Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 17
NÝ OG SPENNANDI FRAMHALDSSAGA r IA L Sjúkrahúslyktin barst að vitum hennar um leið og hún opnaði gler- hurðina. Henni geðjaðist vel að henni á sama hátt og hún kunni vel við vina- legt ljósið frá lampanum á skrifborði yfirhjúkrunarkonunnar og glamrið i kaffibollum úr eldhúsinu. Úr baðher- berginu barst blómaangan og gegnum hálfopnar dyrnar sá hún nemana, sem skiftu um vatn á þeim. Það var ekki mikið um blóm nú. Þau voru dýr á þessum árstíma. Systir Magda leysti systur Gretu af. Þlún kinkaði kolli og brosti til hennar um leið og hún hengdi frá sér regn- kápuna. Síðan opnaði hún dyr eldhúss- ins og gekk inn. Störf dagsins voru hafin . . . ÞAÐ VAR VENJA að fá sér kaffi klukkan sjö. Anna Maria, Lollo og rauðhærða Marta sátu í sófanum með kaffibolla sína. — Góðan daginn, Cristel, sögðu þær allar og rýmdu til fyrir henni. Þær voru allar þrjár laglegar og kátar stúlk- ur og gott að vinna með þeim. Hana grunaði að þeim fyndist hún leiðinleg. Hún var sjaldan með þeim í frítím- unum sinum. En samvinna þeirra á vinnustað var árekstrarlaus. Henni fannst eins og hún væri eldri en þær, enda þótt hún væri ekki nema tuttugu og tveggja ára gömul. — Þetta varð ömurlegt, sagði Lollo og hélt áfram að segja frá. — Pelle neyddist til að taka vaktina af Lind- berg, því hann var með þrjátíu og níu stiga hita og allt vitlaust að gera á deildinni. Og svo mátti ég sitja ein heima allt kvöldið með nýlagt hárið og í nýrri blússu, sem kostaði offjár. Það lá við að ég færi að grenja . . . — Ég skil ekki hvernig þú ferð að þola að vera með honum, sagði Marta. — Það er alltaf eitthvað í veginum með hann. Aldrei í lífinu dytti mér í hug að vera á höttunum eftir lækni. Nei, takk. Maður fær nóg af þeim hérna. Þeir háma í sig matinn og skoða svo röntgenmyndir við matborðið. Kaffið var heitt og sterkt. Cristel tók sér kökubita og gekk að glugganum. — Ég skal veðja við þig, að Randers skoðar ekki röntgenmyndir við mat- borðið, sagði Anna María. — Þið megið segja hvað sem þið viljið, en síðan hann kom er þá eitthvert líf hér á deildinni. Það var sveimér gott, að þessi ameríski háskóli skyldi bjóða prófessor Forsmann að halda fyrirlestur. Það er svo sem ekkert út á hann að setja, það er ekki það. Hann er bara ekkert spennandi. Vitið þið, að þegar ég mæti Randers á göngunum, þá er eins og kalt vatn renni niður eftir hryggnum á mér. Hann lítur eitthvað svo ein- kennilega á mann, eins og hann sé að athuga hvernig maður bregst við. — Hann horfir kannski á þig eins og röntgenmynd, sagði Lollo og hló. — Æ, það er svo notalegt að sitja hérna. Gefið mér svolítið í bollann aftur, svo er víst bezt að við förum að byrja. Úff, þarna kemur sjúkrabíll- inn. Þurfa þeir sýknt og heilagt að nota þessa fjandans sírenu. Þeir vekja alla í nágrenninu. Sérðu hann, Cristel? Cristel beygði sig áfram. Hún sá hvíta sjúkrabílinn með rauðu krossun- um aka á fleygiferð inn í portið . . . ÞEIR FLUTTU litlu stúlkuna af sjúkrabörunum og upp á borðið eins varlega og þeir gátu. Hún var enn með- vitundarlaus og dökkt hárið var blóð- ugt í hnakkann. Læknirinn rannsakaði hana gaumgæfilega. — Slæmt beinbrot á vinstra fæti og ef til vill heilahristingur, sagði hann. Akið henni inn á röntgendeildina strax. Hversu lengi hefur hún verið meðvit- undarlaus? — Veit það ekki, sagði sá, sem hafði farið með í sjúkrabílnum. Hún komst ein lífs af. Maður og kona fundust látin. Foreldrar hennar, álítur lögreglan. — Ég vil fá myndirnar strax, sagði læknirinn. — Það kemur sér vel að Randers er snillingur í að setja saman beinbrot. Mark Randers var ekki aðeins snjall að þessu leyti. Hann var að öllu leyti mjög öruggur og traustur skurðlæknir. Það sást bezt á því að honum var trúað fyrir svo ábyrgðarmikilli stöðu, þótt hann væri aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall. Hann stóð og þvoði sér um hendurn- ar. Klukkan var rétt rúmlega átta. Hann hóf þennan starfsdag sinn eins og venjulega hress og glaður. Hann vissi ekki um marga uppskurði þennan morgun og það kom sér vel, því að hann vildi gjarna gefa sér góðan tíma fyrir stofuganginn. Röntgenmyndirnar af litlu stúlkunni höfðu verið sendar honum. Á eftir þeirri aðgerð voru nokkrar algengar aðgerðir, sem hann var orðinn vanur. Hún var þegar svæfð, þegar hann kom inn. Berg svæfingalæknir kinkaði kolli til hans hvetjandi. — Hún kom til meðvitundar niðri, sagði hann. — Hún spurði um móður sína, en enginn veit með vissu hvort það var móðir hennar, sem var í bíln- um. — Lögreglan kemst væntanlega til botns í því, sagði Randers og skoðaði myndirnar gaumgæfilega. — Þetta er ekki sem verst, sagði hann. Ef þessi litla stúlka á að geta dansað tvist, þegar hún stækkar, þá verðum við að standa okkur vel, systir, ekki satt? Ef brotið hefði verið þremur sentimetr- um ofar, hefðum við ef til vill ekki getað bjargað hnénu. Jæja, við megum engan tíma missa. Hálftíma seinna var fóturinn í gips- umbúðum og Randers fékk sér síga- rettu í hliðarherberginu, meðan hann beið eftir næsta sjúklingi. Allt í einu rak ein af systrunum höfuðið inn: — Það var hringt frá einu dagblaði Pramh. á bls. 36. Systir Christel kunni vel við andrúmsloftið á stóra sjúkrahúsinu. Yfirlæknir þar var strangur skurðlæknir, prófessor Forsmann, og kröfur hans um algjöra reglusemi og nákvæmm féllu systur Christel vel í geð. Yfirlæknirinn var nú í leyfi og störfum hans gegndi í stað- mn ungur og dugmikill skurðlæknir, Mark Randers. öllum geðjaðist vel að Randers, bæði sjúklmgunum og hjúkrunarkonunum, öllum nema systur Chnstel .... Fylgizt með þessari nýju og spennandi framhaldssögu eftir Eva Perers. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.