Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 12
SKOPGREIN EFTIR GISLA i. ASTÞORSSON Fyrir nokkrum árum skrifaði ég bók fyrir Almenna bókafélagið, sem ég nefndi „Hlýjar hjartarætur", og þegar þar var komið verkinu sem venja er að kvelja lesendur með hástemmdri náttúrulýsingu, skrifaði ég kaflann „Fimmtán þúsund kartöflur". Hann fjallar af innsýni og nærfærni um upp- eldisgildi kartöflunnar, og er sýnt fram á það með ítarlegum dæmum, hvernig maður verður bókstaflega nýr og betri maður af því að umgangast þennan drengilega ávöxt. Nú get ég gefið garðablómum sömu einkunn, að undan- skildum sigurskúfnum. Sá herjans skálkur hefur þann ósið að koma upp nálega alls staðar annars staðar en þar sem hann er velkominn, og það er best ég segi það strax, að einn kom upp um forstofutröppurnar hjá mér og annar upp um stígvélið sem ég gleymdi úti á bletti. Blómarækt er að sumu leyti jafnvel ánægjulegri frístundaiðja en kartöflu- rækt, og er þá mikið sagt. Ef maður stendur sig, þá býður Fegrunarfélagið sjálfu sér í kaffi og afhendir manni það skriflegt að maður setji svip á bæinn. Það sama verður því miður ekki sagt um kartöflumenn, því að þó að innri maðurinn sé alveg áreiðanlega skírasta gull, þá er yfirmaðurinn óneitanlega alltaf eins og dreginn upp úr fjóshaug. Það eru náttúrlega vissir hlutir sem maður þarf að varast ef maður ætlar að koma sér upp fögrum blómagarði. Til dæmis gengur ekki að mislesa leið- beiningarnar á fræpökkunum. Það er ekki sama hvort maður stingur fræinu einn sentimeter niður í jörðina með eins meters millibili eða einn meter niður í jörðina með eins sentimeters millibili. En við skulum ekki tala meira um það. Steinahæðir eru til mikillar prýði í skrautgörðum. Það er best að hlaða úr grjóti. Þær eru auðþekktar á því að þær eru aldrei á réttum stað. Ef maður hleður þær fyrir vestan hús, þá hyggur konan að þær fari öllu betur fyrir austan hús. Ef maður hleður þær fyrir austan hús, þá hyggur hún hins- vegar að þær fari öllu betur fyrir vestan hús. Og ef maður ætlar að vera sniðugur og hleður steinahæðir bæði fyrir vestan hús og austan, þá finnst konunni að eftir á að hyggja eigi önnur að vera efst í lóðinni norðan megin en hin neðst í lóðinni sunnan megin. Síðast þegar ég flutti stærstu steina- hæðina okkar, kom ég niður á víkinga- 12 FALKINN skip. Ég bað konuna að styðja við það á meðan ég færi inn að hrigja á Þjóð- minjasafnið. „Ég fann víkingaskip í lóðinni minni,“ sagði ég við manninn sem svaraði í símann. „Eruð þér jarðýta?“ spurði mað- urinn. „Nei,“ sagði ég. „Því miður,“ sagði maðurinn hæ- versklega. „Þá getum við ekkert gert fyrir yður. Það er regla hjá okkur að gefa jarðýtunum forgangsrétt.“ Gangstígir eru nauðsynlegir í görð- um. Ef maður notar hellur, þarf að púkka vel undir. Helst þarf að grafa niður fyrir frost. Áttatíu sentimetrar duga víðast, en þeir sem lögðu hell- urnar fyrir frostaveturinn mikla, þurfa að hafa grafið tvo metra og níutíu sentimetra. Áður en hellurnar eru lagð- ar, er gott að smyrja á þær sinnepi. Þegar nágrannarnir þyrpast að og spyrja hvað í veröldinni maður sé að gera, þá lætur maður þá hjálpa sér að leggja hellurnar. Tjarnir eru nú víða í görðum Reyk- víkinga. Tjörn er þannig búin til, að grafin er hola niður í jarðveginn, og fer ummál hennar nokkuð eftir því hve tjörnin á að vera stór. Þýðingar- laust er að reyna að troða stórum tjörn- um í litlar holur, nema þá upp á endann, en það fer sjaldnast vel. Hins- vegar komast litlar tjarnir í stórar hol- ur. Þetta lögmál er kennt við fyrrver- andi aðstoðargarðyrkjumálaráðunaut Reykjavíkurbæjar, sem uppgötvaði það þegar fatafreyjan á Hótel Borg fékk Helga Hjörvar vitlausan frakka. Aðstoð- argarðyrkjumálaráðunauturinn dró þá ályktun af fyrirbærinu, að úr því Helgi Hjörvar kæmist í frakkann af Sigurði Jónassyni, þá hlyti það sama að gilda um tjarnir. Fyrir þetta vísindaafrek var bílastyrkur hans hækkaður upp í 350,000 krónur á ári og hann fékk að vera tuttugasti og níundi maður á bæjarstjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. Hvort sem garðtjarnir eru í litlum eða stórum holum, mega þær alls ekki vera svo djúpar að þær séu hættulegar börnum ellegar gestum. Deig börn er gott að þurrka við miðstöðvarofn, og eins deiga gesti. Ef gesturinn lætur illa, er heimilt að binda hann við ofninn, en óráðlegt er að gefa honum meira brennivín. Sjálfsagt er að hafa skrúðgarðaarki- tekt með í ráðum þegar garðurinn er skipulagður. Beztu skrúðgarðaarkitekt- ar ganga því miður með grænar alpa- húfur. Áður en skrúðgarðaarkitektinn byrjar að teikna, kemur hann og mælir lóðina. Vitanlega getur alltaf komið fyr- ir að hann mæli vitltusa lóð sökum anna, en það kemur strax í ljós þegar nágranninn hringir og spyr hver hafi látið þrjú hundruð og fimmtíu bílhlöss af mold fyrir framan bílskúrinn hans. Þegar búið er að mæla hárrétta lóð, er tekið jarðvegssýnishorn fyrir átján hundruð og sjötíu krónur. Það ruglast saman við fiskimjölssýnishornin á Rannsóknarstofu Háskólans, og maður fær vottorð upp á að lóðin manns sé sextíu prósent karfamjöl og fjörutíu prósent síldarmjöl. Undir haustið kemur skrúðgarða- arkitektinn með reikninginn, og þá er oftast farið í mál, sem alltaf endar með því að arkitektinn gæti keypt sér tíu þúsund grænar alpahúfur ef hann kærði sig um. Ég vík nú að blómunum. Blóm fara einkar vel í görðum. Flóra íslands væri harla fátækleg án blóma. í garði okkar hjóna suður í Kópavogi eru 124 plöntu- tegundir, þar af nokkrar sem koma upp. Undir suðurveggnum er geysifjöl- skrúðugur rósareitur. Rósir eru gjarna kenndar við fólk. Við eigum gula Júlíönudrottningu, Frans Jósep sem er af austurrískum uppruna, og Amalíu. í fyrrasumar kom nágranni okkar og sagði að Amalía lægi undir suðurveggn- um. „Ég veit það,“ sagði ég. „Á ég ekki að sækja hana inn?“ spurði nágranni okkar. „Sækja hana inn!“ hrópaði ég. „Ertu genginn af vitinu, maður?“ „Hvað ætlarðu þá að gera?“ spurði nágranni okkar, að mér virtist svolítið undrandi. „Sprauta á hana þrjú prósent niko- tínupplausn,“ sagði ég, „og róta yfir hana fyrir nóttina.“ En viti menn! Kemur í ljós að ná- granni okkar á við Amalíu Torfadóttur frænku mína, sem fengið hafði aðsvif undir suðurveggnum. Það verður aldrei nógu vel brýnt fyrir mönnum að þeir vinni samvisku- samlega þann jarðveg sem ætlaður er blómum. Hér skulu nefnd þau tæki, sem ég tel algjörlega lágmarkseign ef ekki á að skapast neyðarástand í garð- inum: Arfasköfur, duftdreifara, gras- klippur fyrir limgerði, könnur til vökv- unar, plöntuskeiðar, handslökkvitæki, plöntustingir, hrífur, axir, sagir til grisjunar, slöngur, fuglahræður, smá- Framh. á bls. 36.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.