Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 14
FÁLKINN V I K U B L A D Greinarkorn um skrautfiska og spjallað við Hans Hólm kaup- mann um fiskirækt, skjaldbök- ur, páfagauka og gullhamstra. :i: i| l| ’ -V: - ■ Hér í gamla daga var einu sinni tízka að eiga gullfiska í keri. Sá er þetta skrif- ar man eftir því, að amma hans átti eitt sinn gullfiska í keri einu miklu. Þeir voru yndi barnanna og kattarins, unz einn góðan veðurdag, að kötturinn gaf sig matarást sinni á vald og gleypti fiskana. Hver maður á sitt tómstundagaman. Sumir safna frímerkjum og bókum, aðrir fara á laxveiðar eða stunda ferða- lög. Enn eru þeir til, sem safna pening- um. Nokkrir eiga hesta eða kindur og fáeinir rækta garðinn sinn. Það mun þó vera sjaldgæft. En fjöldi manna hefur dýr á heimili sínu, ketti, hunda, sem verður að borga skatt af, og margir eiga fugla í búri — selskapspáfagauka eða kanarífugla ellegar fiska í keri. Eitt sinn mælti spakur maður, að það væri þrennt í tilverunni, sem maður- inn þreyttist aldrei á að skoða, það væri í fyrsta lagi sigling skýja á himninum, í öðru lagi leikur logans í ofninum, og í þriðja lagi straumur vatnsins í lækj- um og ám. En lífið í fiskakerinu er einnig marg- breytilegt. Sumir segja, að fiskaker í stofu sé þegar farið að keppa við heim- ilissjónvarpið. Hvað um það, þá má sjá í kerinu smækkaða mynd af lífi mann- skepnunnar, enda þótt það séu bara skynlausir fiskar sem þar synda í solli sínum. í kerinu má sjá ástina í sinni upphaf- legustu mynd; þar syndir hængur á eftir hrygnunni með grasið í skónum, og hrygnan leikur því aðeins við hvurn sinn fingur, að hún geti gætt sér á af- kvæmum sínum. Að vísu reynir hæng- urinn að stemma stigu við slíkum ó- sóma, en stundum fellur hann sjálfur fyrir þeirri freistingu. Þessi framkoma á að vísu ekki við alla skrautfiska, en margir eru þeir breyskir á þessu sviði. Matur er þeirra megin eins og mannanna, en þeir kunna sér ekki magamál — og komið hefur fyrir að þeir hafi sprungið af ofáti. Svo að við sleppum öllum gamanmál- um, þá var það sænski grasafræðingur- inn Carl von Linné, sem kynnti gull- fiskinn meðal Norðurálfubúa. Siður sá að hafa fiska í búri er hins vegar æva gamall. Hann er upprunninn hjá austur- lenzkum menningarþjóðum og kín- versku keisararnir höfðu sér til gamans og yndisauka fiskaker og krukkur, þar sem fagrir fiskar sýndu sínar listir. En það var ekki fyrr en 1850, sem fiska- ker þau, sem við þekkjum núna, komu á markaðinn. Flestir, sem áhuga fá á fiskarækt, byrja á því að kaupa sér „gúbbahjón“. Viðkoma þeirra er mjög ör og smáfisk- ur þessi oft nefndur milljónafiskurinn. Hrygnan er miklu stærri en hængurinn, en hann hefur það fram yfir hana að hann er afar skrautlegur og fjörugur. Mjög gaman er að fylgjast með þess- um fiskum í tilhugalífinu. En þeim hættir við að eta sín eigin afkvæmi. Þegar áhugi fiskiræktarmannsins fer vaxandi, þá eru það ekki bara gúbb- ar, sem eiga að vera í kerinu, hann verð- ur líka að krækja sér í aðrar tegundir. — Við getum til dæmis nefnt, „sverð- drekann“. Það er fallegur fiskur og skemmtilegur. Einnig er gaman að hafa „karlana" í kerinu. Það eru annars mjög sérstæðir fiskar. Þegar karlfisk- urinn og kvenfiskurinn hafa parað sig, þá slíta þau ekki hjónabandinu, og ef hrygnan deyr, þá hættir hængurinn að eta, og eftir skamman tíma er hann líka kominn yfir í eilífðina. Svo segja fróðir menn, að fyrsti fisk- 14 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.