Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 8
Uppdráttur er sýnir aðalátök kippanna á hverjum stað. Fyrsti jarð- skjálftinn, 26. áy. gerði■ mest spell á Rangárvöllum og Landsveit, en hræringarnar 5. sept. í Flóa og Ölfusi. SKÚLI SKÚLASON, fyrrveranch ritstjóri FÁLKANS, sknfar þessa grein um jarð" skjálftana 1896, einhverja mestu jarð- skjálfta í manna mmnum hér á landi. — Efni af þessu tagi er okkur hugstætt, vegna hinna miklu jarðhræringa, sem urðu hér í vetur og kunnar eru af frétt- um blaða og útvarps. FIMMTÍU ára gömul endurminning er mér að jafnaði ríkust í huga er hann hvarflar til þess, sem liðið er. Hún hef- ur ekki fyrnst og aldrei sokkið í kaf undir gífurtíðindi tveggja heimsstyrj- alda eða þokað fyrir eldsvoða og sjó- slysum. Þó kostaði þessi atburður ekki nema fjögur mannslíf. En hann hristi bókstaflega heilan landshluta, og kom róti á hugi manna um allt ísland og enda víðar. Það var jarðskjálftinn 1896, og land- ið hristist svo eftirminnilega að í Árnes- og Rangárvallasýslum stóðu aðeins eftir alveg óskemmd rúmlega 800 bæjarhús af 7748 og 1300 peningshús af rúmum ellefu þúsund. Á fáeinum sekúndum, sem skiftust á fimm daga gjörféllu 1309 mannabústaðir og 2400 gripahús. En margfalt fleiri skemmdust meira og minna. Svæðið frá Markarfljóti og vestur að Hellisheiði var að miklu leyti í rúst, líkt og atómsprengja hefði fallið í Holtunum. En fólk og fénaður lifði. Það má í rauninni heita furðulegt, að eigi skyldu farast nema fjórar mann- eskjur, ekki síst þegar þess er gætt að verstu kippirnir komu eftir háttatíma. Tjón á skepnum var ekki teljandi, að- eins á stöku stað drápust kýr í fjósi. Þrátt fyrir hið mikla húsatjón setti jarð- skjálftinn því ekki nærri eins varanleg merki og sumir aðrir viðburðir, svo sem fellirinn fjórtán árum áður, að ekki sé talað um móðuharðindin. Þó að ýmsir yrðu að fækka bústofni sínum að mun vegna þess að hætta varð heyskap vegna jarðskjálftans, þá urðu áhrifin ekki varanleg. Sárin eftir jarðskjálft- ana gréru ótrúlega fljótt. En endurminningin um atburðinn lifði. í mörg ár á eftir lifði jarðskjálft- inn sem mesti atburður í lífi þáverandi manna, og aðrir atburðir voru miðaðir við hann, — svo og svo mörgum árum fyrir eða eftir jarðskjálftasumarið, sagði gamla fólkið. Og mér kæmi ekki á óvart þó að sumir gerðu það enn. Endurminningar sex ára gamals barns, eins og ég var þegar þetta skeði, eru ekki greinargóðar til yfirlits. Þar vantar samhengi og niðurskipun — heildaryfirlit. Það eru aðeins einstakar myndir, sem geymast í huganum, en þær eru skýrar, þó að allt samhengi vanti. Frásögnin, sem fer hér á eftir byggist ekki nema að litlu leyti á þeim. En til eru góð gögn í málinu, þar sem er jarðskjálftasaga Þorvaldar Thorodd- sen og skýrslur þær, sem hann safnaði. ★ Ég man enn, eins og það hefði skeð í gær, kvöld eitt að áliðnum engjaslætti austur í Odda. Það hafði komið þerrir eftir langan rosa, og allir í Oddahverf- inu voru að keppast við að flytja heim af engjunum. Vegurinn var langur og erfiður, því að yfir mestan hluta Þver- ár var að fara. Faðir minn fór á milli og vegna þess að sjáanlegt þótti að rigning mundi verða komin morguninn eftir vildi hann koma af einni ferð til, þó að komið væri fram í dimmu. Það var sjötta ferðin hans þann daginn, en hver ferð tók nærfellt þrjá tíma. Hvernig sem á því stóð, þá vildi ég ekki fyrir nokkurn mun að hann færi, og fór að skæla. Ég gerði það ekki oft, ekki síst svona upp úr þurru, en þegar ég gerði það, þá var það eftirminnilega gert og haldið áfram lengi. Ég man að ég hengdi mig utan um fótinn á föður mínum og reyndi að lafa á honum þegar hann gekk vestur yfir bæjarhólinn til lestarinnar. Vitanlega varð ég að láta í litla pokann; faðir minn fór en ég hélt áfram orginu í vonsku. Móðir mín hirti mig og háttaði mig upp í rúm og sat yfir mér þangað til ég varð sofnaður. Vegna þessarar frátafar var hún ekki komin í rúmið þegar jarðskjálftinn byrjaði, klukkan rúmlega tíu. Þennan versta kipp þar um slóðir svaf ég af mér. Ég vaknaði um morgun- inn, ekki í rúminu uppi á lofti, heldur í flatsæng niðri í húsinu, var úrillur og furðaði mig á hvernig ég væri þang- að kominn. Og nú var mér sögð sagan. Og ein stúlkan heima gaf mér í skyn, að þessi voveiflegi atburður mundi hafa komið af því hve ég hefði verið óþægur í gærkvöldi. Skömmu eftir að ég sofnaði hafði þytur heyrst í lofti og svo hafði húsið líkt og tekist á loft og skekktist til og frá. Ægilegur hávaði hafði orðið af brestunum í húsinu og af hruni alls sem hrunið gat af hillum og veggjum, en innan um þennan hávaða heyrðust kirkjuklukkurnar látlaust hringja, og enda eftir að kippurinn sjálfur var búinn, en hann stóð rúma mínútu. Móðir mín, og eldakonan og blindur maður, sem lengi var hjá okkur í Odda, Gunnar gamli, voru eina fullorðna fólk- ið heima, því að allir voru á engjum, Og svo við krakkarnir, á aldrinum 8 ára til fárra mánaða, fimm talsins. Við vorum borin niður og flatsænguð, svo að fljótlegra væri að koma okkur út um glugga ef illa færi, en Gunnar gamli tók ekki í mál að vera í húsinu. Það var tjaldað yfir hann úti á túni og þar svaf hann að mig minnir fram undir haust. Hann var nokkurn veginn sannfærður um að jörðin væri að for- ganga og dómsdagur í nánd. Nú er að segja frá fólkinu á engj- unum. Það var verið að girða á lestinni þegar jarðskjálftinn skall á. Engjarnar eru flatar grundir út í Þverá og bakk- arnir ekki nema svo sem mittisháir víða, enda fór nú að gefa á, því að öldurnar úr ánni riðu yfir bakkana. 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.