt til ama, Frans, segir hún. — Ég bið þig að- eins að gæta skynséminnar. Við verðum bæði að sjá um, að reksturinn hér geti haldið áfram .... barnanna vegna. Hugsaðu þér bara, hvað faðir þinn myndi segja, ef hann....... Malarinn lítur upp úr gaupnum sér, og horfir flóttalega til þeirra mæðgn- anna. Kristín verður smeyk. Ætlar fað- ir hennar að láta undan? Ellegar ætlar hann að farast í takmarkalausri þrá- kelkni sinni? Maríon styður grannri hönd sinni á skrifborðið og beygir sig langt fram á það. — Heldur þú virkilega að mér hafi verið um það hugað, að hefna mín með svo hægu móti? Álíturðu mig svo skyni skroppna, að fara að eyða fjármunum mínum í hefndarskyni? .... Hún hristir höfuðið ákaft. — Það er allt annað, sem vakir fyrir mér. Vegna barnanna .... barna þinna og minna .... vildi ég gjarna varðveita það, sem þeim ber! Hann svarar ekki. Það er búið að króa hann af. Hann gæti losað sig með fáeinum fúkyrðum. En hann segir ekk- ert. Maríon hækkar röddina og heldur áfram: — Hugsaðu þig um, Frans. Ef ég' vildi reka þig frá sögunarmylnunni af tómum illvilja, væru sannarlega til handhægari aðferðir. Ég gæti til dæmis beðið, þangað til eignin færi undir hamarinn, og keypt hana þá fyrir gjaf- verð...... Tvö ný lög eftir Jenna EITT ORÐ VIÐ DÆGURLAGAHÖFUND í kjörbúð KRON við Skólavörðu- stíg vinnur Jenni Jónsson og þar hitt- um við hann að máli nú fyrir skömmu. Það var mikið að gera í búðinni og við þurftum að bíða góða stund, áður en hann mátti vera að ræða við okkur. — Ert þú héðan úr Reykjavík, Jenni. — Nei, ég er fæddur í Ólafsvík og fluttist ungur til Patreksfjarðar þar sem ég ólst upp. Svo flutti ég hing- að suður um 1940. — Ertu búinn að vinna lengi við afgreiðslustörf? — Ég hef verið nær tíu ár hjá KRON. Þar áður vann ég hjá Hreyfli s.f. við bensínafgreiðslu. Um tíma ók ég leigubíl, en það átti ekki við mig. — Og hvernig fellur þér þetta starf? — Ég kann frekar vel við mig hér. Þetta er þægileg verzlun. Starf- ið getur orðið þreytandi stundum. Það er þreytandi að standa við kass- ann. — Hvað varstu gamall þegar þú fórst að spila á hljóðfæri? — Ég var sextán ára og hljóðfær- ið var harmonika. Ég spilaði á böll- um þarna fyrir vestan og það átti ágætlega við mig. Svo var ég ráðinn tií ísafjarðar að spila og gerði það í þrjá vetur. Eitt sinn var ég á Akur- eyri og nokkur sumur á Siglufirði. — Og þú spilar enn? — Nei, nú er ég hættur. Það eru tvö ár síðan ég hætti slíku. Við vor- um saman í hljómsveit í fimmtán ár, Ágúst Pétursson, sá sem samdi Æskuminningu, Jóhann Eymunds- son og ég. En nú erum við hættir. — Og fyrsta lagið sem þú sendir frá þér? — Það var 1953 í danslagakeppni S.K.T. og lagið hét Vökudraumur. Ég fékk aukaverðlaun fyrir það. Árið eftir kom svo Brúna ljósin brúnu. — Og hvaða lag heldur þú að hafi orðið vinsælast? — Ætli það sé ekki Ömmubæn. Það hefur nú gengið í nær tvö ár sam- fleytt. — Þú semur textana sjálfur? — Já, textana sem ég sjálfur. — Og hvort verður fyrr til lagið eða textinn? — Lagið. — Einhver ný plata að koma á markaðinn frá þér? — Já, ég geri ráð fyrir að hún komi í apríl eða maí. Það eru tvö lög sem Alfreð Clausen syngur, Kveðja sjómannsins og Heim. Þá hafa alls komið fjórtán lög á plötum eftir mig. Framh. á bls. 36. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.